fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024

Silfuregils

Göngum saman til tunglsins

Göngum saman til tunglsins

Eyjan
20.06.2016

Almennt held ég að Grikkir hafi meira af lífsnautninni frjóu en flestar aðrar þjóðir. Hér handan við litla vík heyri ég tónlistina frá veislu sem er búin að standa í allt kvöld. Tónlistin er héðan úr eyjunum, leikin á fiðlu og lútu – hljómar dálítið einhæf fyrir óæfð eyru sem skilja kannski ekki nema brot Lesa meira

Tækifæri – einkavæðum klósettin

Tækifæri – einkavæðum klósettin

Eyjan
19.06.2016

Fyrir nokkru var stofnuð hér Stjórnstöð ferðamála. Hún átti að bæta úr ófremdarástandi í ýmsu sem tengist túrisma á Íslandi. Stjórnstöðin tók til starfa með pompi og prakt. Ráðinn var maður sem reyndar hafði enga reynslu af ferðamálum, en það var talið honum til tekna að hann kæmi „úr viðskiptalífinu“. Nú kemur loks eitthvað frá Lesa meira

Fyrsti EM-pistillinn

Fyrsti EM-pistillinn

Eyjan
19.06.2016

Hér í Grikklandi er Evrópukeppnin í fótbolta send út á ríkissjónvarpsstöðinni ERT. Þetta þýðir að víða eru sjónvörp þar sem leikirnir eru sýndir – og auðvelt er að nálgast þá. Mér sýnist reyndar að út um Evrópu sé mótið gjarnan sýnt á ríkisstöðvum,  í Skandinavíu eru það DR, NRK, SVT og YLE, í Þýskalandi AED Lesa meira

17. júní á öðrum tíma

17. júní á öðrum tíma

Eyjan
18.06.2016

Á rápi um alnetið rekst ég á þetta myndasafn sem Guðmundur Eggert Finnsson hefur sett á vefinn Gamlar ljósmyndir. Þarna má sjá hvernig haldið var upp á 17. júní í eina tíð, meðan hann var alvöru hátíðisdagur, áður en Gay Pride og Menningarnótt tóku yfir sem aðal fjöldahátíðirnar í Reykjavík. Á þessum tíma fjölmennti fólk Lesa meira

Lítil reisn

Lítil reisn

Eyjan
17.06.2016

Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert yfir mig hrifinn á 17. júní í fyrra þegar hróp mótmælenda drekktu röddum stúlknakórs sem var að syngja við athöfnina á Austurvelli. Það var engin sérstök reisn yfir þeim mótmælum. En þetta var fámennur hópur – og af honum stafaði ekki nein ógn, þetta var bara dálítið Lesa meira

Ófyrirleitinn og ljótur áróður

Ófyrirleitinn og ljótur áróður

Eyjan
17.06.2016

Hér er dæmi um hinn viðurstyggilega áróður sem dynur á Bretum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunar um Evrópusambandið. Það er látlaust höfðað til reiði, ótta og lægstu hvata – og forsvarsmenn útgöngusinna láta sér vel líka. Skuggaleg er sú tilhugsun að einhverjir þeirra komist kannski til valda í Bretlandi eftir atkvæðagreiðsluna. Þarna er mynd af fólki sem Lesa meira

„Þarf að skilgreina hvað forsætisráðherra á að gera“

„Þarf að skilgreina hvað forsætisráðherra á að gera“

Eyjan
16.06.2016

Viðskiptablaðið spyr í skoðanakönnun hvor Píratanna nýtur meira fylgis til að verða forsætisráðherra, Birgitta Jónsdóttir eða Helgi Hrafn Gunnarsson. Niðurstaðan er sú að Helgi nýtur talsvert meir hylli. 29 prósent eru jákvæð gagnvart honum sem forsætisráðherra, en 18 prósent Birgittu. Á umræðusvæði Pírata má sjá að menn eru undrandi yfir þessu, þar túka margir skoðanakönnunina Lesa meira

Rússland í dag

Rússland í dag

Eyjan
16.06.2016

Datt í það í gær á hótelherbergi að horfa aðeins á Russia Today sem er einhver sérkennilegasta sjónvarpsstöð í víðri veröld – hún sendir út algjörlega blygðunarlausan áróður fyrir stjórn Pútíns en flytur þess á milli fréttir um hvað allt er í kalda koli á Vesturlöndum. Rétt eins og fjölmiðlar á Sovéttímanum. Ég kynntist því Lesa meira

Að tapa fyrir smælingjum

Að tapa fyrir smælingjum

Eyjan
14.06.2016

Ég held ég hafi horft á öll stórmót í fótbolta síðan um aldamótin í Grikklandi. Það er mjög þægilegt, sjónvörp undir berum himni í kvöldkyrrðinni. Við Grikklandsvinir gleymum því seint þegar Grikkir urðu Evrópumeistarar 2004. Þá voru þeir smælingjarnir, en þessi leikmaður hérna skældi hástöfum eftir að Portúgal tapaði úrslitaleiknum á móti þeim.  

Mest lesið

Ekki missa af