fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

Silfuregils

Pírataprófkjörin

Pírataprófkjörin

Eyjan
20.07.2016

Ég nefndi það í gær að ekki væru aðgengilegar samanteknar upplýsingar um hverjir byðu sig fram í prófkjörum hjá Pírötum. En nú hefur verið gerð bragarbót á þessu. Hér er vefurinn piratar.is og þar eru ýmsar upplýsingar um prófkjörin hjá Pírötunum. Þarna er að finna upplýsingar um þá Pírata sem sækjast eftir sæti í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur Lesa meira

Stórhugur í náðhúsmálum

Stórhugur í náðhúsmálum

Eyjan
19.07.2016

Í fréttum má sjá að Reykjavíkurborg hyggist leggja hálfan milljarð í byggingu nýrra salerna fyrir ferðamenn. Ekki eru allir jafn sáttir með þetta, borgarfulltrúinn Hildur Sverrisdóttir telur hættu á að ef tillögurnar nái fram að ganga verði hér „almenningsklósett með nánast tíu metra millibili“. Hildur nefnir meðal annars að nær væri að byggja almenningssalerni neðanjarðar Lesa meira

Ekki á vísan að róa með Viðreisn

Ekki á vísan að róa með Viðreisn

Eyjan
18.07.2016

Það er talað um alls kyns fólk sem á að vera á leiðinni í framboð fyrir Viðreisn. Höllu Tómasdóttur, Pál Magnússon, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, jafnvel Össur Skarphéðinsson – sem er fyrrverandi formaður annars stjórnmálaflokks, Samfylkingarinnar. Satt að segja eru þessar vangaveltur ekki sérlega trúverðugar. Það er allsendis óvíst hvernig Viðreisn reiðir af þegar til kosninga kemur, Lesa meira

Skipt um piss

Skipt um piss

Eyjan
18.07.2016

Eins og staðan er bendir flest til þess að rússneskum íþróttamönnum verði beinlínis meinað að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast innan fárra vikna, nema þeir sem geta sannað að þeir hafi ekki notað lyf og eru til í að fara á leikana og keppa undir Ólympíufánanum. Það er ekki vel séð í Rússlandi. Lesa meira

Sumarnæturfegurð og Pokémonar

Sumarnæturfegurð og Pokémonar

Eyjan
16.07.2016

Misheppnað valdarán gegn hinum ömurlega Erdogan í Tyrklandi. Blóðbað í hinni fögru Nice við Miðjarðarhafið. Trump og Boris. Maður fær kvíðahnút í magann þegar maður opnar tölvu þessa dagana. Göngutúr við Tjörnina í Reykjavík er góður á bjartri sumarnótt. Fegurri reit í borginni er vart að finna. Sigurveig tók þessa mynd klukkan hálf tólf í Lesa meira

Valdaránstilraun í Tyrklandi

Valdaránstilraun í Tyrklandi

Eyjan
15.07.2016

Það berast dramatískar fréttir um tilraun til valdaráns í Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur löngum verið veraldlegur, hann hefur fylgt hugmyndum Ataturks, svonefnds föður tyrkneskum þjóðarinnar, um að Tyrkland tilheyri Evrópu og skuli laga sig að evrópskum siðum. Þetta er í andstöðu við hugmyndir Erdogans forseta sem kemur úr íslömskum stjórnmálaflokki, ekki þó mjög róttækum. Kúgun Lesa meira

Salek er ónýtt

Salek er ónýtt

Eyjan
15.07.2016

Úrskurðir Kjararáðs drepur hið svokallaða Salek samkomulag – og kannski hefur farið fé betra. Hvers vegna í ósköpunum ættu almennir launamenn að láta sér detta í hug að fara eftir því þegar horft er upp á stórfelldar hækkanir ákveðinna hópa – og sumir falla reyndar ekki undir Kjararáð. Það er til dæmis mjög áberandi í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af