fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

Silfuregils

Sirkuslistamaðurinn sem reisti glæsihótel við Austurvöll

Sirkuslistamaðurinn sem reisti glæsihótel við Austurvöll

Eyjan
08.09.2016

Hér er stikla úr Steinsteypuöld kvöldsins. Við byrjum á Hótel Borg, glæsihótelinu sem var reist við Austurvöll vegna Alþingishátíðarinnar 1930. Arkitektinn var Guðjón Samúelsson, þetta var að undirlagi Jónasar frá Hriflu,  en eigandinn var glímukappinn Jóhannes Jósefsson sem hafði komist í álnir í Ameríku, meðal annars í sýningum hjá sirkusi Barnums. Klukkan 20.10 á RÚV. Lesa meira

Stærsti klofningur í sögu Sjálfstæðisflokksins

Stærsti klofningur í sögu Sjálfstæðisflokksins

Eyjan
07.09.2016

Nú er endanlega staðfest að Viðreisn er nánast hreinræktað klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki. Flestir frambjóðendur sem hafa verið tilkynntir hingað til hafa starfað í Sjálfstæðisflokknum á einhverju tímabili eða stutt hann – en liðsmennirnir tveir sem bætast við í dag eru hvorki meira né minna en fyrrverandi formaður flokksins og fyrrverandi varaformaður. Þorsteinn Pálsson ætlar reyndar Lesa meira

Ýfingar milli Pírata og Samfylkingar

Ýfingar milli Pírata og Samfylkingar

Eyjan
07.09.2016

Það virðist heldur grunnt á því góða milli Pírata og Samfylkingar. Birgitta Jónsdóttir sakar forystumenn Samfylkingar um „árásir“. Það eru náttúrlega prófkjör þessa dagana, hið furðulega misheppnaða Pírataprófkjör í Norðvesturkjördæmi og svo eru prófkjör framundan hjá Samfykingunni í Reykjavík og Kraganum. Menn eru á nálum – en það hefur stundum sagt að þeir sem eru Lesa meira

Gamla Hringbrautin og þar í kring

Gamla Hringbrautin og þar í kring

Eyjan
06.09.2016

Hér eru þrjár ljósmyndir sem eiga það sameiginlegt að sýna allar götuna sem eitt sinn nefndist Hringbraut. Hringbrautin var nefnilega, líkt og nafnið gefur til kynna, hugsuð sem hringvegur kringum byggðina í Reykjavík. En svo fór hún að færast út fyrir Hringbrautina, það gerðist strax í kringum stríð, og hugmyndin varð úrelt. Hringbrautin skiptist þá Lesa meira

Harður, harðari, linastur

Harður, harðari, linastur

Eyjan
06.09.2016

Það er sérstakt þegar átök innan Framsóknarflokksins eru farin að snúast um hver er linur og hver er harður í flugvallarmálinu. Nú er það flokksformaðurinn sjálfur sem er ásakaður um linkind af þingmanni úr sama kjördæmi og hann, kjördæminu þar sem flugvallarmálið vekur heitastar tilfinningar. Slíkt þykir algjör goðgá núorðið innan Framsóknar. Höskuldur má eiga Lesa meira

Brian í Hörpu

Brian í Hörpu

Eyjan
06.09.2016

Í stórmerkilegri heimildarmynd sem nefnist The Wrecking Crew, segir frá hópi hljóðfæraleikara í Kaliforníu sem spiluðu með mörgum af helstu popp- og rokkstjörnum á árunum í kringum og upp úr 1960. Margar hljómsveitir sem voru vinsælar á þeim tíma kunnu lítið á hljóðfæri, og þegar farið var í stúdíó til að hjóðrita voru fengnir atvinnumenn Lesa meira

Alþjóðleg meinsemd

Alþjóðleg meinsemd

Eyjan
05.09.2016

Skattasniðganga alþjóðlegra stórfyrirtækja er stórkostlegt mein í efnahagslífi heimsins. Hér á Íslandi birtist hún í því að álfyrirtæki greiða ekki tekjuskatt vegna þess sem er kallað þunn eiginfjármögnun, þau eru alltaf í skuld við móðurfélag sem er staðsett í skattaskjóli. Og eftir því sem manni skilst eru ákvæði í samningum við álfyrirtæki sem gera það Lesa meira

Næturvörðurinn, vopnaiðnaðurinn og hin himinhrópandi hræsni

Næturvörðurinn, vopnaiðnaðurinn og hin himinhrópandi hræsni

Eyjan
05.09.2016

Sjónvarpið sýnir þessa dagana þáttaröðina The Night Manager sem er byggð á sögu eftir John Le Carré. Í seinni tíð hefur Le Carré legið mikið á hjarta í bókum sínum, hann er orðinn gagnrýnni og jafnvel róttækari með árunum. Í The Constant Gardener fjallaði hann um skuggahliðar lyfjaiðnaðarins, í Our Kind of Traitor skrifaði hann Lesa meira

Uberheimurinn – alþjóðleg aðför að einkabílnum

Uberheimurinn – alþjóðleg aðför að einkabílnum

Eyjan
04.09.2016

Samgöngubylting er í burðarliðnum, segir í leiðara nýjasta heftis tímaritsins The Economist. Þetta mun breyta daglegu lífi, valda ummyndun á borgun og um leið fækka slysum í umferðinni og minnka mengun verulega. Þessi bylting felst í sjálfkeyrandi bílum sem er hægt að kalla til á stuttum tíma með snjallsímum. Economist nefnir sérstaklega Uber, fyrirtæki sem Lesa meira

Lögfræðingar og Sjálfstæðisflokkurinn

Lögfræðingar og Sjálfstæðisflokkurinn

Eyjan
04.09.2016

Það er svosem ekki nýtt að offramboð hafi verið á lögfræðingum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Leiðin var svona hjá mörgum: Þeir fóru í MR, Heimdall, í lögfræðina, aðeins í stúdentapólitíkina og svo á lista hjá flokknum. Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson, Auður Auðuns, Gunnar Thoroddsen, Ragnhildur Helgadóttir Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson, Davíð Oddsson, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af