Mozart og Tarantino ofmetnir?
EyjanÉg er ekki búinn að hlusta á þessa þætti, en þetta er dálítið djarft hjá frændum okkar Dönum – og oggulítið kvikindislegt líka. Þættirninir koma frá Danmarks Radio og fjalla um listamenn sem dagskrárgerðarmennirnir telja ofmetna. Í fyrsta þættinum segir píanóleikarinn Nikolaj Koppel frá því hvers vegna hann telur Mozart vera ofmetinn. Í örðum þætti Lesa meira
Gullströndin minnir á sig
EyjanVestur í bæ voru eitt sinn öskuhaugar Reykjavíkur. Borgarbúar sem eru komnir á efri ár muna eftir þessu. Rusli var hent þarna við borgarmörkin, þar sem nú er Eiðisgrandi. Þar var urmull af rottum, en svo mátt líka finna ýmislegt fémætt á öskuhaugunum. Það gerði Pétur Hoffmann Salómonsson, kynlegur karl sem setti svip á borgina. Lesa meira
Gleðilega páska – Kristur er upp risinn
EyjanGleðilega páska! Myndin er tekin á eyjunni Folegandros í Eyjahafinu gríska. Hún sýnir helstu kirkju eyjarinnar sem stendur efst við klettabrún. Kirkjan er kennd við Panagia, en það er eitt nafn guðsmóður í orþódox kristni, þýðir allra heilagasta. Og máninn úti við sjónarrönd. Óvíða er meiri tunglfengurð en í þessum heimshluta. Páskarnir í Grikklandi eru Lesa meira
Plokk dagsins – og bölvuð plastglösin
EyjanNei, ég er ekki plokkari – það er aðdáunarvert fólk sem stundar útivist með því að fara um og hirða upp rusl. En ég var að tína ruslið úr garðinum hjá mér í dag og á næstu dögum fer ég út fyrir hliðið og hirði upp rusl hér í kring. (Mig vantar eiginlega svona langa Lesa meira
Feilskot Spielbergs í tölvuheimum
EyjanNýjasta mynd Stevens Spielbergs heitir Ready Player One. Hún gerist að miklu leyti í tölvuheimum, semsé inni í tölvuleik. Það í sjálfu sér ætti að vera ávísun á leiðindi, því fátt er dauflegra en að horfa á annað fólk í tölvuleik. En forsenda myndarinnar er áhugaverð. Þetta er gerist eftir einhvers konar heimsslit, almenningur býr Lesa meira
Kapítalisminn var á undan Pírötum
EyjanUngir Píratar í uppreisnarhug ætla að halda skemmtun á morgun, föstudaginn langa – að manni sýnist í því skyni að storka reglum um helgidagafrið. Þeir virðast meira að segja telja að það sem þeir eru að gera sé stranglega bannað. En Píratarnir eru búnir að missa af þessum vagni. Kapítalisminn er löngu lagður af stað Lesa meira
Bæjarins verstu – rónalíf í Hafnarstræti
EyjanHér er innslag úr Kiljunni frá því fyrir viku sem ég er nokkuð ánægður með. Það fjallar um rónalífið í Reykjavík fyrr á árum og Hafnarstræti sem var miðstöð þess. Þá var talað um Hafnarstrætisróna, strætisróna og að fara í strætið. Orðið róni á einmitt upptök sín í Hafnarstræti, á búllu sem þar var og Lesa meira
Athvarf bernsku minnar og lengi síðar
EyjanBókabúð Máls & menningar var athvarf bernsku minnar, líkt og sagði um Austurstræti í kvæði Tómasar. Ég fór að koma þangað með föður mínum þegar ég smástrákur. Stundum var ég óþolinmóður þegar hann lenti í löngum samræðum við fólk í búðinni. Magnús Torfi Ólafsson seldi þá erlendar bækur á efri hæðinni og var afskaplega óljúgfróður Lesa meira
Geðþekkur augnlæknir
EyjanHann er margvíslegur lággróðurinn á alnetinu og margt gert til að villa um fyrir fólki og rugla umræðuna. Hér er til dæmis vefsvæði á Facebook sem nefnist Stríðið í Miðausturlöndum. Á þriðja þúsund manns fylgist með þessu og sumir gera það örugglega í góðri trú. Ég sé að 84 Facebook- vinir mínir eru í hópnum Lesa meira
Rússland, Tyrkland og hræsnin í alþjóðapólitíkinni
EyjanAlþjóðapólitík hefur alltaf verið hræsnisfull og einkennst af tvískinnungi. Það hafa komið fram stjórnmálamenn sem hafa reynt að reka siðlega utanríkisstefnu, en yfirleitt hefur þeim mistekist hrapallega. Frægastur var Jimmy Carter sem boðaði bætt siðferði eftir Nixontímann, þar sem hinn útsmogni Henry Kissinger hafði stjórnað utanríkisstefnunni. Kissinger skrifaði bækur um að utanríkisstefna þyrfti að byggjast Lesa meira