fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Silfuregils

Kosningar þróast í einkennilega átt

Kosningar þróast í einkennilega átt

Eyjan
06.10.2016

Kosningarnar hafa undanfarnar vikur snúist nær eingöngu um Framsóknarflokkinn. Við erum ennþá að upplifa eftirhreytur þess. Fjölmiðlarnir geta ekki haft augun af Framsókn. Á meðan hefur kosningabaráttan virkað ansi ruglingsleg, nú þegar mesta Framsóknarfárinu lýkur er eins og menn viti ekki almennilega hvað þeir eigi að tala um. En það er farinn í gang hreyfing Lesa meira

„Vinir þínir sem munu drepa þig eftir byltinguna“

„Vinir þínir sem munu drepa þig eftir byltinguna“

Eyjan
05.10.2016

Vinsæl kosningapróf og niðurstöður þeirra ganga manna meðal á netinu. Það ber auðvitað að gjalda varhug við svona prófum – þau eru vart annað en samkvæmisleikur. Maður þarf allavega að skoða vel breyturnar í þeim, hvað það er sem veldur því að svarandi lendir á ákveðnum stað en ekki öðrum. Margar spurningarnar útheimta líka flóknari Lesa meira

Bókavertíð hefst í Kiljunni

Bókavertíð hefst í Kiljunni

Eyjan
04.10.2016

Það er af ótalmörgu skemmtilegu af taka í fyrstu Kilju haustsins sem er á dagskrá RÚV á miðvikudagskvöld, ekki laust við að maður hlakki til að takast á við staflann. Við skoðum óborgalegu bók Forystufé eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp, verk sem má kalla ástaróð til íslensku sauðkindarinnar. Hún er nú endurútgefin í veglegri útgáfu Lesa meira

Þorsteinn: Mikið ber í milli Viðreisnar og stjórnarflokkanna

Þorsteinn: Mikið ber í milli Viðreisnar og stjórnarflokkanna

Eyjan
04.10.2016

Í gær birti ég pistil þar sem ég gerði því skóna að líklegasta stjórnarmynstrið eftir kosningar væri Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Viðreisn. Af þessu spruttu miklar umræður á netinu. Meðal þeirra sem gerðu athugasemd var Þorsteinn Víglundsson, sem skipar efsta sætið á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann tekur nokkuð sterkt til orða varðandi samstarf við Lesa meira

Líklegasta ríkisstjórnin, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Viðreisn

Líklegasta ríkisstjórnin, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Viðreisn

Eyjan
03.10.2016

Ýmsir hafa látið sig dreyma um að eftir kosningar tæki við ríkisstjórn sem væri mynduð af Pírötum og stjórnarandstöðuflokkum og myndi hefja róttæka uppstokkun í íslensku samfélagi. En satt að segja er þetta ekkert sérlega líklegt. Það er mjög sennilegt að það verði Viðreisn sem ráði miklu um það eftir kosningar hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Lesa meira

„Okkar kynslóð ætlar að byrja á að byggja aftur falleg hús“

„Okkar kynslóð ætlar að byrja á að byggja aftur falleg hús“

Eyjan
03.10.2016

Ég er afar kátur með viðtökurnar sem Steinsteypuöldin hefur fengið, hef varla upplifað annað eins. Hér á vef RÚV er hægt að horfa á 4. þáttinn sem var sýndur síðastliðið fimmtudagskvöld. Hann fjallar um árin kringum 1960. Mér hafa borist alls kyns orðsendingar vegna þáttana, ég hef heyrt að þeir séu mikið ræddir og að Lesa meira

Viðbrögð Vigdísar og áhyggjur Vinstri grænna

Viðbrögð Vigdísar og áhyggjur Vinstri grænna

Eyjan
02.10.2016

Þetta eru viðbrögð Vigdísar Hauksdóttur við falli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr formannsstóli. Nokkuð nýstárleg túlkun á Litlu gulu hænunni.     Maður hefur séð ýmisleg viðbrögð við úrslitunum, fremur jákvæð en hitt, en við dálítið annan tón kveður hjá Vinstri grænum í kvöld. Þeir hafa áhyggjur af því að með Sigurð Inga Jóhannsson í formannssætinu Lesa meira

Edda Heiðrún – Önnur sjónarmið

Edda Heiðrún – Önnur sjónarmið

Eyjan
02.10.2016

Edda Heiðrún Backman er látin. Það eru sorgleg tíðindi á þessum haustdegi. Hún stríddi við skelfileg veikindi, en bar þau af þvílíkri reisn að maður gat ekki annað en orðið snortinn. Edda var frábær leikkona og listamaður – maður á minningar um hana þegar hún var í blóma lífsins, full af krafti og listrænum gáfum. Lesa meira

Sigurviss Sigmundur tapaði

Sigurviss Sigmundur tapaði

Eyjan
02.10.2016

Það var orðin almenn skoðun að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndi sigra í formannsslagnum í Framsókn. Fréttir af flokksþinginu virtust benda til þess. Bæði Össur og Svanur voru búnir að spá honum sigri.  Niðurstaðan, afar naumur sigur Sigurðar Inga Jóhannssonar, kom á óvart. Einna mest hissa var Sigmundur Davíð sem gekk á dyr eftir að úrslitin Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af