fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Silfuregils

Hin ilmandi slóð á tíma Bruuns

Hin ilmandi slóð á tíma Bruuns

Eyjan
13.10.2016

Hér er dásamleg ljósmynd sem er að finna á vef Þjóðminjasafnsins danska og er úr safni Daniels Bruun. Hann var danskur liðsforingi sem kom hingað oft, en ferðaðist líka víða um heim, um Norður-Afríku og Austurlönd. Á Íslandi stundaði hann fornleifarannsóknir og safnaði upplýsingum um menningu Íslendinga sem hann skráði í bókina Fortidsminder og Nutidshjem paa Lesa meira

Hinn ástsæli Halldór Pétursson – og síðasti eftirlifandinn af Dettifossi

Hinn ástsæli Halldór Pétursson – og síðasti eftirlifandinn af Dettifossi

Eyjan
12.10.2016

Þegar ég var að alast upp voru myndir eftir Halldór Pétursson allt í kring. Skopmyndir í blöðum, myndir af hestum á póstkortum, teikningar í námsbókum, myndirnar ógleymanlegu í Vísnabókinni og Skólaljóðunum. Það var einhver hlýja í myndum Halldórs sem höfðaði til barna. Skólabækurnar urðu einhvern veginn miklu betri vegna teikninga hans. Ég vissi það reyndar Lesa meira

Fjórflokkurinn aldrei minni – Píratar í þreifingum

Fjórflokkurinn aldrei minni – Píratar í þreifingum

Eyjan
10.10.2016

Samkvæmt skoðanakönnunum hefur fylgi fjórflokksins svokallaðs aldrei verið minna. Í skoðanakönnunum sem hafa birst undanfarið er hann ekki með nema 55 til 59 prósenta fylgi. En fjórflokkurinn hefur staðið af sér marga flokka sem hafa komið og farið. Nú ber hins vegar svo við að komir eru fram tveir nýir stjórnmálaflokkar sem eru hugsanlega með Lesa meira

Andrzej Wajda, einn af meisturum kvikmyndalistarinnar, 1926-2016

Andrzej Wajda, einn af meisturum kvikmyndalistarinnar, 1926-2016

Eyjan
10.10.2016

Þegar ég kom til Varsjár í fyrsta skipti 1986 gekk ég framhjá húsi sem pólskir vinir mínir sögðu að væri hús Andrzej Wajda. Ég bankaði ekki upp á en vottaði honum virðingu með smá hugleiðslu – barnungur sá ég í sjónvarpinu meistaraverk hans Kanal og Ösku og demanta. Sérstaklega greipti Kanal sig í barnsminnið, hún Lesa meira

Gildismat Trumps er allt í kringum okkur

Gildismat Trumps er allt í kringum okkur

Eyjan
09.10.2016

Einhver beittasti pistlahöfundur á Bretlandi, Nick Cohen, skrifar um skattamál Donalds Trump í Guardian. En Cohen setur þau í alþjóðlegt samhengi og tengir þau við stórfelld skattaundanskot stórfyrirtækja. Cohen nefnir að þrátt fyrir yfirlýsingar Trumps um að hann styðji bandaríska hermenn, lélegt ástand vega og brúa í Ameríku og milljónir Bandaríkjamanna sem þurfi á matarmiðum Lesa meira

Fagurfræðin í borgarskipulaginu

Fagurfræðin í borgarskipulaginu

Eyjan
09.10.2016

Hér er mynd sem sýnir stíl í byggingum á Íslandi á fyrstu árum þessarar aldar. Svona til samanburðar er sett inn gömul fjölbýlishúsabyggð frá Ítalíu sem stendur líka í hlíð. Það var lesandi síðunnar sem sendi þessar myndir.       Nýja Hafnartorgið rís mjög hratt upp úr jörðinni þessa dagana, stórhýsi í þessum kassa/gáma-stíl Lesa meira

Píratar með langmest fylgi meðal ungs fólks – en skilar það sér á kjörstað?

Píratar með langmest fylgi meðal ungs fólks – en skilar það sér á kjörstað?

Eyjan
08.10.2016

Í Morgunblaðinu í dag er ágæt úttekt á skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í blaðinu í gær. Meðal þess sem kemur fram er að líklegt er að fylgishlutfall fjórflokksins svokallaðs verði lægra en nokkru sinni fyrr. Þeir voru lengstum með yfir 90 prósenta fylgi, fóru niður í 75 prósent í síðustu kosingum, að þessu sinni gæti Lesa meira

Íþróttalýsingar og fyrsta persóna fleirtölu

Íþróttalýsingar og fyrsta persóna fleirtölu

Eyjan
07.10.2016

Mér finnst fótbolti mjög skemmtilegur. Horfi oft á hann. Verð fúll þegar liðið mitt á Íslandi tapar.  Held með sumum liðum í útlöndum, síður með öðrum. Tekst reyndar ekki að verða mjög heitur yfir því. Mér finnst íþróttafréttamenn frábærir, það er ekki öllum gefið að tala lengi í sjónvarp blaðlaust – íþróttafréttamenn verða oft framúrskarandi Lesa meira

Spítali sem skipulagsslys?

Spítali sem skipulagsslys?

Eyjan
06.10.2016

Bílaumferð er aftur að aukast í Reykjavík eftir samdrátt árin eftir hrun. Þetta er ekki í samræmi við loftslagsmarkmið Parísarsamkomulagsins né hugmyndir um gott borgarskipulag, afleiðingin er aukinn troðningur á umferðargötum. Umferðarteppur eru algengar á leiðinni inn í borgina og út úr henni, á Miklubraut og Bústaðavegi. Hinn stóraukni fjöldi ferðamanna bætir varla úr skák, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af