fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024

Silfuregils

Erlenda pressan mætt enn einu sinni

Erlenda pressan mætt enn einu sinni

Eyjan
28.10.2016

Það er makalaust að verða vitni að því hversu áhugi erlendra fjölmiðla á kosningunum er mikill. Nú er ekki eins og atburðir í þessu 330 þúsund manna samfélagi hafi heimssögulega þýðingu, en samt er heimspressan að fylgjast með. Sjálfur hef ég verið að svara fyrirspurnum frá nokkrum af þekktustu fjölmiðlum í heimi og ég veit Lesa meira

Eins og fólk sem hittist óvart á kaffihúsi

Eins og fólk sem hittist óvart á kaffihúsi

Eyjan
27.10.2016

Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið nú þegar  einn og hálfur sólarhringur er til kosninga, Ríkisstjórnin er kolfallin en Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína. Er hugsanlega að ná því fylgi miðað við aðra flokka að Guðni forseti getur ekki annað en afhent Bjarna Benediktssyni stjórnarmyndunarumboðið fyrstum. Tekið skal fram að þetta miðar við skoðanakönnun sem birtist á Lesa meira

Bergmálsherbergið á Facebook

Bergmálsherbergið á Facebook

Eyjan
27.10.2016

Hvernig verður skoðanamyndun þegar við fáum meirihlutann af fréttunum sem við lesum í gegnum samskiptamiðla, Facebook einkum og sérílagi? Maður hlýtur að velta þessu fyrir sér nú rétt fyrir kosningar þegar flokkar og stuðningsmenn þeirra dæla út áróðri í gegnum samskiptamiðlana. Fólk á náttúrlega sína, misjafnlega þröngu vinahópa á Facebook, og svo hafa líka áhrif Lesa meira

Hægri og vinstri vega salt

Hægri og vinstri vega salt

Eyjan
26.10.2016

Skoðanakannanir eru ruglingslegar þessa dagana – og í raun ábyrgðarhluti að staðhæfa mikið út frá þeim. Það kemur skoðanakönnun að morgni og hún sýnir eitt, svo kemur skoðanakönnun um hádegið og hún sýnir annað. Í fyrri skoðanakönnuninni sem birtist í dag er Sjálfstæðisflokkurinn nálægt kjörfylginu 2013 og þar er ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna vart möguleg, í þeirri Lesa meira

Hinar ofurvinsælu bækur Jeffs Kinney

Hinar ofurvinsælu bækur Jeffs Kinney

Eyjan
26.10.2016

Meðal gesta í Kiljunni í kvöld er mjög athyglisverður höfundur, einn mesti metsöluhöfundur sem nú er uppi. Hann heitir Jeff Kinney, er Bandaríkjamaður, bæði rithöfundur og skopmyndateiknari, en hermt er að bækur hans hafi selst í 165 milljónum eintaka – og sú tala fer ört hækkandi. Bókaflokkur Kinneys heitir Diary of a Wimpy Kid, það Lesa meira

Fer þessu ekki að ljúka?

Fer þessu ekki að ljúka?

Eyjan
26.10.2016

Því verður varla lýst með orðum hvað kosningar í Bandaríkjunum eru orðnar óskemmtilegar. Þeim mun gífuryrtari sem frambjóðendur eru, þeim mun meiri líkur eru á að þeir fái athygli. Það er skelfing að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar lepja upp hroðann og dreifa honum af áfergju. Hugsjónir blaðamennsku um gagnrýna hugsun og sjálfstæða dómgreind fá Lesa meira

Skilti og lukt

Skilti og lukt

Eyjan
25.10.2016

Ég setti þessa mynd hér á vefinn fyrir nokkru, hún sýnir lækinn í Reykjavík, sem Lækjargata heitir eftir, séðan með myndavél Daniels Bruun frá því kringum aldamótin 1900. Maður veltir fyrir sér sögu konunnar sem gengur þarna út á brúnna, á leið upp Bakarabrekkuna, barnsins sem er á undan henni og grípur í handriðið, en Lesa meira

Fjórum dögum fyrir kosningar

Fjórum dögum fyrir kosningar

Eyjan
24.10.2016

Í Guardian er sagt frá því að Ísland sé besti staður í heimi fyrir konur. Það er tilkynnt að sýndur verði sjónvarpsþáttur um þetta á ITV sjónvarpsstöðinni á þriðjudagskvöld. Á vef Business Insider má fræðast um að á Íslandi séu næstmest lífsgæði í veröldinni, á eftir Noregi. Bloomberg segir frá því að erlendir fjárfestar kunni Lesa meira

Ekki samkeppnishæf lífskjör

Ekki samkeppnishæf lífskjör

Eyjan
23.10.2016

Kosningabaráttan er farin að snúast mjög mikið um hvernig mynda eigi ríkisstjórn, hreyfingar á fylgi og hver vill vera með hverjum. Það verður að segjast eins og er að málefnin eru farin að falla dálítið í skuggann. Hinir svokölluðu stjórnmálaskýrendur eru dálítið slæmir með þetta – og ég sjálfsagt ekki barnanna bestur. Við höngum alltof Lesa meira

Að ná völdum, halda þeim en glutra þeim ekki niður

Að ná völdum, halda þeim en glutra þeim ekki niður

Eyjan
23.10.2016

Stóra fréttin þessa dagana eru samræður stjórnarandstöðuflokkana stjórnarmyndun. Þetta eru flokkarnir sem hafa setið saman á þingi undanfarið þrjú og hálft ár í andstöðu við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, svo að einhverju leyti hafa þeir þegar verið að vinna saman. Reyndar virðist þetta vera dálítið viðkvæmt mál, því maður sér að sumir stuðningsmenn þessara flokka Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af