fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Silfuregils

Á kjördegi í Bandaríkjunum

Á kjördegi í Bandaríkjunum

Eyjan
08.11.2016

Ég segi eins og er að fáar fréttir í seinni tíð hafa lagst verr í mig en sókn Donalds Trump eftir forsetaembætti í Bandaríkjunum og árangurinn sem hann hefur náð. Það er talið líklegra að hann tapi kosningunum – en maður bíður samt milli vonar og ótta. Skelfilegt er til þess að hugsa að lýðskrumari Lesa meira

Hvað er allt fólkið að gera?

Hvað er allt fólkið að gera?

Eyjan
07.11.2016

Mánudagur í nóvember. Það er rigning, ekkert skyggni, vindurinn blæs, mjög þungbúið. En miðbærinn er troðfullur af ferðamönnum. Það er fullt inni á öllum veitingahúsum, líka lélegu veitingahúsunum. Sumir túristarnir reyna að nota regnhlífar, en vita ekki að það er vonlaust á Íslandi. Við göngum úr Skipholti niður Brautarholtið yfir Hlemminn. Í hverfinu þarna í Lesa meira

Hvað á VG að gera?

Hvað á VG að gera?

Eyjan
07.11.2016

Sá á kvölina sem á völina. Þetta orðatiltæki á sannarlega við um Vinstri græn þessa dagana. Það virðist ljóst að Sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að mynda stjórn með VG. Reyndar eru ekki margir aðrir stjórnarmyndunarkostir í stöðunni – ekki fyrst bandalag Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vill ekki vinna með Framsóknarflokknum. Mörgum í VG þykir þetta Lesa meira

Kvöld og morgunn í Reykjavík

Kvöld og morgunn í Reykjavík

Eyjan
05.11.2016

„Því tíminn vill ei tengja sig við mig.“ Kvöld og morgunn í Reykjavík. Löng biðröð fyrir framan kleinuhringjastaðinn Krispy Kreme þegar hann opnar, fólk kemur strax um nóttina og bíður í ofvæni. Örtröð við opnun Hard Rock Café í Lækjargötu. Manngrúi safnast saman í hliðargötu við Laugaveg og út á aðalgötuna, fagnar því með trommuslætti Lesa meira

Frasinn um að skattar séu ofbeldi

Frasinn um að skattar séu ofbeldi

Eyjan
04.11.2016

Klisjan „skattar eru ofbeldi“ dúkkar upp á tveimur stöðum í dag. Annars vegar hjá nýjum þingmanni, Pawel Bartozsek, hins vegar hjá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS – gamla LÍÚ. Það er merkilegt að sjá þennan mjög svo Ayn Rand-lega frasa koma upp úr kafinu svo stuttu eftir kosningar – og kannski ekki síður að heyra talsmann stórra Lesa meira

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið-skýringin

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið-skýringin

Eyjan
04.11.2016

Það er mikið bollalagt um Samfylkinguna og skýringar á hruni hennar. Þær eru sjálfsagt margþættar, en ein skýring heyrist ekki sérlega mikið og er þó afar sennileg. Þetta eru hin stóru áform sem Samfylkingin lagði upp með í ríkisstjórninni 2009. Þetta er „í draumi sérhvers manns er fall hans falið“-skýringin. Aldrei hefur nein ríkisstjorn á Lesa meira

Stefnir í góð bókajól

Stefnir í góð bókajól

Eyjan
03.11.2016

Maður er hálf uggandi út af horfum í veröldinni, það er erfitt að horfa á fréttir þessa dagana – en þá getur maður líka leitað skjóls í hlutum sem veita manni frið og næringu. Bækur hafa alltaf virkað þannig á mig að ég hef ekki bara ánægju af því að lesa þær, er frekar fljótur Lesa meira

Er Alþýðuflokksins saknað?

Er Alþýðuflokksins saknað?

Eyjan
03.11.2016

Nú er uppgjörið í Samfylkingunni hafið, nýr formaður, Logi Einarsson fær varla mikinn frið. Ein hugmyndin ber sterkan keim af fortíðarþrá, hún er sú að endurvekja gamla Alþýðuflokkinn. Fréttatíminn tekur viðtal við Guðmund Árna Stefánsson, síðasta formann Alþýðuflokksins, sem segir að talsverð eftirspurn sé eftir þessu. Í lok greinarinnar stendur: Hópurinn stendur í þeirri trú Lesa meira

Forsetinn hirtir Kjararáð

Forsetinn hirtir Kjararáð

Eyjan
02.11.2016

Guðni Th. Jóhannesson forseti kýlir Kjararáð kalt með því að afþakka hina ríflegu launahækkun sem hún ákvað og lýsa vanþóknun á henni. Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Þetta eru feikilega sterk orð. Þegar forsetinn stígur svona fram er óhugsandi annað en að málið Lesa meira

Ef Ísland myndi lokast af…

Ef Ísland myndi lokast af…

Eyjan
01.11.2016

Fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir verður meðal gesta hjá mér í Kiljunni annað kvöld. Hún er að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Eyland, blöndu af spennusögu, pólitískri hrollvekju og vísindaskáldskap – sem minnir svolítið á Margaret Atwood  – en fjallar líka um matvælaöryggi. Það segi ég reyndar í gríni, en í því er Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af