fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Silfuregils

Sérkennileg þjóðsaga

Sérkennileg þjóðsaga

Eyjan
10.05.2012

Ein sérkennilegasta þjóðsaga á Íslandi er að Jóhannes kaupmaður sem eitt sinn var kenndur við Bónus hafi verið sérstakur vildarvinur alþýðu. Að hann hafi gert meira fyrir fólkið í landinu en hérumbil allir aðrir. Jóhannes rak Bónus og verðið var lágt miðað við annað á Íslandi – því verður ekki neitað. En staðreyndin er sú Lesa meira

Mitterrand og rósirnar

Mitterrand og rósirnar

Eyjan
08.05.2012

Stjórnmál snúast víða um leikræn tilþrif – og óvíða meir en í Frakklandi. Í gær skrifaði ég um kveðjuræðu Giscards d’Estaing forseta, þegar hann stóð upp úr stól og skildi eftir autt skrifborð. Við embættinu tók François Mitterrand og hann setti upp enn stærri sýningu. Hún var vandlega útfærð bæði fyrir myndavélar og áhorfendur. Mitterrand Lesa meira

Ógleymanleg kveðjuræða Giscards

Ógleymanleg kveðjuræða Giscards

Eyjan
07.05.2012

Það er ekki alveg rétt sem kom fram í Silfrinu í gær að François Hollande væri fyrstur til að fella sitjandi forseta í Frakklandi, því árið 1981 felldi François Mitterrand forsetann Valery Giscard d’Estaing. Giscard, eins og hann er yfirleitt kallaður, var einkennilega samsettur maður. Sumir myndu jafnvel kalla hann merkikerti. Hann er minniháttar aðalsmaður Lesa meira

Auðmenn á skítugum skóm

Auðmenn á skítugum skóm

Eyjan
05.05.2012

Skáldið og athafnamaðurinn Huang Nubo virðist ekki vera sérlega mikill dipómati. Maður hefur ekki heyrt mikið kvartað yfir áformum um að leigja honum land á Fjöllum til fjörutíu ára. En þá hellir hann olíu á eld með því að segjast vilja fá landið til níutíu og níu ára. Sem er mjög langur tími. Fyrir níutíu Lesa meira

Arftaki Sterling á hausinn

Arftaki Sterling á hausinn

Eyjan
03.05.2012

Flestir Íslendingar muna eftir lágfargjaldaflugfélaginu Sterling – sem varð aðalleikari í furðulegum viðskiptafléttum íslenskra útrásarvíkinga. Sterling fór svo á hausinn með brauki og bramli, það varð íslenskum viðskiptamönnum ekki til sérstaks álitsauka. Upp úr rústunum var stofnað flugfélagið Cimber Sterling sem hefur haldið uppi flugi vítt og breitt um Evrópu. En nú er það líka Lesa meira

Forsetakosningarnar og dreifing fylgisins

Forsetakosningarnar og dreifing fylgisins

Eyjan
02.05.2012

Það voru nánast viðtekin sannindi af eftir því sem fleiri frambjóðendur byðu sig fram í forsetakosningum, þeim mun tryggara væri endurkjör Ólafs Ragnars Grímssonar. Nú virðist þetta ekki endilega vera rétt. Þarna eru nefnilega líka frambjóðendur sem geta höggvið skörð í raðir fylgismanna Ólafs Ragnars – bæði Andrea Ólafsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson virðast líkleg Lesa meira

Rányrkja við Afríku

Rányrkja við Afríku

Eyjan
02.05.2012

DV er í dag með stórmerkilega úttekt á veiðum við strendur Afríku, rányrkju þar, og hlut Íslendinga í þessum umdeildu veiðum. Þetta er eitt af því sem bar á góma í viðtali sem ég tók við Oxfordprófessorinn og auðlindahagfræðinginn Paul Collier í vetur. Collier er höfundur gagnmerkra bóka eins og The Bottom Billion og The Lesa meira

Andrea veldur usla

Andrea veldur usla

Eyjan
01.05.2012

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi segist mundu vilja vera með 193 þúsund krónur á mánuði ef hún yrði forseti. Fólki á Íslandi hættir til að taka hlutina mjög bókstaflega, maður sér að víða á netinu er hneykslast yfir þessari staðhæfingu. Nú finnst mér líklegt að Andrea geri sér grein fyrir því að hún vinni seint kosningarnar, Lesa meira

Mogginn tekur afstöðu í forsetakosningum

Mogginn tekur afstöðu í forsetakosningum

Eyjan
30.04.2012

Jafn grímulaust pólítískt blað og Morgunblaðið hefur varla verið starfandi á Íslandi frá því löngu fyrir dauða flokksblaðanna. Meira að segja þau voru löngu hætt að uppnefna andstæðinga sína eins og Morgunblaðið gerir við þá sem ritstjórnin hefur ekki velþóknun á. Síðasta laugardagsblað var næsta einstakt í blaðamennsku seinni tíma, en þar var megninu af Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af