Möguleg ríkisstjórn?
EyjanÁsta Hafberg, sem er einn frumkvöðla að undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsetann að setja ríkisstjórnina af, segir að fólk komi að undirskriftasöfnuninni af mismunandi ástæðum – sumir telji að ekkert uppgjör hafi átt sér stað eftir hrun, aðrir séu ósáttir við skuldir heimilanna og svo séu þeir sem eru á móti niðurskurði ogskattahækkunum. Lesa meira
Brött túlkun á forsetaembættinu
EyjanMér sýnist Svanur Kristjánsson prófessor fara heldur villur vega í túlkun sinni á forsetaembættinu. Hann segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi tekið stærri ákvörðun en Ólafur Ragnar Grímsson nokkurn tíma þegar hún sleppti því að beita synjunarvaldi sínu vegna EES samingsins. Staðreyndin er sú að synjunarvaldinu hafði aldrei verið beitt – og Vigdís fylgdi þeirri línu Lesa meira
Þóra dregur í land
EyjanAðalmálið fyrir þessar forsetakosningar er beiting málskotsréttarins, frambjóðendur þurfa að skýra hvernig og hvort þeir ætla að nota þetta valdatæki forsetans. Það er ljóst að Ólafur Ragnar hefur virkjað það allrækilega – hann talar jafnvel um að synja kvótafrumvörpum samþykkis og setja þau þannig í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í grein sem Þóra Arnórsdóttir skrifaði Morgunblaðið í lok Lesa meira
Donna og Gibbbróðirinn
EyjanMeð stuttu millibili deyja Donna Summer og Robin Gibb. Og þá er tími til að gera játningu, á unglingsárum mínum þótti ekki sérlega fínt að hlusta á tónlistina sem kom frá dívunni Donnu og hinum skræku Bee Gees. Ég segi ekki að maður hafi hlustað á þetta í laumi, en þetta var tími pönksins og Lesa meira
Bruni hjá Eyþóri
EyjanSorgaratburður varð á Seyðisfirði um helgina. Krá bæjarins, Frú Lára, brann til kaldra kola. Þetta hefur verið staður þar sem bæjarbúar og ferðamenn hittast, ekki síst á sumrin þegar mikill fjöldi fólks á leið um Seyðisfjörð. Húsið er rúmlega hundrað ára gamalt og úr timbri – á Seyðisfirði er einhver fallegasta timburhúsabyggð á Íslandi. Eigandi Lesa meira
Facebook í frjálsu falli
EyjanÞað er ljóst að reynt var að blása upp bólu í kringum markaðsvirðið á Facebook. Þetta mistókst hrapallega – kaupendur hlutabréfa eru varir um sig. Þeir eru kannski ekki alveg búnir að gleyma tveimur sprungnum bólum á síðasta áratug. Það var meira að segja farið að reikna út gróða eigenda Facebook miðað við væntingarnar sem Lesa meira
Viðtalið við Pál Skúlason
EyjanÍ Silfri Egils í gær var viðtal við Pál Skúlason, prófessor í heimspeki, um forsetakosningar, forsetaembættið, tilgang þess og skilgreiningar á því í stjórnarskránni. Viðtalið má sjá með því að smella hérna.
Frábær fótboltamynd
EyjanÞetta er einhver skemmtilegasta fótboltamynd sem maður hefur séð. G-8 leiðtogarnir eru að horfa á úrslitaleik Chelsea og Bayern München í Meistaradeild Evrópu. David Cameron fagnar ákaft, Chelsea er sennilega að skora, Barack Obama brosir og virðist nokkuð ánægður, Angela Merkel er mjög þung á svip, en François Hollande lítur út eins og hann hafi Lesa meira
Hvað breyttist?
EyjanÍ kosningaauglýsingu frá því fyrir síðustu kosningar segir að Framsókn vilji nýja stjórnarskrá sem sé samin af sérstöku stjórnlagaþingi – í auglýsingunni segir að flokkurinn vilji lýðræðisumbætur. Nú standa nokkrir þingmenn flokksins í málþófi – þar sem allt önnur sjónarmið eru uppi. Hvað var það sem breyttist?
Þarf kannski ekki fleiri orð
EyjanÞað er spurning hvort endanlegur sannleikur um íslenska hrunið sé ekki sagður í teiknimyndasögunni Calvin and Hobbes sem birtist í gær. Þar er stefnt fram af hamrabrún í einhvers konar sæluvímu og sagt: „Lykillinn að hamingjunni eru heimskulegir eiginhagsmunir.“ Og svo: „Passaðu þig, við ætlum ekki að læra neitt af þessu!“