Hátt skráður Kanadadollar
EyjanUmhugsunarvert fyrir þá sem vilja taka upp Kanadadollar. Nú geisar umræða í Kanada um að dollarinn sé orðinn alltof sterkur. Sá sem hefur kveðið fastast að orði um þetta er Tom Mulcair, formaður NDP, sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðunni. Mulcair segir að olíuiðnaðurinn í vesturhluta Kanada keyri upp gengi dollarans – og að það Lesa meira
Evrukrísan og innistæðutryggingar
EyjanEvran riðar til falls – fjármagn sogast ekki bara burt frá Grikklandi heldur leitar það líka frá löndum eins og Spáni, Portúgal og Ítalíu í öruggara skjól í Norður-Evrópu. Ástandið er að verða þannig að hvert land er farið að hugsa meira um hagsmuni sína en Evrópu, þetta gæti snúist upp í einhvers konar viðskiptastríð Lesa meira
Að borga sig inn á náttúruundur
EyjanÍ gær fór ég í einn frægasta þjóðgarð í heimi, Banff þjóðgarðinn í Albertafylki í Kanada. Þetta er í Klettafjöllunum, náttúrufegurðin er einstök, fjöllin bera nafn með rentu, þau eru feikilega grýtt, barrskógur teygir sig langt upp í hlíðarnar, tindarnir eru snævi þaktir, inn á milli eru fjallavötn – ísa hefur enn ekki almennilega leyst Lesa meira
Framtíðartækifærin
EyjanÍ eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld var meðal annars rætt um framtíðartækifæri Íslands, þar var minnst á olíuvinnslu á Drekasvæðinu og siglingar um íshafið. Nú vil ég ekki vera maðurinn til að draga úr bjartsýni – það er gaman þegar örlar á henni á Alþingi – en það er ekki alveg víst að þessi tækifæri Lesa meira
Línur dregnar
EyjanÞað var athyglisvert að sjá hvaða leið Þóra Arnórsdóttir fór við opnun kosningamiðstöðvar sinnar í gær. Skoðanir hennar á forsetaembættinu hafa verið mjög á reiki, en þarna tók hún mjög íhaldssama afstöðu – hún stillti sér beinlínis upp við hlið Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Um leið segir hún að Ólafur Ragnar Grímsson sé ógn Lesa meira
Mogginn og fjórða ríkið
EyjanÞað er merkileg umræðan sem geisar um sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Þessi sérlega kurteisi maður hefur haldið nokkra kynningarfundi um Evrópusambandið – hver sem er getur komið á þessa fundi, líka andstæðingar ESB og lagt fyrir sendiherrann erfiðar spurningar – já, alveg níðþungar ef út í það er farið. Það þarf kannski ekki að minna Lesa meira
Upprifjun frá 2004
EyjanÞað eru breyttir tímar í kringum forsetaembættið. 2004 var árið þegar Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, samt var ekki haldin nein þjóðaratkvæðagreiðsla, en þáverandi forsætisráðherra lagði sig í líma við að bjóða forsetanum ekki í hátíðarhöld vegna afmæli heimastjórnarinnar. 2004 hélt þáverandi forseti Alþingis, Halldór Blöndal, líka þrumuræðu þar sem hann skammaði Lesa meira
Misræmi milli skoðanakannana
EyjanSkoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem Ólafur Ragnar er kominn með hraustlegt forskot á Þóru Arnórsdóttur vekur athygli, hún stangast nokkuð á við kannanir sem hafa verið gerðar að undanförnu. Þetta hlýtur að leiða til þess að menn skoði betur aðferðafræðina bak við skoðanakannanir – það er eiginlega skylda fjölmiðla að skýra þær betur út þegar svona Lesa meira
Augljóslega rangt
EyjanLesandi síðunnar sendi þetta bréf í framhaldi af grein Svans Kristjánssonar þar sem því er haldið fram að allir forsetar Íslands hafi tekið afdrifaríkari ákvarðanir en Ólafur Ragnar Grímsson. — — — Þú værir kannski tilbúinn að birta fyrir mig þessa áskorun til Svans Kristjánssonar um lítilvæga leiðréttingu. Hann hélt altso þeirri áhugaverðu skoðun fram Lesa meira
Eygló: Þingræði
EyjanÉg hef áður sagt að þingið myndi snúast til varnar ef forseti sýndi tilburði í þá átt að setja ríkisstjórn af, eins og sumir segja að stjórnarskráin heimili honum. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svarar áskorun þessa efnis nokkurn veginn á þann hátt sem ég hefði búist við í bréfi sem hún birtir á heimasíðu sinni. Lesa meira