fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Silfuregils

Friðrik Jónsson: Hundrað prósent

Friðrik Jónsson: Hundrað prósent

Eyjan
11.06.2012

Friðrik Jónsson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, skrifar um Sparisjóð Keflavíkur og minnir á tvö lykilatriði í málinu, annars vegar að Sparisjóðurinn var illa rekinn og hitt að málið á rót sína að rekja til þeirrar í hæsta máta vafasömu ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands að ábyrgjast innistæður í bönkum upp í topp, semsagt 100 prósent. Friðrik skrifar: „Þeirri Lesa meira

Dairy Queen

Dairy Queen

Eyjan
10.06.2012

Ennþá besti mjólkurísinn – fæst í Norður-Ameríku, en leið undir lok á Íslandi fyrir margt löngu.

Að rétta yfir stjórnmálamönnum

Að rétta yfir stjórnmálamönnum

Eyjan
10.06.2012

Það mátti svo sem búast við því að landsdómi væri veifað í tíma og ótíma eftir réttarhöldin yfir Geir Haarde. Sú málsmeðferð öll sýndi að það er afar vandasamt að draga stjórnmálamenn fyrir dóm vegna aðgerðaleysis eða lélegra ákvarðana – þar sem er vandséð að glæpsamlegur ásetningur búi að baki. Niðurstaðan úr dómsmálinu gegn Geir Lesa meira

Ritskoðuð hegðun mörgæsa

Ritskoðuð hegðun mörgæsa

Eyjan
09.06.2012

Guardian segir frá grófri kynlífshegðun mörgæsa sem var uppgötvuð í leiðangri Scotts til Suðurpólsins 1911. Þetta þótti svo hneykslanlegt að rannsóknargögnin voru ekki birt – vísindamaðurinn George Murray Levick skrifaði skýrslur sínar á grísku svo engir aðrir en lærðir menn gætu lesið. Ungar karlmörgæsir áttu það til að halda sig í hópum þar sem þeir Lesa meira

Vald hagsmunaaðila

Vald hagsmunaaðila

Eyjan
08.06.2012

Það er ekki einkamál öflugustu hagsmunasamtaka í landinu hvernig þau beita valdi sínu, heldur tengist það einfaldlega því hvernig við ætlum að haga lýðræðinu í landinu. Það er eitt hlutverk lýðræðislega kjörinna stjórnvalda að halda vissri fjarlægð frá hagsmunahópum og lobbýisma þeirra. Ég er nýkominn frá Kanada. Þar er umræða um völd hins ört vaxandi Lesa meira

Dómur sem sætir tíðindum

Dómur sem sætir tíðindum

Eyjan
08.06.2012

Í gær var dagur stórra frétta. Kannski var stærsta fréttin dómur Hæstaréttar í Exetermálinu. Það sætir miklum tíðindum að Hæstiréttur komist að svo gjörólíkri niðurstöðu en Héraðsdómur. Héraðsdómur sýknaði á mjög einkennilegri forsendu, að vissulega hefðu sakborningarnir brotið reglur sparisjóðsins Byrs en að það hefði ekki verið „ásetningur“ þeirra. Þess má geta að dómari í Lesa meira

Loftlaust og staglkennt

Loftlaust og staglkennt

Eyjan
07.06.2012

Það er ljóst eftir sjónvarpsumræður kvöldsins að forsetakosningarnar snúast fyrst og fremst um að vera með eða á móti Ólafi Ragnari Grímssyni. Það er eiginlega synd – því okkur hefði ekki veitt af því að fá aðeins áhugaverðari kosningar. Þarna spilar inn í að allir mótframbjóðendur forsetans virðast frekar veikir. Það hefði verið gott að Lesa meira

Fullir

Fullir

Eyjan
07.06.2012

Þingmaður er skensaður fyrir að halda því fram að annar þingmaður sé fullur. En ef þingmenn eru ekki fullir, þá hegða þeir sér eins og þeir séu fullir. Sem er eiginlega verra.

Halldór með þetta

Halldór með þetta

Eyjan
07.06.2012

Halldór Baldursson fangar margt skemmtilegt í skopmyndum sínum, eins og til dæmis það að útgerðarmaður sem hefur fengið stóra niðurfellingu skulda og býr í dýrasta einbýlishúsi í 101 skuli standa í því að uppnefna fólk í sama hverfi (þar sem nota bene er stærsta fiskihöfn Íslands).

Forsetar með lítið fylgi

Forsetar með lítið fylgi

Eyjan
07.06.2012

Ég ætla að játa að ég er einn þeirra Íslendinga sem hafa alltaf haft rangt fyrir sér í forsetakosningum, þ.e. ég hef kosið einhvern annan en þann sem varð fyrir kjöri. Það er dálítið skrítið að heyra að hér áður fyrr hafi verið ógurleg eindrægni um embættið. Tölur segja í raun aðra sögu. Í kosningunum Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af