fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Silfuregils

Leon Russell – A Song for You

Leon Russell – A Song for You

Eyjan
15.11.2016

Þetta er flott lag með Leon Russell. A Song for You. Hann er látinn 74 ára. Mín kynslóð sá hann fyrst á Bangla Desh tónleikum Georges Harrison. Þar var hann í stóru hlutverki. Var svo giska vinsæll um tíma. Það voru allavega tvær plötur með honum sem voru til í ýmsum plötusöfnum upp úr 1970. Lesa meira

Pyttirnir á internetinu

Pyttirnir á internetinu

Eyjan
14.11.2016

Í hillingum sáu menn framtíð þar sem internetinu fylgdi gríðarleg lýðæðisvæðing, efling upplýstrar umræðu, aðgengi að upplýsingum, opna stjórnsýslu, jafnvel stöðugar atkvæðagreiðslur um mikilvæg mál á netinu. En þetta er að þóast í nokkuð aðra átt. Internetið fleytir áfram alls kyns upplýsingum, flaumurinn er óskaplegur, og það þarf dómgreind til að vinsa úr. Fordómar og Lesa meira

Bjarni heldur spilunum þétt að sér

Bjarni heldur spilunum þétt að sér

Eyjan
13.11.2016

Það er nokkuð athyglisvert að fylgjast með því hvernig Bjarni Benediktsson heldur utan um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Hann hefur haldið fundi í fjármálaráðuneytinu og í Ráðherrabústaðnum – það eru tveir hásalir valdsins og kannski ekki alveg comme il faut – en nú mun hann vera farinn með teymi sitt, Viðreisn og Bjarta framtíð upp í sveit að Lesa meira

Þegar ég sá Palla Steingríms fyrst

Þegar ég sá Palla Steingríms fyrst

Eyjan
12.11.2016

Ég á minningu um Pál Steingrímsson sem mér er kær. Þessi mikli kappi, kvikmyndagerðarmaður og ferðalangur er látinn, 86 ára að aldri. Þetta var í höfninni í Vestmannaeyjum sumarið 1974. Ég var strákur að vinna þar í fiski. Einn daginn var ég staddur úti á bryggju á góðviðrisdegi. Þar kemur gúmmíbátur að. Upp úr honum Lesa meira

Óttarr undir þýstingi

Óttarr undir þýstingi

Eyjan
12.11.2016

Víða á netinu má sjá gagnrýni á Óttarr Proppé fyrir að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki – og allt upp í óbótaskammir. Það þarf líklega nokkuð sterk bein til að þola þetta, en á það má benda að í tveimur af stærstu sveitarfélögum landsins, Hafnarfirði og Kópavogi, er Björt framtíð í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Einn Lesa meira

Óvænt vending

Óvænt vending

Eyjan
11.11.2016

Á morgun eru liðnar tvær vikur frá kosningum. Þessi tími hefur farið í þreifingar, aðallega frá hendi Bjarna Benediktssonar sem hefur stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Íslands. Það kemur að sönnu nokkuð á óvart eftir margra daga tíðindaleysi þegar hann tilkynnir að nú ætli hann að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður með Viðreisn og Bjartri framtíð. Flestir bjuggust við Lesa meira

Takk fyrir samfylgdina LC

Takk fyrir samfylgdina LC

Eyjan
11.11.2016

Ég kynntist tónlist Leonards Cohens fyrst í herbergjum unglingsstúlkna sem ég þekkti, það voru körfustólar, reykelsi, tekrúsir – stundum var reykt hass. Mér fannst eitthvað pínu óþolandi við hann þá. Held samt að það hafi mestanpart verið stælar. Textarnir voru skringilega innilegir eins og röddin – ég átti ekki auðvelt með að þíðast þetta. En Lesa meira

Ótíðindi úr vestri

Ótíðindi úr vestri

Eyjan
09.11.2016

Bandaríkin taka óskaplega langan tíma til að velja sér forseta, má segja að hálft kjörtímabil sé lagt undir ferlið. Maður skyldi halda að þetta stuðlaði að því að valið yrði afar vandað, en því fer fjarri. Sýndarmennska og skrípalæti einkenna ferilið. Nú er sagt að við lifum á tíma post fact stjórnmála, þar sem staðreyndir Lesa meira

Ingibjörg Haraldsdóttir 1942-2016

Ingibjörg Haraldsdóttir 1942-2016

Eyjan
08.11.2016

Eftir Ingibjörgu Haraldsdóttir, sem nú er látin, 74 ára að aldri, liggur stórbrotið ævistarf. Hún menntaði sig í kvikmyndagerð í Moskvu, starfaði á Kúbu, en aðalvettvangur hennar var bókmenntirnar. Ingibjörg var eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. Hún fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2002 fyrir ljóðabókina Hvar sem ég verð. Hin hliðin á ritstörfum Ingibjargar voru þýðingar. Framlag hennar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af