fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Silfuregils

Á þingið að biðja Geir afsökunar?

Á þingið að biðja Geir afsökunar?

Eyjan
06.04.2018

Það fer ekki framhjá neinum sem fylgist með stjórnmálum um þessar mundir hversu mikill samhljómur er á milli Miðflokksins, Flokks fólksins og ákveðinna afla innan Sjálfstæðisflokksins. Þarna er fólk sem líklega hefði unað sér vel saman í ríkisstjórn. Manni virðist líka að í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík sé einboðið að þessir flokkar vinni saman – skipi Lesa meira

Millistéttarkarl að tína rusl

Millistéttarkarl að tína rusl

Eyjan
06.04.2018

Einar Bárðarson sendi mér þessa stöng. Ég veit reyndar ekki alveg hvað á að kalla þetta – er það ruslatína? Líklega er það í framhaldi af pistli sem ég skrifaði um hreinsunaraðgerðir helgarinnar. Ég kann Einari góðar þakkir fyrir, stöngin kemur ábyggilega í góðar þarfir.     En ég hef samt smá áhyggjur af því Lesa meira

Birgitta fer í fússi

Birgitta fer í fússi

Eyjan
05.04.2018

Sá glöggi maður Guðmundur Rúnar Svansson skrifar: Það var auðvitað ákveðið stílbrot á ferilskrá Birgittu að hún skyldi ekki hafa verið hætt í þessum flokki eins og öllum hinum sem hún var í. Annars er þetta ástæðan fyrir því að stjórnmálaflokkar reyna iðulega eins og þeir geta að koma forystumönnum sem hætta í góðar stöður. Lesa meira

Pútín: Heilbrigð sál í hraustum líkama

Pútín: Heilbrigð sál í hraustum líkama

Eyjan
05.04.2018

Um daginn setti ég hérna inn lítinn pistil þar sem ég benti á grein þar sem Bashir al-Assad Sýrlandsforseti var kallaður „geðþekkur augnlæknir“. Ég tek fram að þetta var ekki í gríni heldur í fúlustu alvöru. Úr ekki alveg ólíkri átt kemur grein sem Haukur Hauksson skrifar í Morgunblaðið í dag, „lýðræðislegasta fjölmiðil“ Íslands, líkt Lesa meira

Gölluð bygging og gríðarleg bílastæðafjöld

Gölluð bygging og gríðarleg bílastæðafjöld

Eyjan
05.04.2018

Nú heyrir maður að ríkisstjórnin ætli loks að ráðast í framkvæmdir við Hús íslenskra fræða vestur á Melum – eða Holu íslenskra fræða eins og það hefur verið kallað. Gísli Marteinn Baldursson skrifar harða ádrepu um bygginguna undir fyrirsögninni Hús íslenskra bílastæða. Hann segir að húsið sé meingallað, það kallist ekki á við byggðina í Lesa meira

Hví ekki 28. janúar?

Hví ekki 28. janúar?

Eyjan
04.04.2018

Miðflokkurinn er fullur af þjóðlegheitum. Hann leggur til, og þykir það brýnt mál, að íslenski fáninn sé við hún á Alþingishúsinu, Stjórnarráðinu og húsi Hæstréttar alla daga frá morgni til kvölds. Þingmenn Flokks fólksins eru með eins og sjá má á lista yfir flutningsmenn frumvarps til laga þessa efnis. Miðflokkurinn og einn þingmaður Flokks fólksins Lesa meira

Klúður Johnsons í áróðursstríðinu við Rússa

Klúður Johnsons í áróðursstríðinu við Rússa

Eyjan
04.04.2018

Bretar láta í minni pokann í áróðursstríði við Rússa vegna Skripal-tilræðisins. Um þetta má lesa í Guardian dagsins. Breskir ráðamenn standast áróðurs- og netmiðlamaskínum Kremlverja ekki snúning. Allt í einu virðist málstaður Breta frekar veikur. Það hjálpar heldur ekki að Boris Johnson utanríkisráðherra gerir enn eina skyssuna og fer nú að verða stór spurning hvernig Lesa meira

Vorverk á grískri eyju

Vorverk á grískri eyju

Eyjan
04.04.2018

Það er að byrja páskafrí í Grikklandi. Páskarnir eru stærsta hátíðin þar, þeir eru um næstu helgi. Börnin á eyjunni Folegandros fara út og mála strik með hefðbundnum hætti á gangstéttarnar. Þarna inni í bænum er engin bílaumferð, þeir komast einfaldlega ekki leiðar sinnar og því geta börn leikið sér í friði á götunum. Það Lesa meira

Búið að rífa Nasa

Búið að rífa Nasa

Eyjan
03.04.2018

Eins og sjá má á myndunum hér neðst, sem voru teknar á páskahelginni, er búið að rífa Nasa-salinn svokallaða. Það var ekki lengi gert. Þetta var viðbygging við gamla Kvennaskólann sem er verndaður í bak og fyrir. Gamla húsið er frá 1878 en salurinn var byggður á stríðsárunum, 1942. Sem gömlum Reykvíkingi hefur mér alltaf Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af