Stór sigur Ólafs
EyjanÉg hef stundum líkt Ólafi Ragnari Grímssyni við pólitískan fimleikamann. Hæfileiki hans til að taka undarleg stökk er makalaus, alltaf skal hann ná að sveifla sér úr einni rólu í þá næstu, þótt stundum sýnist manni að hann hljóti að detta og lenda í gólfinu. Í þetta sinn nær hann þeim einstaka árangri að skipta Lesa meira
Lélega kjörsóknin, einfaldar skýringar
EyjanGetur verið að léleg kjörsókn hafi tiltölulega einfaldar skýringar? Að frambjóðendurnir séu ekki sérlega spennandi? Að kjósendur skilji að forsetakosningar hafa mátulega mikla þýðingu? Og að nú er hásumar og mikil ferðahelgi? Það er í raun algjör tímaskekkja að hafa kosningar á þessum tíma – eins og kveðið er um í sjálfri stjórnarskránni. Engum myndi Lesa meira
Syngjandi lögreglumaður
EyjanÞað getur verið að Grikkir séu í kreppu, en þeir kunna að njóta lífsins betur en flest fólk sem býr norðar í Evrópu. Hér á eyjunni eru allir saman, ungir og gamlir – það er fjarskalega mikið langlífi hér og gamla fólkið situr úti á torgum. Börnin hlaupa um og eru í bolta- og búðarleikjum Lesa meira
Skemmtilegar Kvosartillögur
EyjanTillögur arkitektanna Þorsteins Helgasonar og Gunnars Arnar Sigurðssonar eru mjög áhugaverðar. Þeir taka reitinn milli Austurvallar og Ingólfstorgs og vilja byggja hann upp á nýtt. Það verður að segjast eins og er að nú er þetta svæði í niðurníðslu. Það er líka skemmtileg hugmynd að vilja byggja á suðurhluta Ingólfstorgs, þar sem áður var Hallærisplanið Lesa meira
Yfirburðir Ólafs Ragnars
EyjanGrétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur tók saman myndina hér að neðan og setti á Facebook – ég leyfði mér að taka hana þaðan. Endurkjör Ólafs Ragnars virðist næsta öruggt og svo hefur verið nokkra hríð. Eftir kosningarnar munu menn leita skýringa á því hvers vegna Ólafur Ragnar nær að höfða svona til þjóðarinnar. Við lestur Facebook Lesa meira
Háar arðgreiðslur
EyjanEins og sjá má á þessari frétt úr Viðskiptablaðinu hafa háar arðgreiðslur tíðkast til eigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum – sem nú segir upp fólk að sögn vegna auðlindagjalds. Arðgreiðslurnar virðast að einhverju leyti hafa farið í að greiða skuldir félaga sem eiga hluti í Vinnslustöðinni, Seilu og Stillu sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar úgerðarmanns, Lesa meira
Spiegel: Ef evran hrynur
EyjanDer Spiegel birtir forsíðugrein um afleiðingar hruns evrunnar – og það verður að segjast eins og er að þetta eru ekki bjartar horfur. Meðal annars má í sjá í greininni þessa skýringamynd þar sem áhrifum evruhrunsins á einstök ríki er lýst. Þið getið smellt á myndina til að stækka hana: Hér er svo Lesa meira
Eitt aðalatriðið í Icesave málinu – almenningur á ekki að bera ábyrgð á einkabönkum
EyjanHér er málið skoðað í víðum skilningi en ekki í gegnum þröngt rör – þar sem Davíð Oddsson er gerður að aðalatriði. Þetta er úr forystugrein Financial Times, eins virtasta dagblaðs í heimi, 12. desember 2010: „The Netherlands and the UK will keep Iceland’s taxpayers hostage until they recover their outlays in full. This is Lesa meira
Hvernig má bæta fótboltann?
EyjanEftir síðustu leiki í Evrópukeppninni í fótbolta virðast nokkrir hlutir til ráða: Að stækka mörkin. Að fækka leikmönnum. Að stækka völlinn. Að hætta með rangstöðu. Að spila með tvo eða fleiri bolta.
Gríska kreppan
EyjanFótboltinn fór upp á kirkjuþak í fyrradag þannig að Kári og vinir hans þurfa að spila fótbolta með tómri plastflösku. Það ætlar einhver í málið – að ná í boltann það er að segja – en það er óvíst hver og nákvæmlega hvenær, en það mun gerast. Í millitíðinni verður flaskan að duga. Við kíktum Lesa meira