fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Silfuregils

Timburmenn

Timburmenn

Eyjan
05.07.2012

Allt hefur dottið í dúnalogn á bloggsíðum og Facebook eftir forsetakosningarnar. Tíðindaleysið virðist algjört. Það er helst að sé fjallað um ísbjörninn – sem líklega var aldrei – og íslensku lopapeysuna. Það má reyndar gera því skóna að margir séu illa dasaðir eftir kosningarnar – séu jafnvel með timburmenn eftir allt hamsleysið. Stundum er talað Lesa meira

Paradís kvenna – í alvörunni?

Paradís kvenna – í alvörunni?

Eyjan
05.07.2012

Le Monde birtir grein þar sem er spurt hvort Ísland sé paradís kvenna. Þar er fjallað um að forsætisráðherrann sé kona og að kona sé nýtekin við sem biskup, en því er líka haldið fram að feðraveldið hafi risið upp aftur í forsetakosningunum þegar Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn.

Óvinsælt háhýsi sem gnæfir yfir London

Óvinsælt háhýsi sem gnæfir yfir London

Eyjan
04.07.2012

Hæsta hús í Evrópusambandinu, The Shard í London, verður formlega vígt á morgun. Þetta er risastór píramíðdalagaður turn, teiknaður af arkitektinum fræga Renzo Piano, hann teygir sig 309 metra upp í loftið. The Shard stendur á suðurbakka Thamesár, kippkorn frá Lundúnabrú. Byggingin var fyrst fyrirhuguð árið 2000, en svo komu upp ýmis vandræði – meðal Lesa meira

Sjávarútvegsstjóri sem sætti pyntingum

Sjávarútvegsstjóri sem sætti pyntingum

Eyjan
03.07.2012

Fiskveiðar eru afgangsstærð í Evrópusambandinu og það er hefð fyrir því að sjávarútvegsstjóri ESB komi frá löndum sem hafa fremur litla vigt – sá síðasti, Joe Borg, var frá Möltu – eða að þeir séu persónur sem hafa kannski ekki yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum. Þannig var hin lítríka ítalska stjórnmálakona, Emma Bonino sjávarútvegsstjóri árin 1994 Lesa meira

Að loknum kosningum

Að loknum kosningum

Eyjan
03.07.2012

Eins og oft áður þá er Halldór Baldursson, einn fremsti skopmyndateiknari í víðri veröld, algjörlega með þetta. Myndin birtist í Fréttablaðinu.

Hrun 1 og hrun 2

Hrun 1 og hrun 2

Eyjan
03.07.2012

Efnahagsbatinn á Íslandi er ótvíræður. Hann vekur athygli víða um lönd. Atvinnuleysi er lítið og hagvöxtur er góður þrátt fyrir að ekki hafi verið ráðist í stórframkvæmdir. Meðallaun eru reyndar lægri á Íslandi en í mörgum samanburðarlöndum, en það er varla von á öðru eftir hrunið. Hins vegar geta menn haft stórar efasemdir um þennan Lesa meira

Málskotsréttur forseta – og kjósenda

Málskotsréttur forseta – og kjósenda

Eyjan
02.07.2012

Stjórnarskrártillögur Stjórnlagaráðs verða bornar undir atkvæði í haust – væntanlega þá með einhverjum breytingatillögum og tilbrigðum. Einn gallinn við tillögur Stjórnlagaráðs er að í raun hefur fengist sáralítil umræða um þær. Ólafur Ragnar Grímsson vék orðum að þeim – og allt í einu byrjar umræðan að geisa. Ákvæðin í tillögunum sem varða forsetann eru nokkuð Lesa meira

Forsetakosningarnar, pólitíkin og fjölmiðlarnir

Forsetakosningarnar, pólitíkin og fjölmiðlarnir

Eyjan
02.07.2012

Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar var bæði langdregin og leiðinleg. Aðallega vegna þess að var ekki um svo mikið að ræða. Þótt Ólafur Ragnar hafi vissulega gert embættið pólitískara, er það samt ekki tíðkanlegt að forsetaefni séu að útmála skoðanir sínar á pólitískum deilumálum. Svoleiðis var það heldur ekki í þessum kosningum. Ólafur Ragnar segir að krafan Lesa meira

Sigur Ólafs og klofna vinstrið

Sigur Ólafs og klofna vinstrið

Eyjan
01.07.2012

Skýringarnar á úrslitum forsetakosninga eru nokkuð þverstæðukenndar. Því er haldið fram að það sé sigur Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna að Ólafur Ragnar skyldi sigra. Hér í þessari grein er meira að segja sagt að Ólafur Ragnar hafi náð að trompa Davíð Oddsson sem einhvers konar yfirsjalli. Kosning gamla formanns Alþýðubandalagsins er þá orðin ósigur vinstrisins, sigur Lesa meira

Brattar ályktanir um kosningaúrslit

Brattar ályktanir um kosningaúrslit

Eyjan
01.07.2012

Það er nokkuð brött ályktun að sigur Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningunum í gær sé sérstakur ósigur ríkisstjórnarinnar. Það var að vísu viss hópur innan Samfylkingarinnar sem hvatti ákafast til framboðs Þóru Arnórsdóttur, en að öðru leyti héldu stjórnarliðar sig hæga í kosningunum og raunar stjórnarandstaðan líka. Þetta er fyrst og fremst sigur Ólafs Ragnars Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af