Prestar og pólitík
EyjanÞað er sjaldgæft að kirkjan losi sig við þjóna sína vegna skoðana þeirra, eins og Guðni Ágústsson vill að gert verði við Davíð Þór Jónsson. Margir stjórnmálamenn hafa reyndar verið prestar, til dæmis Tryggvi Þórhallsson, sem var forsætisráðherra, Sigurður Einarsson í Holti – sem orti hið stórbrotna kvæði Sordavala til heiðurs bolsévíkum í Finnlandi – Lesa meira
Órólega deildin
EyjanBjörn Valur Gíslason er í órólegu deildinni á Alþingi, en hann getur líka verið skemmtilega harðsnúinn í vörn sinni fyrir það sem ríkisstjórnin er að gera. Hann trúir á þessa ríkisstjórn og gefur ekkert eftir þegar sótt er að henni. Illugi Gunnarson segir að Björn Valur sé til skammar í þinginu. Ég fæ ekki séð Lesa meira
Tölvu- og netsýki
EyjanÍ gegnum árin hef ég skrifað fjölda pistla um netfíkn og hvað tölvur og tölvuleikir geta reynst mikill háski, aðallega fyrir drengi og unglingspilta. Oftast hefur mér verið svarað með skömmum, það er furðuleg hversu margir virðast líta á umfjöllun um þetta sem árás á sig. Það er sagt að börn geti lært margt af Lesa meira
Hótel
EyjanÞað er einhver bábilja í gangi um að Miðbærinn í Reykjavík sé fullur af hótelum. Ferðamannastraumurinn til Íslands stefnir óðfluga í milljón manns á ári – og flest hótelin í Miðborginni eru lítil. Hótel Borg er ekki risahótel. Hótelum fylgir mikið mannlíf. Á hótel kemur fólk sem á peninga og er tilbúið að eyða þeim Lesa meira
Hús við hafið
EyjanVið erum í húsi úti í sveit. Ég vakna á morgnana við köll í geitahirði – ela, ela, koma koma. Það eru asnar hér bak við steinhlaðinn vegg, Kári skýst til þeirra og gefur þeim agúrkur. Ösnunum finnst gúrkurnar ljúffengar. Þau eru skemmtileg hljóðin sem heyrast þegar þeir bryðja þær. Asnarnir horfa með stórum augum Lesa meira
Frekja í forseta þings
EyjanÞað segir í fréttum að forseti Alþingis sé „rasandi“ vegna fyrirhugaðra bygginga á reitnum norðan Kirkjustrætis. Alþingi hefur lagt undir sig fjölda húsa í miðbænum. Ekki bara í næsta nágrenni þingsins, heldur hefur það líka umsvif í tveimur byggingum í Austurstræti. Annað húsið var byggt sérstaklega fyrir þingið – það fellur sérlega illa að götumyndinni. Lesa meira
Er skákinni viðbjargandi?
EyjanSkák var lengi ein af þjóðaríþróttum Íslendinga, en áhugi á henni hefur farið mjög minnkandi. Sú var tíðin að skákskýringar, karlar að færa trékubba við töflu, var mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Kona mín, sem aldrei hefur teflt, segir að hún hafi horft hugfangin á þetta í æsku. Þetta er ekki sér-íslenskt, skákin hefur alls staðar Lesa meira
Pissusund
EyjanÉg lagði orð í belg um uppbyggingu á reitnum milli Ingólfstorgs, Vallarstrætis og Fógetagarðs. Ég fékk nokkur viðbrögð – og einu þeirra svaraði ég um það bil með þessum hætti: „Á svæðinu sem um ræðir er varla að finna verslunar eða veitingarými á jarðhæð eða neitt slíkt. Það er ekkert sem laðar fólk að. Mest Lesa meira
Brigsl
EyjanManni nokkrum sem lengi hefur stundað pólitísk skrif varð það á fyrir næstum tveimur áratugum að kalla mig Júdas – það var vegna greinar sem ég hafði skrifað í Alþýðublaðið sáluga. Hann iðraðist eftir þetta og bað mig margfaldlega afsökunar. Ég tók það til greinar og hef ekki erft það við manninn. Hann sá að Lesa meira
Dýrmæt almenningssvæði?
EyjanKynslóðirnar hafa átt sín tónlistarhús í Reykjavík. Aldurshópurinn sem kom á undan mér var í Glaumbæ, minn aldurshópur var á Hótel Borg, síðar kom Gaukurinn og síðustu árin hefur staðurinn sem kallast Nasa verið vinsælasta tónleikahúsið. Allir þessir staðir hafa liðið undir lok, hver með sínum hætti, ég man það það þótti afar slæmt þegar Lesa meira