fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Silfuregils

Sporðdreki í skónum

Sporðdreki í skónum

Eyjan
08.08.2012

Það er fjallað um sporðdreka sem berast hingað til Íslands. Þó er varla von á að þeir geri sig heimakomna. Einu sinni var svona kvikindi í skónum hjá mér á eyjunni Hydra á Grikklandi. Tek fram að ég var ekki í skónum þá. Ég gerði svosem ekki annað en að opna dyr og henda honum Lesa meira

Der Spiegel: Hættulegustu stjórnmálamenn Evrópu

Der Spiegel: Hættulegustu stjórnmálamenn Evrópu

Eyjan
08.08.2012

Der Spiegel útnefnir tíu hættulegustu stjórnmálamenn Evrópu á tíma evrukrísunnar. Þarna eru leiðtogar CSU, Kristilega flokksins í Bæjaralandi, Alexander Dobrindt og Markus Söder. Báðir eru þeir mjög herskáir í tali, sérstaklega gagnvart Grikkjum. Þarna er Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, vinstra bandalagsins í Grikklandi. Hann telur að Grikkir hrekist aldrei úr evrunni, sama hvað þeir skirrast Lesa meira

Frjálsar

Frjálsar

Eyjan
06.08.2012

Ég hef sérlega gaman af því að horfa á frjálsar íþróttir á Ólympíuleikum, þannig hefur það verið síðan ég var strákur og við Oddur Sigurðsson vinur minn vorum algjörir sportidjótar. Afrek mín á íþróttasviðinu eru mjög takmörkuð, en Oddur varð magnaður hlaupari – keppti á Ólympíuleikum og á ennþá Íslandsmet. Ferill Odds var reyndar dálítið Lesa meira

Dapri sirkusinn

Dapri sirkusinn

Eyjan
06.08.2012

Þegar við vorum í Berlín um daginn, á leið heim í íbúð sem við leigðum okkur, kom í humátt á eftir okkur drukkinn maður, frekar smávaxinn, líklega um sextugt. Hann var að koma út af knæpunni Biermichel, það er dagdrykkjumannastaður sem er þarna á horninu. Fastagestir þar, mikið sómafólk, hjálpuðu okkur þegar við komumst ekki Lesa meira

Alræðið, Ólympíufrægðin og dópið

Alræðið, Ólympíufrægðin og dópið

Eyjan
05.08.2012

Góður vinur minn er frá Austur-Þýskalandi. Hann er næstum nákvæmlega jafngamall mér og feikilega hávaxinn. Þegar hann var strákur skaraði hann fram úr í íþróttum. Hann var settur í sérstakan skóla fyrir íþróttafólk – æfingarnar voru strangar, en atlætið var gott miðað við það sem tíðkaðist í DDR. Aðalkeppnisgrein hans var hástökk, en hann það Lesa meira

Harpa og hallinn

Harpa og hallinn

Eyjan
04.08.2012

Það þýðir ekki að berja höfðinu í steininn varðandi tónlistarhúsið Hörpu. Húsið er stórt og dýrt á íslenskan mælikvarða. Það er fjarskalega vel heppnað að mörgu leyti. Þetta er falleg bygging – gaman að horfa á hana frá ýmsum sjónarhornum. Tónleikahald þar hefur tekist einstaklega vel. Stóri tónlistarsalurinn, Eldborg, hefur sérlega góðan hljómburð. Aðsókn að Lesa meira

Kjöraðstæður?

Kjöraðstæður?

Eyjan
03.08.2012

Styrmir Gunnarsson spyr hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki meira fylgi – við kjöraðstæður eins og hann kallar það. En er víst að það séu endilega kjöraðstæður fyrir flokkinn? Ríkisstjórnin virðist vera að rétta úr kútnum í skoðanakönnunum – það er ekki um það deilt lengur að verulegur efnahagsbati er hér á landi. Atvinnuleysi hefur farið Lesa meira

Svar frá Krít

Svar frá Krít

Eyjan
03.08.2012

Þetta er skemmtilegt myndband frá Krít – frá þeim indæla bæ Hania þangað sem margir Íslendingar hafa komið. Margir eru að spyrja mig hvernig ástandið sé á Grikklandi, hvort það sé ekki alveg hryllilegt og hvort ekki sé hættulegt að fara þangað. Þetta er svarið frá Krít. Við þekkjum það sjálfir Íslendingar að margt er Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af