fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Silfuregils

Kosningar í þjóðernisanda

Kosningar í þjóðernisanda

Eyjan
14.08.2012

Þjóðerniskennd verður mjög ríkjandi í næstu þingkosningum. Þó má vera að þá verði búið að draga ESB umsóknina til baka eða slá henni á frest. Eins og staðan er væri nánast sigur fyrir Samfylkinguna að umsóknin yrði látin bíða betri tíma. En það gæti verið að gamalt mál skyti aftur upp kollinum fyrir kosningarnar. Kunningi Lesa meira

Vonlaust að „selja“ Íslendingum ESB

Vonlaust að „selja“ Íslendingum ESB

Eyjan
14.08.2012

Ég hef lengi haldið því fram að óhugsandi sé á þessum tímapunkti að Ísland gangi í ESB. Það er einfaldlega raunsætt mat. Ég held það séu orðin tvö ár síðan ég sagði þetta í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 – stærstu sjónvarpsstöð þar í landi. Þetta byggir einfaldlega á köldu mati, en fylgjendur ESB hafa Lesa meira

Að hvíla ESB umsókn

Að hvíla ESB umsókn

Eyjan
12.08.2012

Ég sagði fyrir margt löngu að það gæti verið snjall leikur fyrir ríkisstjórnina að slá ESB aðildarviðræðunum á frest. Það hefði í raun ekki verið erfitt að færa rök fyrir þvi, Evrópusambandið er ekki að liðast í sundur, en það er óvíst með hvaða hætti framhaldið verður og evran er í kreppu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Lesa meira

Gaman á Ísafirði

Gaman á Ísafirði

Eyjan
12.08.2012

Ég hef oft komið á Ísafjörð gegnum árin, ég hef alltaf notið þess að koma vestur, en nú finnst mér eins og að bærinn hafi tekið miklum framförum. Hvarvetna hafa sprottið upp nýir og skemmtilegir staðir. Ég man þá tíð að varla var hægt að fá ætan bita á Ísafirði. Einu sinni var Pizza 67 Lesa meira

Vinstri grænir fyllast ótta

Vinstri grænir fyllast ótta

Eyjan
12.08.2012

Það er eins og oft hefur verið skrifað á þessa síðu, síðasta veturinn fyrir kosningar munu Vinstri grænir hlaupa út og suður í Evrópumálum. Innan herbúða þeirra verða háværari raddir um að einhvers konar uppgjör verði vegna aðildarumsóknarinnar fyrir kosningar. Nú er það óttinn við kjósendur sem ræður för. Það er þá spurning í hvaða Lesa meira

Faxi: Sá hlær best sem síðast hlær

Faxi: Sá hlær best sem síðast hlær

Eyjan
11.08.2012

Sænski handboltarisinn síðhærði Staffan Olsson var sérstakur óvinur Íslendinga á árunum þegar sænska landsliðið vann alltaf það íslenska. Það var sama á hverju gekk, alltaf skyldu Svíarnir hafa sigur. Þeir virkuðu líka óþolandi montnir með sín sænsku hvatningarhróp um grabbar og killar. Þegar Íslendingar unnu loks sigur á Svíum um daginn birtu margir þessa mynd Lesa meira

Að pissa í laug

Að pissa í laug

Eyjan
10.08.2012

Ég hef sótt sundlaugar alla mína ævi, síðast í fyrrakvöld, og aldrei látið mér til hugar koma að pissa í vatnið. Svo heyrir maður að fyrir sumu fólki sé það sjálfsagt mál að pissa í laugar. Þetta er svona næstum eins og missa barnatrúna.

Ráð við böli auðlindanna

Ráð við böli auðlindanna

Eyjan
09.08.2012

Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz skrifar grein um bölvun auðlindanna, hún birtist í vefútgáfu Moscow Times. Stiglitz nefnir ýmsar hættur sem fylgja miklum auðlindum – ójafnræði, of sterka gjaldmiðla, pólitíska spillingu, óstöðugleika. Hann nefnir líka ráð við þessu – stöðugleikasjóð, lága gengisskráningu, gagnsæi, bann við veðsetningu. Vandinn er fyrir þjóðir sem eiga mikið af auðlindum að fá Lesa meira

Íþróttirnar og þjóðarsálin

Íþróttirnar og þjóðarsálin

Eyjan
08.08.2012

Ólafur Ragnar Grímsson sagði að handbolti væri kjarninn í þjóðarsál Íslendinga. En hvar er kjarninn eftir tapið gegn Ungverjum í dag? Það er reyndar þannig með íþróttir að bæði töp og sigrar gleymast býsna hratt. Feel good áhrif íþrótta eru nokkuð ofmetin. Íþróttir munu ekki breyta því ef eitthvað er í ólagi í einkalífi manns Lesa meira

Framsókn og Fréttatíminn

Framsókn og Fréttatíminn

Eyjan
08.08.2012

DV birtir fréttir af því að Framsóknarflokkurinn sé að reyna að slá kló í Fréttatímann. Blaðið kemur út einu sinni í viku, en það virkar hálf umkomulaust. Markmiðið er að það sé borið í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu – það er langt síðan það hefur borist heim til mín. Blöð sem voru í eigu stjórnmálaflokka Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af