fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Silfuregils

Hvað er að gerast hjá Lilju?

Hvað er að gerast hjá Lilju?

Eyjan
23.08.2012

Hún kemur nokkuð á óvart sú ákvörðun Lilju Mósesdóttur að ætla ekki að leiða flokk sinn Samstöðu. Skýring Lilju er sú að hún sé að axla ábyrgð á fylgistapi flokksins. En í raun hefur ekki verið neitt fylgistap, flokkurinn flaug hátt í skoðanakönnunum fyrst og hefur síðan gefið eftir. Enn hefur ekki reynt á flokkinn Lesa meira

Lára Hanna: Þeir sem eru á bak við smálánin

Lára Hanna: Þeir sem eru á bak við smálánin

Eyjan
23.08.2012

Í afar fróðlegum bloggpistli upplýsir Lára Hanna Einarsdóttir hverjir eru á bak við hin umdeildu smálánafyrirtæki. Hinir hefðbundnu fjölmiðlar hafa alveg klikkað á því. Það er nauðsynlegt að vita þetta – það eru menn á bakvið þessa starfsemi, ekki bara einhver ópersónuleg öfl. Umfjöllun Láru Hönnu er hérna. Það er talsverð umræða um að þeir Lesa meira

Fer Jóhanna eða verður?

Fer Jóhanna eða verður?

Eyjan
22.08.2012

Menn eru að pæla í því að Jóhanna Sigurðardóttir tilkynni um áframhaldandi veru sína eða brotthvarf úr stjórnmálum á næstunni. Jóhanna er í sérstakri stöðu. Það var eiginlega búið að skrifa hana út úr pólitíkinni fyrir hrun – menn biðu þess einungis að hún settist í helgan stein. Svo hrundi bankakerfið og þjóðin horfði ofan Lesa meira

Lánasukk

Lánasukk

Eyjan
21.08.2012

Við búum í heimi sem flýtur í áður óþekktu lánasukki. Við tökum lán fyrir húsnæði sem við náum kannski aldrei að borga upp eða eignast. Við tökum lán fyrir dýrari bílum en við höfum efni á. Við notum kreditkort og höfum yfirdrátt. Við sættum okkur við vexti sem á flestum tímabilum sögunnar hefðu talist blöskranlegt Lesa meira

Hitabylgja

Hitabylgja

Eyjan
21.08.2012

Þegar ég var að alast upp var ísöld á Íslandi. Það var í fleiri en einum skilningi. Þetta var óvenju kaldur tíma. Þegar sást til sólar var það yfirleitt í napurri norðanátt – það var hægt að norpa undir vegg og ímynda sér að væri sumar. Ég var í byggingavinnu – það snjóaði í júní. Lesa meira

Strætó til Akureyrar

Strætó til Akureyrar

Eyjan
21.08.2012

En ef maður fer upp í vitlausan vagn í Mjóddinni, dottar aðeins í honum og vaknar svo á Akureyri. Þetta er magnað. Kannski er þetta heldur ekki svo langt? Eftir að ég var í Kanada í vor finnst mér allar vegalengdir stuttar.

Galloway til varnar Assange – og gerir allt vitlaust

Galloway til varnar Assange – og gerir allt vitlaust

Eyjan
21.08.2012

George Galloway, breski þingmaðurinn sem heldur úti Respect-flokknum, hefur blandað sér í mál Julians Assange með þeim afleiðingum að allt fer í loft upp – ekki síst á vinstri væng stjórnmálanna. Í myndbandsupptöku fjallar Galloway í smáatriðum um kærur tveggja sænskra kvenna á hendur Assange og segir að þær séu tilbúningur til að koma Assange Lesa meira

Guardian: Veilurnar í málflutningi Assange

Guardian: Veilurnar í málflutningi Assange

Eyjan
20.08.2012

Í Guardian birtist leiðari þar sem fjallað er um mál Julians Assange. Leiðarinn er býsna harðorður í garð Ástralíumannsins, og segir þar að hann rugli vísvitandi öllu saman, kæru frá Svíþjóð vegna kynferðisbrots sem sé eitt mál, og uppljóstrunum WikiLeaks sem séu annað mál. Það séu mælskubrögð að hræra þessu öllu saman. Blaðið telur engar Lesa meira

Strandveiðar

Strandveiðar

Eyjan
20.08.2012

Í Fréttablaðinu er grein þar sem er farið yfir strandveiðar sumarsins – þeim er nú lokið. Veiðarnar hafa gengið vel, en þó segir að óþarfi sé að setja 8.600 tonna þak á þær, því flotinn veiði ekki svo mikið. Margir sjá ofsjónum yfir þeim fiski sem er sóttur í strandveiðunum, meðal annar LÍÚ. Því er Lesa meira

Celeb slúður úr Reykjavík

Celeb slúður úr Reykjavík

Eyjan
18.08.2012

Nýjustu fréttir úr heimi fræga fólksins á Íslandi. Ben Stiller var á Kex Hostel og þar var Russell Crowe að spila. Þá var kynntur til sögunnar sérstakur gestur: Patti Smith. Hún tók lagið Because the Night.

Mest lesið

Ekki missa af