fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Silfuregils

Draumurinn um að Kaninn komi aftur

Draumurinn um að Kaninn komi aftur

Eyjan
02.09.2012

Bandaríski herinn fór frá Íslandi 2006. Það voru til menn sem trúðu þessu ekki, þeim leið eins og þeir hefðu verið sviknir af eiginkonunni. Þeir höfðu haldið fast í þá kröfu að Bandaríkjamenn hefðu fjórar herþotur á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjamönnum datt það ekki í hug – átakasvæðin í heiminum voru allt annars staðar. Ísland hafði enga Lesa meira

Þjóðkirkjan hjálpar stjórnarskrárferlinu

Þjóðkirkjan hjálpar stjórnarskrárferlinu

Eyjan
02.09.2012

Það sem þjóðaratkvæðagreiðslan um stjórnarskrártillögur Stjórnlagaráðs þarf eru deilur sem snúast ekki bara um formið á ferlinu eins og verið hefur hingað til, heldur átök um efnisatriði – um hugmyndirnar sem er að finna í plagginu. Annars er hætt við að atkvæðagreiðslan fari út um þúfur – þá skilar varla nema þriðjungur kjósenda sér á Lesa meira

Romney gæti vel orðið forseti

Romney gæti vel orðið forseti

Eyjan
02.09.2012

Jonathan Freedland skrifar í Guardian og telur nokkuð jafnar líkur á að Mitt Romney verði kosinn Bandaríkjaforseti og að Barak Obama verði endurkjörinn. Romney þykir vissulega slappur og sjarmalaus frambjóðandi, og það er furðulegt hvað hann hefur skipt um skoðun í mörgum málum, en margt vinnur gegn Obama. Hann er ekki vinsæll, ánægja með störf Lesa meira

Gunnar Smári um gulu hættuna

Gunnar Smári um gulu hættuna

Eyjan
01.09.2012

Hinn stórglöggi fjölmiðlamaður Gunnar Smári Egilsson setti þessa athyglisverðu færslu inn á Facebook síðu sína. Ég tek mér það bessaleyfi að birta hana: „Óttinn við Kínverja, gulu hættuna, sem er að skjóta rótum í umræðunni á Íslandi er byggður á ótrúlega skakkri heimsmynd; hugmynd um að Vesturlandabúar, gömlu nýlenduherrarnir og kúgararnir; séu orðnir minnimáttar í Lesa meira

Skrítin fórnarlömb

Skrítin fórnarlömb

Eyjan
01.09.2012

Þegar Jón Ásgeir Jóhannesson sameinast Víglundi Þorsteinssyni í að kvarta undan meðferð bankakerfisins á sér dettur botninn alveg úr. Jón Ásgeir tilheyrði fámennum hópi manna sem keyrði Ísland í kaf. Um það má lesa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Allt var skuldsett upp í rjáfur – þessi Ponzi- mylla hrundi þegar lánafyrirgreiðslan stöðvaðist. Það skiptir engu Lesa meira

Kaupin á Bergi-Hugin – og óvinsælir eiginleikar kvótakerfisins

Kaupin á Bergi-Hugin – og óvinsælir eiginleikar kvótakerfisins

Eyjan
01.09.2012

Fáir hafa verið harðari í varðstöðu fyrir kvótakerfið en bæjarstjórn Vestmannaeyja. Það er merkileg staða ef bæjarstjórnin er komin í stríð vegna þeirra eiginleika kerfisins sem er hvað óvinsælastur – að skip og afli geta færst óforvarendis úr byggðarlögum. Vilji nú láta bæinn ganga inn í kaupin. Það er útgerðarrisinn Samherji sem er á bak Lesa meira

Furðuleg samsæriskenning

Furðuleg samsæriskenning

Eyjan
31.08.2012

Evrópuvaktin setur fram furðulega samsæriskenningu um að Ríkisútvarpið hafi sagt upp fréttaritara á Suðurlandi til að spara peninga til að eiga fyrir fréttaritara í Brussel. Hann eigi svo að reka áróður fyrir aðild Íslands. Annar aðalforsprakki Evrópuvaktarinnar notaði styrk upp á margar milljónir sem hann fékk frá Alþingi til að ferðast til Brussel og kynna Lesa meira

Að kaupa Grímsstaði

Að kaupa Grímsstaði

Eyjan
31.08.2012

156 einstaklingar, víða að úr samfélaginu, birta yfirlýsingu þar sem er skorað á íslenska ríkið að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Þarna er Vigdís Finnbogadóttir, Matthías Johannessen, Björk Guðmundsdóttir, Halldór Blöndal, Ragnar Arnalds, Guðni Ágústsson og Hörleifur Guttormsson. En hví ætti ríkið að kaupa þessa jörð fremur en aðrar jarðir á Íslandi? Er það til að Lesa meira

Langt til vinstri við Bandaríkin

Langt til vinstri við Bandaríkin

Eyjan
31.08.2012

Það er staðreynd að íslensk pólitík er langt til vinstri við það sem tíðkast í Bandaríkjunum. Ég sat eitt sinn boð með þingmanni Sjálfstæðisflokksins og bandarískum kvikmyndaframleiðanda. Kvikmyndaframleiðandinn var forvitinn um íslenska hagi og spurði þingmanninn spjörunum úr. Loks sagði hann: „In my country they would consider you a socialist.“ Í landi mínu værir þú Lesa meira

Óánægja kennara með skóla án aðgreiningar

Óánægja kennara með skóla án aðgreiningar

Eyjan
30.08.2012

Bloggarinn og kennarinn Ragnar Þór Pétursson fjallar um stóra viðhorfskönnun meðal grunnskólakennara á síðu sínni sem nefnist Maurildi. Könnunin var gerð af Félagi grunnskólakennara. Ragnar telur að niðurstöðurnar beri vott um þreytu og uppgjöf. Meðal þess sem kemur fram er að einungis 42 prósent kennara hafa jákvætt viðhorf til skóla án aðgreiningar – sem hefur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af