fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Silfuregils

Danir vilja meiri viðskipti við Kína

Danir vilja meiri viðskipti við Kína

Eyjan
11.09.2012

Danska hagkerfið er nokkuð merkilegt. Danir hafa engar auðlindir til að rífast yfir og land þeirra er fjarska snautt af orku. Samt hafa Danir verið í hópi auðugra þjóða í langan tíma. Þeir hafa löngum kunnað að efnast á viðskiptum og þjónustu. Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Dana, er í opinberri heimsókn í Kína og segir Lesa meira

Casse-toi

Casse-toi

Eyjan
11.09.2012

Svona lítur forsíða franska dagblaðsins Libération út – þetta er frá því í gær. Bernard Arnault er einn ríkasti maður Frakklands, hann er forstjóri tískufyrirtækis sem nefnist LMVH. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að flytja til Belgíu, það er tengt við þau áform Hollandes Frakklandsforseta að leggja 75 prósenta skatt á tekjur yfir einni Lesa meira

Sókn SUS gegn sósía-lisma

Sókn SUS gegn sósía-lisma

Eyjan
10.09.2012

Samband ungra Sjálfstæðismanna boðar til þings á Akureyri og yfirskriftin er Sókn gegn sósíalisma. Það vekur reyndar athygli hvernig orðinu er skipt í auglýsingunni: Sósía-lisma. Á plakatinu má sjá fólk, ekkert sérlega svipfallegt á myndunum, sem ungir Sjálfstæðismenn telja að séu fulltrúar sósíalisma: Ögmund Jónasson, Ólínu Þorvarðardóttur, Jón Bjarnason, Jóhönnu Sigurðardóttur, Mörð Árnason, François Hollande, Lesa meira

Villt hindber

Villt hindber

Eyjan
09.09.2012

Villtu hindberin sem fjölskyldan tíndi í gær. Meira um það hjá Sigurveigu.   Ef loftslagið heldur áfram að vera svona gott get ég látið gamla hugmynd rætast og hafið ræktun á því sem Norðmenn kalla multer og heita multuber á íslensku. Þau líkjast hindberjum, en eru gul á lit, nokkuð fágæt og að sama skapi Lesa meira

Ha-Joon Chang, stjórnmálahorfur á kosningavetri, forsetakosningar í BNA

Ha-Joon Chang, stjórnmálahorfur á kosningavetri, forsetakosningar í BNA

Eyjan
08.09.2012

Fyrsti þáttur Silfurs Egils á þessu hausti er á sunnudag. Aðalgestur í þættinum er ekki af lakara taginu. Það er Ha-Joon Chang, prófessor í hagfræði við háskólann í Cambridge á Englandi. Ha-Joon er einhver frægasti og umtalaðasti hagfræðingur í heimi, hann er höfundur bókar sem nefnist 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá. Lesa meira

Árvökul lögregla og myndbirting af hraðbankaþjófum

Árvökul lögregla og myndbirting af hraðbankaþjófum

Eyjan
08.09.2012

Lögreglan á Akureyri er mjög árvökul. Hún hefur haft hendur í hári hraðbankaþjófa. Maður hefur undanfarið lesið fréttirnar um leitina að þessu fólki, maður hélt að þarna væru stórglæpamenn á ferð – með mikinn ránsfeng. Fréttirnar voru nokkuð misvísandi, því það kemur í ljós að þjófarnir tóku 20 þúsund krónur sem einhver hafði gleymt í Lesa meira

Ein af ráðgátum hrunsins

Ein af ráðgátum hrunsins

Eyjan
07.09.2012

Það er afskrifaður heill milljarður króna af Dómínós pizzum. Þjóðin verður náttúrlega að halda áfram að fá þennan skyndibita, dugir ekki loka sjoppunni. Það kemur fram að skuldir Dómínós pizza hafa verið 1,8 milljarður króna. Ég endurtek – átjánhundruð milljónir. Það er ein af ráðgátum íslenska efnahagshrunsins hvernig er hægt að lána pizzufyrirtæki svona mikið. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Ekki gerst í heil 18 ár