Yfirburðir Obama – á Íslandi og víðar
EyjanSvona lítur hún út könnunin sem var gerð í 26 löndum til að kanna fylgi við frambjóðendurna í bandarísku forsetakosningunum. Eins og greint hefur verið frá mundu 98 prósent Íslendinga kjósa Barack Obama, ef marka má könnunina. Eins og sjá má er Ísrael eina ríkið þar sem Romney hefur meirihluta. Töfluna er að finna á Lesa meira
Nýtt fólk í Kiljuna
EyjanSú breyting verður á Kiljunni þegar hún fer í loftið innan skamms að lesendum þáttarins fjölgar umtalsvert. Í hópinn hafa bæst Eiríkur Guðmundsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Friðrika Benónýs, Þröstur Helgason og Sigurður G. Valgeirsson, en Kolbrún Bergþórsdóttir verður áfram. Páll Baldvin Baldvinsson hverfur á braut – og er auðvitað söknuður að honum.
98 prósent með Obama
EyjanHún er merkileg niðurstaða alþjóðlegrar Gallupkönnunar sem Rúv greinir frá – þar segir að 98 prósent Íslendinga myndu kjósa Barack Obama ef þeir væru kjósendur í Bandaríkjunum. Þetta er hæsta hlutfall í heiminum, en aðeins í Ísrael er Mitt Romney í meirihluta. Hernaðarbrjálæðingarnir þar vonast til þess að hann standi við loforð um að hefja Lesa meira
Framsókn boðið upp í dans?
EyjanÞað er ekki ósennileg kenning að stjórnarflokkarnir horfi til Framsóknarflokksins um að hann gangi til liðs við ríkisstjórnina eftir næstu kosningar. Það er reyndar ekki öruggt að það nægi hvað þingstyrk varðar, þótt það verði að teljast líklegt. Framsókn mun líklega fara í kosningarnar með fyrirheit um að skera niður skuldir. Það er spurning hversu Lesa meira
Nöttarar
EyjanEinhverjir vitleysingar taka sig til og gera lélega áróðursmynd gegn íslam og aðrir vitleysingar komast á snoðir um þetta og nota myndina sem tilefni til að veita ofbeldishvötum sínum útrás. Þetta er sorglegt lið.
Hvenær er líf þjóða kraftaverk?
EyjanÞingmaður sem hélt ræðu í gærkvöldi vitnaði í kvæði eftir Davíð Stefánsson sem mér hefur alltaf þótt afspyrnu vont. Það segir um íslenska þjóð að líf hennar sé „eilíft kraftaverk“. Ég horfði á sjónvarpsþátt um daginn sem sannfærði mig um að lífið sjálft væri nokkurs konar kraftaverk: Þátturinn fjallaði um stjarneðlisfræði, og þar kom í Lesa meira
Meiri afskipti forsetans
EyjanÞað er ekkert íslenskum lögum um að forseti eigi að grípa inn í þótt ófriðlegt sé á Alþingi – og ekki heldur þótt ríkisstjórnir reyni að koma í gegn stórum og erfiðum málum. Lengst af hafa íslenskir forsetar ekki skipt sér af stjórnmálum. Forseti getur sent Alþingi skilaboð um að starfshættir þess séu ekki góðir Lesa meira
Hættum við allt
EyjanÞeir eru beittir í frönsku pressunni. Ég sagði frá forsíðu Libération sem beindist að auðkýfingnum Bernard Arnault sem er að flytja til Belgíu, vegna skattahækkana að haldið er fram. Fyrirsögnin var tilvísun í orð sem Sarkozy, fyrrverandi forseti, lét eitt sinn falla – þið getið lesið um þetta hérna. Hljómar svona: Casse-toi, riche con! Arnault Lesa meira
Trúmál við þingsetningu
EyjanÞetta hefur verið sérstakur dagur fyrir þingmenn. Einn þeirra segir frá því að hann hafi farið í kaffi meðan aðrir þingmenn sátu í messu í Dómkirkjunni og sumir á fundi hjá Siðmennt. Í Dómkirkjunni notaði vígslubiskum tækifærið og rak áróður fyrir Þjóðkirkjuna, en hjá Siðmennt talaði læknir sem er þekktur talsmaður fyrir aðskilnaði ríkis og Lesa meira
Þingsetning: Girðing lengst úti á Austurvelli
EyjanÞessa ljósmynd er að finna á Facebook síðu Þórðar Björns Sigurðssonar sem starfar fyrir Hreyfinguna. Þarna má sjá girðinguna sem hefur verið sett upp vegna þingsetningarinnar í dag. Þetta árið nær hún langt út á Austurvöll. Það er kannski skiljanlegt í ljósi þess að mótmælendur hafa sætt færis að grýta hlutum í þingmenn síðustu árin. Lesa meira