Höfundar Svörtu bókarinnar um kommúnismann og Stasilands
EyjanÉg er einn þeirra sem legg orð í belg á ráðstefnu sem fer fram í Öskju í dag. Ráðstefnan ber yfirskriftina Evrópa fórnarlambanna: Kommúnisminn í sögulegu ljósi. Tveir gestir á ráðstefnunni vekja einkum athygli mína, annar er franski sagnfræðingurinn Stéphane Courtois, en hann var aðalritstjóri Svörtu bókarinnar um kommúnismann sem kom út í Frakklandi 1997 Lesa meira
Gráðuga Píratastúlkan
EyjanPíratahreyfingin er stjórnmálaafl sem hefur aðallega náð árangri í Þýskalandi. Fylgismenn Pírata eru upp til hópa ungir karlmenn sem eyða óhóflega miklum tíma framan við tölvur og er illa við að borga fyrir efni sem þeir sækja þangað. Meðal annars þess vegna eru þeir mjög á móti höfundarrétti. Af þessum sökum eru rithöfundar, tónlistarmenn og Lesa meira
Nokkuð einstætt
EyjanÞað verður forvitnilegt að sjá hvað Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar um mál Baldurs Guðlaugssonar. En ætli það sé ekki nánast einsdæmi að dómari sem situr í Hæstarétti sé að fást við að skrifa grein þar sem hann sakar meðdómendur sína í réttinum um að hafa framið „dómsmorð“. Á gömlum vini sínum?
100 bækur
EyjanStarfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri fékk þá snjöllu hugmynd að taka saman lista yfir 100 íslenskar bækur sem „þú“ verður að lesa. Listinn er saminn eftir tilnefningum frá fjölda bókavarða um allt land. Hann lítur svona út, svo getur fólk pælt í þessu – séð hvers það saknar eða hverju er ofaukið. Maður sér að listinn Lesa meira
Nýjar þýskar erkitýpur
EyjanGuardian er að birta greinaflokk um Þýskaland þessa dagana – Ríkið sem varð óvart stórveldi, er yfirskrift greinaflokksins. Í einni greininni eru skilgreindar nokkrar athyglisverðar erkitýpur í þýsku samfélagi – nýjar steríótýpur, eins og segir. Ég verð að segja að mér finnst „Reiði borgarinn“ eða Der Wutbürger einna athyglisverðastur. Þetta er eldra fólk sem er Lesa meira
Mögnuð hárgreiðsla íslenskra kvenna
EyjanÞessa stórkostlegu ljósmynd af hárgreiðslu íslenskra kvenna er að finna í bók um íslenska þjóðbúninginn sem Hildur Hermóðsdóttir hefur tekið saman og Salka gefur út. Þetta hefur útheimt mikla hárhirðu hjá þessum formæðrum okkar. Stundum er sagt að mynd segi meira en þúsund orð – sú er svo sannarlega raunin í þessu tilviki.
Rannsókn sýnir hættu vegna erfðabreytts maís
EyjanÞað hafa geisað miklar deilur um mögulega skaðsemi erfðabreyttra matvæla. Deilurnar hafa verið á nokkrum plönum, það er deilt um skaðsemina fyrir heilsu manna, um áhrif á náttúruna og um félagsleg áhrif – til dæmis þegar stórfyrirtæki eru að leggja undir sig landbúnaðinn í heiminum með einkarétt á sáðkorni að vopni. Það er hinn illa Lesa meira
Berlínarfílharmónían í Hörpu
EyjanÁ vef Hörpu má lesa að Berlínarfílharmónían undir stjórn Simons Rattle haldi tónleika í húsinu 20. nóvember. Leiki tónlist eftir Debussy, Wagner, Schumann og Ravel. Þetta er frægasta sinfóníuhljómsveit heims – og ein sú allra besta. Goðsögn. Það er stórviðburður hljómsveitin skuli leika í hinni nýju tónlistarhöll.
Charlie Hebdo lætur sér ekki segjast
EyjanFranska grínblaðið Charlie Hebdo birtir í nýjasta tölublaði sínu efni sem talið er munu reita íslamska bókstafstrúarmenn til reiði. Það þarf reyndar ekki mikið til. Útbreiðslumenn trúarinnar eru sífellt á höttunum eftir nýjum tilefnum til að móðgast. Besta aðferðin til að mæta þessu er náttúrlega að slá öllu upp í grín – eins og Charlie Lesa meira
Mildi eða linkind
EyjanUm ekkert er meira talað á Íslandi í dag en mál Baldurs Guðlaugssonar, sem fékk tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik, sat á Kvíabryggju í sex mánuði, en er nú kominn í bæinn á áfangaheimili og farinn að vinna á lögmannsstofunni Lex. Það voru lögmenn Lex sem vörðu Baldur og eru að vinna að undirbúningi þess Lesa meira