fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Silfuregils

Réttmæt gagnrýni á dóminn yfir Geir

Réttmæt gagnrýni á dóminn yfir Geir

Eyjan
02.10.2012

Það er rétt hjá hollenskum evrópuþingmanni að það er óráðlegt að nota dómstóla til að refsa stjórnmálamönnum fyrir atburði eins og íslenska bankahrunið. Stjórnmálamenn taka vondar og vitlausar ákvarðanir – og þeir geta líka bakað tjón með því að gera ekki neitt. En að framkvæma eitthvað með glæpsamlegum ásetningi er annað. Kjósendur eiga að sjá Lesa meira

Ríkisendurskoðunarskandallinn og óvinir krónunnar

Ríkisendurskoðunarskandallinn og óvinir krónunnar

Eyjan
02.10.2012

Leiðarar Morgunblaðisins koma manni ennþá á óvart. Í síðustu viku var þar skrifað um hina alræmdu Advania/Skýrr-skýrslu Ríkisendurskoðunar. Á leiðaranum mátti skilja að fréttamennska væri einhvers konar fáfengilegt sport – sem væri ekki iðkað af alvörufólki. Eru þetta skilaboðin sem berast inn á fréttadeild blaðsins? Eða kannski passa blaðamennirnir sig á að lesa ekki ritstjórnarskrifin. Lesa meira

Kristín Ómars, Jussi Adler, gráir skuggar

Kristín Ómars, Jussi Adler, gráir skuggar

Eyjan
02.10.2012

Fyrsti þáttur Kiljunnar á þessum vetri er á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Meðal gesta í þættinum eru Kristín Ómarsdóttir rithöfundur, hún hefur nýlega sent frá sér skáldsögu sem nefnist Milla,  og danski spennusagnahöfundurinn Jussi Adler-Olsen, en bækur hans tróna í efstu sætum vinsældalista víða um heim. Við kynnumst uppáhaldsbókum Steingríms J. Sigfússonar. Bragi Kristjónsson verður á Lesa meira

Vondar og góðar ríkisstjórnir

Vondar og góðar ríkisstjórnir

Eyjan
01.10.2012

Ég man ekki nógu langt aftur í tímann til að geta dæmt um hver sé versta ríkisstjórn Íslands – en þó kemur varla önnur til greina en hrunstjórnin svokallaða. Hún missti beinlínis stjórnina á ríkinu – og allt hrundi í kringum hana, bankar, sparisjóðir, stórfyrirtæki, Seðlabankinn varð gjaldþrota, ríkið steyptist ofan í skuldapytt, sveitarfélög urðu Lesa meira

Merkileg mynd um bandarísk stjórnmál

Merkileg mynd um bandarísk stjórnmál

Eyjan
01.10.2012

Ég horfði í gærkvöldi á merkilega sjónvarpsmynd sem fjallar um þegar Sarah Palin var gerð að varaforsetaefni Johns McCains. Myndin nefnist Game Change. Það eru stórleikarar í aðalhlutverkum, Julianne Moore leikur Palin, Ed Harris leikur McCain og Woody Harrelson er í stóru hlutverki kosningaráðgjafa. Sarah Palin stekkur skyndilega frá Alaska yfir á hið stóra svið Lesa meira

Stjórnarskrárbæklingur sem er til fyrirmyndar

Stjórnarskrárbæklingur sem er til fyrirmyndar

Eyjan
01.10.2012

Nú er farið að dreifa í hús bæklingnum þar sem þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögur Stjórnlagaráðs er kynnt. Manni sýnist þetta vera húðvandað – það var Lagastofnun Háskóla Íslands sem setti saman textann. Bæklingurinn er settur upp þannig að í öðrum dálkinum eru tillögur Stjórnlagaráðsins – og í hinum stjórnarskrá lýðveldisins eins og hún er núna. Sums Lesa meira

Píratar eru einna líklegastir

Píratar eru einna líklegastir

Eyjan
01.10.2012

Eins og ég nefndi í Silfri Egils í dag hef ég ekki sérstaka trú á að nýju framboðin nái fulltrúum sínum inn á Alþingi – nema þá í mjög takmörkuðum mæli. Það þarf mikið til að hrófla við fjórflokknum, miklu meira en nú er komið fram hjá nýjum flokkum og flokksbrotum. Flest virðast þau vanmeta Lesa meira

Djarfmannlega mælt hjá Össuri

Djarfmannlega mælt hjá Össuri

Eyjan
30.09.2012

Það var djarft hjá Össuri Skarphéðinssyni að stíga upp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og benda á hið augljósa – að Öryggisráðið er afdankað og úr takti við nútímann. Ég les á vefsíðum manna sem svamla í krónísku svartagalli að þessi framganga Össurar sé ekki sæmandi stjórnmálamanni frá smáþjóð. Við eigum þá væntanlega bara að láta Lesa meira

Silfrið: Miliband, stjórnarskrárkosningar, framboðsmál

Silfrið: Miliband, stjórnarskrárkosningar, framboðsmál

Eyjan
29.09.2012

Líkt og áður er komið fram verður einn helsti stjórnmálamaður Bretlands, David Miliband, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Miliband var utanríkisráðherra á árunum 2007 til 2010. Hann og bróðir hans Ed tókust á um formennsku í Verkamannaflokknum í september 2010 og tapaði David naumlega. Flokksþing Verkamannaflokksins hefst einmitt í Manchester á sunnudag. Flokkurinn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af