Íslenska stjórnarskráin í grískum fréttum
EyjanFréttir af þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag fara víða um heim. Hér er frétt af vef grísku sjónvarpsstöðvarinnar Skai – þar segir að Íslendingar hafi sagt já við fyrstu stjórnarskránni sem samin er af almenningi.
Eva Joly, úr Silfri gærdagsins
EyjanHér er viðtalið við Evu Joly úr Silfri gærdagsins. Við förum vítt og breitt, tölum um fjármálakreppuna í heiminum, skattaparadísir, ástandið í Evrópusambandinu, Ísland, vinnu sérstaks saksóknara, störf hennar á Evrópuþinginu og í Afganistan – og einnig tölum við um nýja spennusögu eftir hana, Augu Líru, sem er nýkomin út á íslensku.
Geir kærir landsdóm – sem hverfur væntanlega úr stjórnarskrá
EyjanÞað verður athyglisvert að sjá hvort Geir Haarde fær einhverja úrlausn sinna mála hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Þar er fyrir mál Baldurs Guðlaugssonar – náins samstarfsmanns hans. Það viðhorf er nokkuð almennt í Evrópu að stjórnmálamönnum skuli ekki refsað fyrir að taka vondar ákvarðanir – eða engar ákvarðanir. Og það tíðkast heldur ekki að refsa stjórnmálamönnum Lesa meira
Silfrið: Kosningarnar gerðar upp, Eva Joly
EyjanÍ Silfri Egils á eftir verður farið yfir úrslit kosninganna í gær. Fréttastofan kemur fyrst með helstu tölur – en síðan er von á flokksformönnum, Jóhönnu Sigurðardóttur, Bjarna Benediktssyni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Þór Saari og Álfheiði Ingadóttur, hún hleypur í skarðið fyrir Steingrím J. Sigfússon. Síðar í þættinum fáum við að heyra í Ágústi Þór Lesa meira
Kjörsókn
EyjanÞegar atkvæði verða talin úr kosningunum í kvöld verður ekki bara spurt um já eða nei – heldur líka um kjörsóknina. Verður hún mikil, lítil, sæmileg? Það er varla hægt að búast við kjörsókn eins og til dæmis í Alþingiskosningum, og varla sveitarstjórna og forsetakosningum heldur. En hvað telst vera viðunnandi kjörsókn – í síðustu Lesa meira
Meira um prófkjörin hjá Sjálfstæðisflokknum
EyjanÞað er ljóst að prófkjör Sjálfstæðisflokksins verða miklu meira spennandi en nokkurn hafði órað fyrir. Í Kraganum virðist Ragnar Önundarson, einn þeirra manna sem sannarlega vöruðu við bankahruninu, ætla að fara gegn sjálfum formanni flokksins, Ragnar fer fram með þeim orðum að í formanninum sé „sameining stjórnmála- og viðskiptaarma Engeyjarættarinnar“ og hún sé ekki trúverðug. Lesa meira
Stjórnarskrár og framsal á fullveldi
EyjanÍslendingar fóru í NATÓ, EFTA og EES án þess að þjóðin væri spurð. Stjórnendur landsins á tímum þessara samninga komust hjá því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur. Um fullveldisframsalið þarf ekki að efast – með EES samningnum er löggjafarvald selt úr landi í stórum stíl. Það má færa gild rök fyrir því að hann sé viðvarandi stjórnarskrárbrot Lesa meira
Forsætisráðherra, leiðtogar stjórnarandstöðu, Eva Joly í Silfri
EyjanÍ Silfrinu á sunnudag verða kosningarnar daginn áður gerðar upp. Fréttastofa RÚV verður með fremst í þættinum og fer yfir úrslitin. Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína í umræður eru Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þór Saari, enn er ekki útséð hver verður fulltrúi Vinstri grænna. Í þættinum verður einnig rætt Lesa meira
Hin langsóttu tengsl milli mín og Sihanouks
EyjanNorodom Sihanouk, prins í Kambódíu, sem nú er látinn, 89 ára að aldri, var einn af þeim mönnum sem var alltaf í fréttum þegar ég var strákur. Þetta var tími Vietnamstríðsins – upplausnin í Indókína leiddi miklar hörmungar yfir allt svæðið. Bandaríkjamenn fóru að hella sprengjum á Kambódíu til að koma í veg fyrir liðsflutninga Lesa meira
Siðvæðing
EyjanInnanríkisráðuneytið undir forystu Ögmundar Jónassonar stendur í ströngu þessa dagana. Það vill siðvæða samfélagið – og mun víst ekki af veita Ráðuneytið heldur ráðstefnu þar sem er skorin upp mikil herör gegn klámi. Nú er það orðið heilbrigðisvandamál. Það hafa reyndar ekki komið fram neinar sérstakar hugmyndir um hvernig hægt er að takmarka aðganginn að Lesa meira