Skattar, skattbyrði, laun og félagslegt öryggi
EyjanÁ Eyjunni segir frá því að skattar í heiminum séu hæstir í Danmörku, en Íslendingar séu með talsvert lægri skattbyrði en hin Norðurlöndin. Þetta er dálítið á skjön við það sem oft heyrist í umræðunni hér heima. Það hefur verið sagt um Norðurlöndin að galdurinn við velferðarsamfélögin þar sé að fólk borgi háa skatta – Lesa meira
Talsverð spenna í framboðsmálum
EyjanÞað er nóg að fylgjast með á næstunni – fyrir þá sem hafa áhuga á hinum pólitíska leik. Ég geri ekki ráð fyrir að Ragnar Önundarson telji sig geta fellt formann Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. En hann gengur fram af óvenjulegri hreinskilni – segir beinlínis að Bjarni Benediktsson sé óhæfur til að vera formaður flokksins og Lesa meira
Már í Silfrinu
EyjanMár Guðmundsson seðlabankastjóri verður meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn.
Ég fer að sjá Bond, þrátt fyrir…
EyjanÉg mun eins og milljónir annarra jarðarbúa fara og sjá nýju Bondmyndina í bíó. Og ég mun skemmta mér svona ágætlega – svona fram að lokaatriðunum, þá svífur yfirleitt á mig höfgi. Ég veit fátt sem nær að svæfa mig betur en lokaatriði Bondmynda. Þau eru alltaf eins; það er eins og að telja kindur. Lesa meira
Gullgrafaraæði í ferðaþjónustunni
EyjanÞað birtast fréttir um mikil skattaundanskot í ferðaþjónustunni. Eins kemur í ljós að margt fólk sem starfar þar er líka á atvinnuleysisbótum. Þetta kemur ekki á óvart. Gripið hefur um sig gullgrafaraæði í ferðabransanum. Allir sem vettlingi geta valdið ætla að græða á ferðamönnum. Fólk er í stórum stíl farið að leigja íbúðir sínar til Lesa meira
Tapio, Eiríkur Norðdahl, Gerður Kristný og frumútgáfur af Elíasi
EyjanEins og áður er komið fram fjöllum við um bókina Ariasman eftir Tapio Koivukari í Kiljunni í kvöld. Þetta er söguleg skáldsaga sem fjallar um Spánverjavígin á Vestfjörðum 1615. Við ræðum við Eirík Örn Norðdahl rithöfund um stóra skáldsögu eftir hann sem nefnist Illska. Bókin fékk feikigóða dóma í Kiljunni fyrir tveimur vikum. Gerður Kristný Lesa meira
Hverjir túlka atkvæði þeirra sem mæta ekki á kjörstað?
EyjanEitt af því sem þarf að ákveða í umfjöllun um nýja stjórnarskrá er hvernig farið verður með þjóðaratkvæðagreiðslur. Hversu hátt hlutfall kjósenda á að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu? 10 prósent? 15 prósent? 20 prósent? Og það þarf líka að setja reglur um hversu margir eiga að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu svo hún teljist gild. Nú heyrist Lesa meira
Orðstír í ræsinu
EyjanÞað að svífast einskis til að ná markmiðum sínum er eitt einkenni siðblindu. Það virðist vera ljóst að hljólreiðamaðurinn Lance Armstrong er hreinræktaður sýkópati. Sýkópatar komast oft upp með athæfi sitt og jafnvel í langan tíma, ein ástæða þess er að venjulegt fólk á erfitt með að setja sig inn í hugarheim þeirra. Armstrong beitti Lesa meira
Hvernig frjáls markaður brást í Bretlandi
EyjanMichael Meacher skrifar umhugsunarverða grein í Guardian um hvernig hinn frjálsi markaður hefur brugðist almenningi eftir langt tímabil einkavæðingar. Hann nefnir orkufyrirtæki – orkuverð hefur hækkað stórlega til Bretlandi og nú hyggst ríkisstjórnin neyða orkufyrirtæki til að veita neytendum lægsta mögulega verð. Ríkið þarf semsagt að grípa inn í. Annað dæmi eru járnbrautirnar sem voru Lesa meira
Finni skrifar sögulega skáldsögu um Spánverjavígin
EyjanTapio Koivukari er finnskur maður, ættaður frá Rauma. Hann bjó lengi á Íslandi, starfaði meðal annars sem smíðakennari á Ísafirði, er giftur íslenskri konu, henni Huldu, og hann talar íslensku nánast óaðfinnananlega. Tapio er rithöfundur, hann hefur skrifað trílógíu sem gerist í heimahéraði hans í Finnlandi, en svo sneri hann sér að því að skrifa Lesa meira