fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Silfuregils

Borgartúnið á tíma fátækrahverfisins Höfðaborgar

Borgartúnið á tíma fátækrahverfisins Höfðaborgar

Eyjan
03.12.2016

Þetta er ekki svo ýkja langt síðan, en þarna er gata í Reykjavík sem er gerbreytt. Við sjáum að Hallgrímskirkjuturn er risinn, bifreiðin fremst á myndinni er Ford Bronco – það þóttu flottustu jepparnir á sínum tíma. Þetta myndi vera á fyrrihluta áttunda áratugarins, turn kirkjunnar var kláraður 1974. Gatan er Borgartún sem síðar var Lesa meira

Minning um Einar Heimisson sem hefði orðið fimmtugur í dag

Minning um Einar Heimisson sem hefði orðið fimmtugur í dag

Eyjan
02.12.2016

Einar Heimisson var einstaklega hæfileikaríkur og glæsilegur maður sem kom miklu í verk á stuttri ævi. Hann varð bráðkvaddur í Þýskalandi 1998, aðeins 31 árs að aldri. Einar var mörgum harmdauði, íslenskt menningarlíf missti mikið við fráfall hans og kannski íslensk stjórnmál líka. Einar var afskaplega hugmyndaríkur maður og fundvís á merkilega hluti. Hann skrifaði Lesa meira

Er tímabært að tala um nýjar kosningar?

Er tímabært að tala um nýjar kosningar?

Eyjan
02.12.2016

Katrín Jakobsdóttir er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins. En ef marka má viðtal við hana er hún að gefast upp á því verkefni að mynda ríkisstjórn. Mér finnst kannski bara ástæða til þess að flokkarnir velti fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að mynda hérna þjóðstjórn og kjósa að nýju eftir einhvern ákveðinn Lesa meira

Katrín talar um þjóðstjórn – en við erum enn í annarri umferð

Katrín talar um þjóðstjórn – en við erum enn í annarri umferð

Eyjan
01.12.2016

Við erum enn í annarri umferð stjórnarmyndunartilrauna, henni er ekki lokið. Bjarni Benediktsson móðgaði frænda sinn Benedikt Jóhannesson með því að rjúka burt og fara að tala við Vinstri græna. Upp úr því slitnaði eftir dálitlar þreifingar, en þá voru Benedikt og Óttarr Proppé farnir að funda með Pírötum og Samfylkingu. Nú segir Benedikt að Lesa meira

Breyttir tímar í skákinni

Breyttir tímar í skákinni

Eyjan
01.12.2016

Eitthvert eftirminnilegasta sjónvarpsefni fyrri tíma voru skákskýringar í sjónvarpssal. Þær fóru þannig fram að skákskýrandinn stóð fyrir framan lóðrétt skákborð, sem varð að vera nokkuð stórt til að vera sýnilegt, og færði til menn annað hvort með höndunum eða þartilgerðri stöng. Þetta gekk ekki alltaf hratt fyrir sig, langt í frá, og það var auðvitað Lesa meira

Fjórflokksstjórnin – nei, varla!

Fjórflokksstjórnin – nei, varla!

Eyjan
30.11.2016

Frumlegasta mynstrið varðandi stjórnarmyndanir er það sem kom fram hjá Birgi Guðmundssyni, stjórnmálafræðingi á Akureyri. Þetta hljómar þannig að allir gömlu fjórflokkarnir verði saman í stjórn, íhald, framsóknarmenn, kommar og kratar. Semsagt allt pólitíska litrófið eins og það hefur verið lengst af frá því fyrir stríð. Stjórnarandstaðan væru þá nýju flokkarnir, Píratar, Viðreisn og Björt framtíð. Lesa meira

Fimm í fjársjóðsleit á Fagurey

Fimm í fjársjóðsleit á Fagurey

Eyjan
30.11.2016

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, póstar þessari mynd á Facebook. Í henni felst væntanlega ósk um að aftur verði teknar upp viðræður um fimm flokka ríkisstjórn. Fimm í fjársjóðsleit Fagurey heitir bókin á íslensku.     Kannski er þetta óskhyggja hjá Loga, það er þó aldrei að vita. Bjarni Benediktsson sleit óvænt sambandinu við Viðreisn og Lesa meira

Að trumpa hlutina

Að trumpa hlutina

Eyjan
29.11.2016

Í gær birtist úttekt í Kastljósi á eggjaframleiðanda sem varð uppvís að ótrúlegum sóðaskap og blekkingum. Eins og stundum er sagt fór „internetið á hliðina“ vegna þessa. Í dag sagði kona sem fæst nú við blómaskreytingar, en sat nokkurn tíma á Alþingi, álit sitt á þessum fréttum. Internetið fór aftur á hliðina – má segja Lesa meira

Þegar eggin voru skömmtuð

Þegar eggin voru skömmtuð

Eyjan
29.11.2016

Þeir sem eru komnir til vits og ára muna eftir eggjaskorti sem gerði oft vart við sig, ekki síst fyrir jólin, þegar bakaðar voru sautján sortir á öllum heimilum. Í desember voru egg mikil verðmæti. Ég man eftir karli sem gekk í hús og bauð til sölu „nýorpin egg“. Það gat verið dýrmætt að þekkja Lesa meira

Ógeðslegur sóðaskapur og dýraníð

Ógeðslegur sóðaskapur og dýraníð

Eyjan
28.11.2016

Út um allt er fólk sem í kvöld dauðsér eftir því að hafa keypt brúnegg, sumir árum saman – á heimilinu hérna er drengur sem spældi sér tvö brúnegg í morgunmat. Hann tók restina af eggjabakkanum áðan og henti honum. Ekki er ólíklegt að einhverjum hafi dottið í hug að henda eggjum í höfuðstöðvar Brúneggja. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af