Sjálfhverfa kynslóðin og drakúlakynslóðin
EyjanSighvatur Björgvinsson skrifar nýja grein um sjálfhverfu kynslóðina í Fréttablaðið í dag. Síðasta grein Sighvats var svo kröftug að við lá að brytist út kynslóðastríð á Íslandi. Sighvatur er að skrifa um kynslóð sem steypti sér í skuldir og vill nú losna undan þeim – meðal annars á kostnað hans sjálfs og kynslóðar hans. Sjálfur Lesa meira
Að tékka fullyrðingar – viðtal við Kristin Má
EyjanKristinn Már Ársælsson úr Lýðræðisfélaginu Öldu var í viðtali í Silfri Egils í gær. Hann sagði margt athyglisvert um nauðsyn þess að efla og dýpka lýðræði á tíma þegar traust á hefðbundnum stjórnmálum er í lágmarki og fjármagnsöfl eru mjög frek til fjörsins. Eitt atriði sem má kannski sérstaklega nefna úr viðtalinu eru orð Kristins Lesa meira
Stórbrotið Skýjakort
EyjanCloud Atlas er mynd sem var beðið með eftirvæntingu. Brotin sem höfðu sést úr henni voru svo ólík því sem er boðið upp á í kvikmyndahúsum. Myndin veldur ekki vonbrigðum. Hún er stór í sniðum og hugsun – þarna eru sagðar margar sögur sem tengjast með ýmsum hætti, aðallega þó þannig að í hverri sögu Lesa meira
Hvernig er þetta hægt?
EyjanÉg setti inn þessa stöðu á Facebook um daginn, fékk mikil viðbrögð: „Var að skoða stöðuna á húsnæðislánunum, hvernig er þetta hægt? Og mörg hundruð gjalddagar eftir – maður á ekki neitt! Þær eru dýrar þessar 18 milljónir sem það var í upphafi.“ Maður finnur hvernig verðbólgan geisar áfram – matvælaverð hefur hækkað geigvænlega á Lesa meira
Samfylkingin, sjálfsmyndin, hægri- og vinstrisveiflur
EyjanÁrni Páll Árnason boðar breytingar nú þegar hann hefur sigrað í prófkjöri í Kraganum. Eins og kom fram í Silfri Egils í dag er hann einni maðurinn sem langar mjög mikið að verða formaður Samfylkingarinnar. Kannski tekst honum það. Hann segir að þurfi nýjan takt. Það er samt óljósara hvað felst í þessu? Er það Lesa meira
Úlfar um Kristin Má og Stallman
EyjanÉg bendi á þennan pistil sem Úlfar Þormóðsson rithöfundur skrifar í framhaldi af tveimur viðtölum í Silfri Egils í dag, við Kristin Má Ársælsson og Richard Stallman. Pistill Úlfars hefst með svofelldum orðum: „Það var magnað að hlusta á forvígismann Lýðræðisfélagsins Öldu, Kristinn Má Ársælsson í Silfri Egils rétt í þessu. Og ánægjulegt. Hugmyndir þær Lesa meira
Seðlabankinn hamlar nauðasamningum
EyjanMikið er rætt um útgreiðslur úr þrotabúum gömlu bankanna þegar nauðasamningum lýkur. Í gær sendi Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður skilanefndar Glitnis, frá sér tilkynningu um að ekki sé hægt að kára nauðasamninga á þeim tíma sem áætlað var – ekki verður betur séð en að ástæðan séu orð sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri lét falla í Silfri Lesa meira
Partur af kerfinu
EyjanHvað sem líður stjórnarskrármálum – allt það ferli er ekki hafið yfir gagnrýni – þá hefur verið mjög rík krafa í samfélaginu undanfarin ár um beinna lýðræði og persónukjör. Þetta er reyndar ekki sér-íslenskt fyrirbæri – slíkar hugmyndir eru mjög á döfinni víða um heim. Það er misskilningur að halda að þetta komi einungis frá Lesa meira
Dýrt Íslandsálag
EyjanHér í þessari ályktun stjórnar Viðskiptaráðs segir að svokallað Íslandsálag, sem stafar af íslensku krónunni, sé jafndýrt á ári og rekstur heilbrigðiskerfisins – um 150 milljarðar króna. Það er líka álíka mikið og kostnaðurinn af Icesave II.