Spillingarsagan
EyjanSpillingarsaga Íslands er merkilegt rannsóknarefni – það er ekkert sérlega margt sem bendir til þess að þjóðfélagið hafi orðið mikið ógeðslegra eftir árið 2000 en áður var. Það er svosem spurning hvað á að fara langt aftur, en sagt er að Hannes Hafstein hafi eindregið markað stefnuna í átt til svokallaðrar útnefningaspillingar, hann var ódeigur Lesa meira
Ekki besta lýsið?
EyjanRannsókn danska ríkisútvarpsins á Omega-3 fiskolíunni frá Lýsi vegur að rótum íslensks þjóðernis. Við höfum staðið í þeirri trú að íslenskt lýsi sé skilyrðislaust hollt. Í dönsku rannsókninni er þessari vöru gefin falleinkun – það skortir mikið upp á ferskleikann. Sem bendir til þess að framleitt sé úr gömlu og lélegu hráefni. Er lýsið íslenska Lesa meira
Á réttum stað á réttum tíma
EyjanÞessi ljósmynd kemur manni í gott skap. Karlinn á myndinni hét Fred Cole, var frá Pensacola í Bandaríkjunum, hann var ferðamaður í London og var fyrir tilviljun staddur á Abbey Road 8. ágúst 1969, klukkan 10 að morgni. Cole var skrafhreifinn maður, hann hafði verið að spjalla við lögreglumann sem þarna sat í bíl. Þá Lesa meira
Litla Bretland – hví ekki?
EyjanÞað er í raun ekkert fáránlegt að tala um Ísland sem Litla-Bretland. Mikið af menningu okkar, pólitík og viðskiptaháttum kemur þaðan. Íslendingar skiptast í ættbálka eftir því með hvaða ensku fótboltaliðum þeir halda – það er spurt hvor menn séu Púlarar eða Unitedmenn – þetta er afskaplega tribal. Menning okkar er að miklu leyti komin Lesa meira
Miðborgin, höfnin og skemmtiferðaskipin
EyjanÉg hef áður skrifað hversu sorglegt umhverfið er við höfnina og í kringum Hörpu. Stórt flæmi bílastæða og stór umferðargata. Menn hljóta að stefna að því að reyna að tengja betur miðborgina og höfnina – sem er helsta prýði Reykjavíkur. Hér er ágætt myndband frá Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem er hvatt Lesa meira
Nóbelsskáld á kvennafrídaginn
EyjanAuður Jónsdóttir rithöfundur er afar skemmtileg kona – eins og hún á kyn til. Í Kiljunni í kvöld tölum við um bók hennar Ósjálfrátt. Þetta er skáldsaga sem er byggð á lífi hennar sjálfrar – og fjölskyldu hennar. Meðal þess sem ber á góma í þættinum – og er sagt frá í bókinni – er Lesa meira
Húsfyllir í Háskólabíói
EyjanÉg tók að mér að stjórna fundi um verðtryggingu hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í gær. Fundurinn var í Háskólabíói, það var húsfyllir og þungir straumar í loftinu. Þetta er ekki auðveldasta verkefni sem ég hef tekið að mér, en það var skemmtilegt. Stórir borgarafundir eins og þessi, þar sem eru rædd brýn mál, eru yfirleitt mjög Lesa meira
Hús Stefáns Mána, jarlaskáld Þórarins og konurnar í ætt Auðar
EyjanNýjar bækur streyma á markaðinn, Kiljan ber merki þess. Í þættinum á miðvikudagskvöld förum við með Stefáni Mána upp í Kollafjörð, þar er eyðilegt hús sem varð kveikjan að nýjustu skáldsögu hans, hrollvekju sem nefnist einfaldlega Húsið. Auður Jónsdóttir kemur í þáttinn og segir frá nýjustu bók sinni sem nefnist Ósjálfrátt. Þetta er skáldsaga með Lesa meira
Stór hjalli að komast yfir
EyjanÞað hefur margt vont og vitlaust verið sagt um skuldamál síðustu dagana. Ágætt er að fá mótefni gegn þessu, þetta er grein eftir hinn gamalreynda blaðamann Sigurð Boga Sævarson sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Sigurður fjallar um þessi mál af umburðarlyndi og mannkærleika – sem er góður útgangspunktur: „Fasteignasalar segja mér að algengt sé Lesa meira
Lönd tækifæranna í norðri
EyjanSamkvæmt þessari grein í Economist eru það Norðurlöndin sem eru lönd tækifæranna. Þar er hreyfanleiki milli stétta og tekjuhópa mestur – fólk hefur möguleika á að komast áfram óháð efnahag foreldranna. Þetta er mælt á stiku ójafnra tækifæra sem var þróuð af hagfræðingnum Francisco Ferreira hjá Alþjóðabankanum. Hreyfanleikinn er minni í Bandaríkjunum en alls staðar Lesa meira