Risaviðburður í tónlistinni
Eyjan1926 kom Jón Leifs til Íslands með Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar. Þetta var stórviðburður – landsmenn höfðu aldrei heyrt slíkan tónlistarflutning áður. Hljómsveitin hélt nokkra tónleika í Reykjavík og var efnisskráin mismunandi á þeim, en meðal annars voru leikin verk eftir Mozart, Schubert, Wagner, Haydn og Jón sjálfan. Hann var hljómsveitarstjóri. Þetta var mikið framtak hjá brautryðjandanum Lesa meira
Ef Íslendingar væru í gettóum
EyjanSetjum sem svo að í lok síðari heimstyrjaldarinnar, í stað þess að heimila stofnun sjálfstæðs lýðveldis, hefðu Bandaríkjamenn og Bretar ákveðið að flytja til Íslands fjölmenna þjóð eða þjóðflokk. Við getum gefið okkur að þessi þjóðflokkur hafi þjáðst í stríðinu – og að hann hafi talið sig eiga tilkall til íslensks lands í ljósi fornra Lesa meira
Skáldsagnajólin miklu
EyjanÞað lítur út fyrir að verði gríðarlegt framboð af íslenskum skáldsögum fyrir þessi jól – kannski offramboð. Ég veit um rithöfunda sem óttast að týnast í flóðinu. Það geta ekki allir fengið sömu athyglina. Bókamarkaðurinn hérna einkennist af gríðarlegri bóksölu um jólin, en jafnframt er stundum eins og bækur séu einnota jólavarningur. Nýútkomnar bækur eru Lesa meira
Aftur á miðaldir
Eyjan„Markmið þessara hernaðaraðgerða er að senda Gaza aftur á miðaldir. Aðeins þannig fær Ísrael frið næstu fjörutíu árin.“ Eli Yishai, innanríkisráðherra Ísraels, Haaretz. „Við þurfum að jafna við jörðu heilu hverfin í Gaza. Helst allt Gaza. Bandaríkjamenn hættu ekki eftir Hiroshima, Japanir gáfust ekki nógu fljótt upp, svo þeir sprengdu líka Nagasaki.“ Gilad Sharon, sonur Lesa meira
Gengur Bretland úr ESB?
EyjanNú er talað um að meirihluti Breta sé fyrir því að ganga úr Evrópusambandinu. Hugsanlegt er að þetta valdi létti hjá sumum á meginlandinu – þeir eru enn til sem telja að það hafi verið mistök að hleypa Bretlandi inn á sínum tíma. Bretar hafa verið á móti ýmsum málum sem talið er nauðsynlegt að Lesa meira
Vogunarsjóðir með gríðarleg ítök
EyjanLangstærsta fréttin í síðustu viku – með fullri virðingu fyrir prófkjörum og slíku – birtist í Fréttablaðinu á laugardag. Þetta er fréttaskýring Þórðar Snæs Júlíussonar á umsvifum vogunarsjóða í umsjá bandaríska fyrirtækisins Davidson Kempner í íslensku viðskiptalífi. Við vorum að reyna að ná utan um þetta mál í Silfri Egils í dag, en það er Lesa meira
Veikt prófkjör hjá Samfylkingunni
EyjanPrófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík bætist í flokk hinna veiku prófkjara sem hafa verið haldin undanfarið – og er kannski einna veikast. Kjörsókn var aðeins 38 prósent, og máttu þó aðeins skráðir flokksfélagar kjósa. Deilur komu upp um framkvæmd prófkjörsins. Og af þeim 2500 atkvæðum sem voru greidd, fékk efsti maður, Össur Skarphéðinsson, aðeins 972 atkvæði Lesa meira
Mögnuð ræða um Palestínumálið
EyjanBreski þingmaðurinn Sir Gerald Kaufman flytur ræðu um Ísrael og Palestínu í þinginu í London. Kaufman er gyðingur og segist hafa þekkt flesta forsætisráðherra Ísraels, ættmenni hans mörg voru myrt í helförinni. Nú sé komið fram við Palestínumenn eins og þeir séu skítur, enda snúist framferði Ísraela um landvinninga.
Landfræðilegur veruleiki
EyjanÞessi mynd segir meira en þúsund orð – og vekur upp spurningar um hvað sé hæft í því að Ísraelar séu að verja sig gegn Palestínumönnum. Það skal tekið fram að landrán Ísraela heldur áfram, í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna. Í raun minnir það helst á nýlendustefnu fyrri tíma.
Tími okurlánaranna
EyjanÍ síðasta pistli skrifaði ég um spillinguna á Íslandi – nefndi þar hermangið og ríkisbankana, þar voru bankastjórarnir agentar stjórnmálaflokkanna, og sáu um að útdeila fé til þeirra sem voru í klíkunum eða innundir hjá þeim. Alþýða manna varð að fara á hnjánum til að fá lán í banka. Það eru ýmsar hliðar á þessu. Lesa meira