Enga kvenbiskupa á Englandi
EyjanEnska biskupakirkjan er í sérkennilegum vandræðum. Á þingi hennar fyrir nokkrum dögum var samþykkt að konur fengju ekki að vera biskupar. Kirkjan leyfði kvenpresta fyrir tuttugu árum Afstaðan nú þykir skjóta skökku við – leiðtogi kirkjunnar, erkibiskupinn af Kantaraborg, vildi samþykkja kvenbiskupana, en meirihluti þingmeðlima reyndist hafa íhaldssamari skoðanir. Þetta þýðir að konur geta ekki Lesa meira
Hvar eru endurskinsmerkin?
EyjanÉg er ekki vanur að tuða mikið yfir umferðarmálum, en…. Þegar aldurinn færist yfir gerist maður nokkuð náttblindur. Maður finnur mest fyrir þessu þegar tekur að dimma á veturna – nú bregður birtu upp úr fjögur síðdegis. Þá rétt greinir maður skuggaverur paufast í myrkrinu, börn og fullorðna – suma sér maður varla. Það er Lesa meira
30 ára frá einni mögnuðstu þingræðu sögunnar – um flokksræðið gegn fólkinu
EyjanEyjólfur Ármannsson lögfræðingur sendi þessa grein. — — — Hinn 23. nóvember 1982 eða fyrir 30 árum flutti Vilmundur Gylfason eina mögnuðustu þingræðu sem flutt hefur verið á lýðveldistímanum. Þetta er kröftug, ástríðufull og skemmtileg ræða þar sem íslensk stjórnkerfi er tekið á beinið. Þrátt fyrir gjörbreytt samfélag búum við í dag, árið 2012, við Lesa meira
Thanksgiving á Íslandi?
EyjanVið erum að taka upp alls konar bandaríska hátíðisdaga, Hrekkjavöku, Valentínusardag – og nú síðast verður maður var við tilburði til að taka upp Þakkargjörðardaginn. Thanksgiving eins og það heitir á ensku er haldinn í Bandaríkjunum til að minnast þess þegar innflytjendur – svokallaðir Pílagrímar – námu land á austurströndinni snemma á 17. öld. Þetta Lesa meira
Skortur á skapandi hugsun í Evrópu
EyjanTimothy Garton-Ash, höfundur fjölda bóka um alþjóðamál og þá sérstaklega Evrópu, skrifar grein í Guardian þar sem hann líkir Bretlandi við skrifstofumann sem stendur á syllu háhýsis og getur ekki ákveðið hvort hann á að stökkva – sumir hrópa á hann að bíða, aðrir kalla: Stökktu, stökktu! Ash er að skrifa um ástandið í Evrópusambandinu, Lesa meira
Björk á tónleikunum í Hörpu
EyjanÞessa ljósmynd er að finna á bloggi Berlínarfílharmóníunnar. Hún er tekin ofan af sviði í Hörpunni og út í sal, líklega undir lok tónleikanna í gærkvöldi. Hljóðfæraleikurunum fannst nokkuð til þess koma að Björk væri í salnum. Segir á vefnum að Björk sé „íslenskt íkon“.
Bjórjól
EyjanLengi var rekinn áróður fyrir því að fólk drykki ekki áfengi á jólunum – þau skyldu vera hátíð barnanna. Og víst er að sumar fjölskyldur eru fullar af vondum minningum frá jólum – þetta er tími þegar margir leggjast í drykkjuskap. En nú eru aðrir tímar og áróðurinn er alveg þveröfugur. Það er látlaust klifað Lesa meira
Rattle lýkur lofsorði á Hörpu
EyjanTónleikar Berlínarfílharmóníunnar í Hörpu í gær ollu engum vonbrigðum. Hljómsveitin var í einu orði sagt stórkostleg. Hún er í rauninni eins og stórt hljóðfæri í höndum hljómsveitarstjórans, sumir myndu segja vél, en um leið er mikil spilagleði í sveitinni – maður fylgist með einstaka hljóðfæraleikara og það er eins og hann sé á fullu að Lesa meira
Ættarveldin í Viðey, Steinunn Sig, stórskáldið Megas
EyjanÍ Kiljunni á miðvikudagskvöld förum við út í Viðey með Guðmundi Magnússyni, höfundi bókarinnar Íslensku ættarveldin. Í Viðey stóð veldi Stephensen-ættarinnar sem var afar voldug í lok 18du aldar og á fyrri hluta þeirrar 19du. Stephensenar héldu sig mjög ríkmannlega, eins og aðalsmenn í útlöndum, og veislur þeirra voru frægar – á sama tíma og Lesa meira
Gæði þingmanna
EyjanMagnús Geir Eyjólfsson leggur út af leiðaraskrifum í Mogga í grein hér á Eyjunni. Í leiðaranum stendur: …„hluti núverandi þinghóps er þeirrar gerðar að flestir myndu kjósa sér annað kompaní dagpart sem þeir mættu missa og fengju gæsahúð ef þyrftu að umgangast hann drjúgan hluta vinnuvikunnar, hvað þá næstu 200 vikurnar tæpar“. Þetta er furðuleg Lesa meira