fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Silfuregils

Ríkisstjórnin og markmiðin

Ríkisstjórnin og markmiðin

Eyjan
05.12.2012

Ný ríkisstjórn settist að völdum á Íslandi 2009, stjórnin sem átti að taka til eftir hrunið. Hún setti sér risastór markmið, ætlaði í raun að gerbreyta samfélaginu. Fyrst virtist hún hafa meðbyr til þess. En svo fóru tregðulögmálin að gera vart við sig. Hagsmunahópar eru afar sterkir í íslensku samfélagi og í raun ríkir mikil Lesa meira

Eintóm vandræði í Afganistan

Eintóm vandræði í Afganistan

Eyjan
05.12.2012

Í gærkvöldi horfði ég á gagnmerka heimildarmynd um Afganistan á norrænni sjónvarpsstöð sem ég hef aðgang að. Það er í raun stórmerkilegt hversu lítið er fjallað um stríðið í Afganistan, sérstaklega í ljósi þess að Nató er aðili að hernaðinum. Það er betur og betur að koma í ljós hvílíkt feigðarflan það var að ráðast Lesa meira

Tilgangur málþófsins?

Tilgangur málþófsins?

Eyjan
05.12.2012

Það er betra í heilbrigðri umræðu að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Auðvitað er það málþóf sem Sjálfstæðismenn beita í þinginu þessa dagana – hvað annað? Það er hins vegar spurning hvað vakir fyrir þeim. Nú er málþófinu beitt í umræðu um fjárlög. Það getur þó varla vakað fyrir Sjálfstæðisflokknum að koma í veg fyrir Lesa meira

DV: Jón Ásgeir stýrir Iceland

DV: Jón Ásgeir stýrir Iceland

Eyjan
05.12.2012

Úti á Granda standa nú þrjár stórverslanir sem keppa um hylli neytenda. Allar eru að keppa á sama sviðinu – í ódýrri matvöru, það er síður spurt um gæðin. Samkeppnin er hörð á neðri enda matvöruverslunarinnar – á efri endanum er lítið sem ekkert að gerast. Nú standa þarna Bónus, Krónan og ný verslun Iceland. Lesa meira

Suðurgluggi Gyrðis, Endimörk heimsins, Ljóðorkulind, Vígroði

Suðurgluggi Gyrðis, Endimörk heimsins, Ljóðorkulind, Vígroði

Eyjan
04.12.2012

Í Kiljunni annað kvöld förum við austur fyrir fjall og heimsækjum Gyrði Elíasson í litlu húsi þar sem hann hefur skjól til að skrifa. Gyrðir hefur átt merkilegt skáldskaparár, í vor kom út eftir hann ljóðabókin Hér vex enginn sítrónuviður og nú snemma vetrar skáldsagan Suðurglugginn. Bæði þessi verk þykja framúrskarandi góð, Suðurglugginn er tilefndur Lesa meira

Drekasvæðið og loftslagsváin

Drekasvæðið og loftslagsváin

Eyjan
04.12.2012

Aðkoma norska ríkisolíufélagsins Petoro að olíuleit á Drekasvæðinu styrkir allt það ferli verulega. Fyrirtækin sem urðu ofan á í útboði Orkustofnunarinnar vegna olíuleitarinnar eru ekkert sérstaklega burðug – en þegar hinir þaulreyndu Norðmenn koma til skjalanna horfir þetta öðruvísi við. Ísland verður þá kannski olíuríki innan einhvers árafjölda? En svo má líka velta fyrir sér Lesa meira

Skýring?

Skýring?

Eyjan
03.12.2012

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var mikið spurt um það í dag hver hefði ákveðið að veita Mileston 10 milljarða króna lán úr bankanum Glitni – í gegnum hið margnefnda félag Vafning. Enginn vildi kannast við það. Menn klóruðu sér í hausnum í dómssal. En skýringin er auðvitað einföld, stuðið var orðið svo mikið í íslensku bönkunum Lesa meira

Hver bauð Huang að fjárfesta?

Hver bauð Huang að fjárfesta?

Eyjan
03.12.2012

„Það eru íslensk stjórnvöld sem buðu mér að fjárfesta,“ segir Huang Nubo í viðtali við Bloomberg fréttaveituna. Huang hefur gefið alls konar yfirlýsingar og ekki alltaf að marka þær. En það væri samt forvitnilegt að vita hvað er hæft í þessu, hver gæti hafa boðið honum að fjárfesta hér? Hvað á hann við þegar hann Lesa meira

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Ekki missa af