Formannsefnin í Samfylkingu og fylgið sem leitar til Bjartrar framtíðar
EyjanÞað er athyglisverð niðurstaða úr skoðanakönnun Viðskiptablaðsins að Árni Páll Árnason njóti meira fylgis en Guðbjartur Hannesson meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Guðbjartur virðist vera vinsælli en Árni Páll innan þingflokksins, hann nýtur stuðnings Jóhönnu, og einnig hafa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Oddný Harðardóttir lýst yfir stuðningi við hann. En Guðbjartur virkar oft hikandi, hann er gegnir Lesa meira
Allsnægtir og örbirgð í Bandaríkjunum
EyjanSjónvarpið sýndi í gær stórmerkilega og hrollvekjandi mynd um fátækt í Bandaríkjunum. Myndin sýndi hvernig moldrík yfirstétt tekur til sín stöðugt meira af þjóðartekjum Bandaríkjanna. Hún á stjórnmálin með húð og hári. Það stjórnarfyrirkomulag kallast plútókratí – eða auðræði. Auðstéttin stendur á móti öllum tilraunum til að leggja á hana meiri skatta – og henni Lesa meira
Stjórnarskrárbreytingar og tregðan
EyjanGamla aðferðin við að breyta stjórnarskránni var sú að skipa nefnd þingmanna sem ráðslagaði um hvað væri hægt að gera við þetta plagg. Yfirleitt fóru þessar endurskoðanir út um þúfur, vegna þess að stjórnmálaflokkarnir gátu ekki komið sér saman um breytingar. Þannig fór fyrir síðustu stjórnarskrárnefnd sem var skipuð 2005 – í kjölfar synjunar Ólafs Lesa meira
Yfirlýsing lattelepjara
EyjanÉg er lattelepjandi miðborgarbúi í Reykjavík. Ein helsta nautn mín er kaffibolli sem ég drekk tvisvar á dag, að morgni og eftir hádegið en helst ekki oftar, það er ekki gott fyrir taugakerfið. Ég vil ítalskt kaffi úr þartilgerðri vél – ég sóa ekki kaffiskammtinum mínum í uppáhelling. Reyndar vil ég ekki hafa mikla mjólk Lesa meira
Almenningur borgar brúsann
EyjanUndanfarið hef ég skrifað nokkrar greinar um skattaundanskot stórfyrirtækja – það er mál sem til dæmis hefur verið mjög umtalað í Bretlandi. Eyjan birtir í dag grein um skattaundanskot tölvurisans Google. Jóhannes Björn, sem hefur nokkrum sinnum verið gestur hjá mér í Silfri Egils, skrifar þessi ummæli um greinina: „Yfir helmingur alls sem er keypt Lesa meira
Myndir af upplýsingarmönnunum Eggerti og Skúla
EyjanSnilldarmálarinn Þrándur Þórarinsson málar þessa mynd af Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni þegar þeir klifu Heklutind 1750, að því er sagt fyrstir manna. Það þótti mikil dirfska, þarna var sjálft fordyri helvítis. Skálholtsbiskup var andsnúinn tiltækinu – þá eins og löngum var það kirkjunni í hag að halda fólki í fáfræði. Frændi minn góður, Hrafn Lesa meira
Ríkisstjórn með faxi
EyjanDavid Cameron segir að það megi ekki gerast að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Ef Bretland gangi út en verði áfram aðili að sameiginlega markaðnum, verði staða þess eins og Noregs. Cameron segir að það sé það sé „ríkisstjórn með faxi“ – Norðmenn taki við lögum frá Evrópusambandinu en hafi ekkert um þau að segja. Noregur Lesa meira
Skattaundanskotin og endurskoðunarrisarnir
EyjanUm fátt hefur verið meira rætt á Bretlandi að undanförnu en stórfelld skattaundanskot alþjóðlegra stórfyrirtækja. Sem betur fer virðist þetta ætla að koma í hausinn á þeim sumum. Það lítur út fyrir að viðskipti kaffihúsakeðjunnar Starbucks þurfi að gjalda fyrir þetta, það hafa verið mótmæli við kaffihús Starbucks og jafnvel er gert ráð fyrir því Lesa meira
Dýr bankabjörgun á Íslandi
EyjanSigrún Davíðsdóttir og Þórólfur Matthíasson skrifa um kostnaðinn við að bjarga íslenskum bönkum og fjármálastofnunum á vefinn EconoMonitor. Þau komast að þeirri niðurstöðu að fráleitt sé að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki dælt peningum í bankakerfið eftir hrun þess – þvert á móti sé umfang björgunarinnar hátt í 25 prósent af þjóðarframleiðslu. Lesa meira
Samfélagið sem Margrét skóp – og thatcherisminn sem frávik
EyjanVernon Bogdanor, prófessor í stjórnsýslufræðum við King´s College í London, skrifar ritdóm í New Statesman um tvær bækur sem fjalla um Margaret Thatcher og Íhaldsflokkinn í Bretlandi. Önnur heitir Making Thatcher´s Britain og hin The Conservatives Since 1945. Í fyrrnendu bókinni kemur fram að hugmyndir Thatchers, sem hún tefldi fram gegn sósíalismanum hafi ekki síst Lesa meira