fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Silfuregils

Lobbýisminn og beina lýðræðið

Lobbýisminn og beina lýðræðið

Eyjan
18.12.2012

Einn vandinn í stjórnkerfum heimsins eru vald lobbýista. Þetta orð er notað yfir fulltrúa stórfyrirtækja og hagsmunahópa sem reyna að hafa áhrif á stjórnmálin. Í Bandaríkjunum kveður svo rammt að þessu að lobbýistar semja heilu frumvörpin og koma þeim áfram til þingmanna. Vald þeirra er ógurlegt: Frá fyrirtækjunum og hagsmunahópunum renna peningarnir í stríðum straumum Lesa meira

Ég kemst í jólafíling – not!

Ég kemst í jólafíling – not!

Eyjan
18.12.2012

Íslendingar eru komnir í mikinn ham að breyta alls konar tónlist í jólalög. Ætli tónlistarmenn meðal annarra þjóða séu svona duglegir við þetta? Bubbi var að reyna að gera Across the Universe, hið heimspekilega Lennonlag, að jólasöng. Kannski fáum við aldrei að heyra það. Við þurfum stundum að hlusta upp á hrylling sem á íslensku Lesa meira

Guð hatar Ísland

Guð hatar Ísland

Eyjan
18.12.2012

Það eru einföld skilaboð frá bandaríska prédíkaranum Jim Osborne – Guð hatar Ísland. Vegna forsætisráðherrans, gleðigöngunnar, reðursafnsins, velefrðarkerfisins, friðarstefnunnar – og hann hefur refsað okkur með t.d. loftslagi og bankahruni. Þetta er þó líklega grín – þegar öllu er á botninn hvolft. GOD HATES ICELAND! The Icelandic Flag mocks the cross by turning it sideways. Lesa meira

Aðalstræti anno 1905

Aðalstræti anno 1905

Eyjan
17.12.2012

Í kjallaranum í Iðuhúsinu við Lækjargötu getur að líta þetta stórfenglega líkan – Aðalstræti eins og það leit út árið 1905. Það eru Finnur Arnar Arnarson og Þórarinn Blöndal sem hafa gert líkanið og óhætt að segja að þeir hafa nostrað við verkið. Á þessari efri myndinni er horft suður Aðalstræti frá Hótel Íslandi, sem Lesa meira

Jóladýrð í Miðbænum

Jóladýrð í Miðbænum

Eyjan
16.12.2012

Yfirleitt bregst það ekki að í desember fara fjölmiðlar að flytja fréttir um hversu hræðilega vont veðrið sé utandyra, ekki síst í miðborg Reykjavíkur, og að nánast sé óðs manns æði að vera þar á ferðinni. Svo er talað um að allt sé fullt út að dyrum í Kringlunni og Smáralind. Í gær bar þó Lesa meira

Kristur dreginn inn í eitt og annað

Kristur dreginn inn í eitt og annað

Eyjan
15.12.2012

Varaþingmaður kvartan undan því að Jesús Kristur hafi verið dreginn inn í baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá – af presti sem flutti útvarpsmessu. Til að fá þessa niðurstöðu þurfti að safna saman upplýsingar um útvarpsmessur í mörg ár. En Jesú hefur verið dreginn inn í ýmislegt. Hann varð á sínum tíma partur af valdastrúktúr Rómarveldis – Lesa meira

Bandaríkin og byssueignin

Bandaríkin og byssueignin

Eyjan
15.12.2012

Bandaríkin eru land sem er fullt af mótsögnum. Það er til dæmis merkilegt að Bandaríkin verja ógurlegum fjárhæðum í varnir gegn hryðjuverkum – öryggiseftirlit ríkisins er beinlínis undirlagt af hryðjuverkaógninni. Samt deyja afar fáir Bandaríkjamenn eða meiðast af völdum hryðjuverka. Hins vegar má rekja meira en 32 þúsund dauðsföll á ári til byssueignar eins og Lesa meira

Jólalegt þorp

Jólalegt þorp

Eyjan
14.12.2012

Einhvers staðar í norðrinu? Nei, þessi fallega vetrarmynd er tekin í þorpinu Milia í fjallahéraðinu Epirus í Grikklandi. Það er eitthvað við myndina sem hlýjar manni að innan, þótt snjór liggi yfir öllu. Kannski er hún bara svona jólaleg?

Skuggavarp

Skuggavarp

Eyjan
14.12.2012

Mér finnst afskaplega gaman að horfa á myndir frá arkitektum með tilliti til skuggavarps. Ég man eftir myndum sem birtust fyrir nokkrum árum af uppbyggingu á Laugavegi 4-6. Samkvæmt skuggunum á þeim var sól hátt á lofti – í hánorðri. Nú hafa verið birtar myndir af svokölluðum Hljómalindarreit og uppbyggingu þar. Sumir segja að byggingarnar Lesa meira

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Ekki missa af