Valdabrölt Murdochs og misnotkun hans á fjölmiðlum
EyjanCarl Bernstein leggur út af frétt sem er upprunnin frá félaga hans, Bob Woodward, um þá fyrirætlun fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch að koma hershöfðingjanum David Petraeus í forsetastól í Bandaríkjunum. Bernstein og Woodward eru blaðamennirnir sem flettu ofan af Watergate-hneykslinu – sem var í raun upphafið að nútíma rannsóknarblaðamennsku. Nú er Bernstein misboðið vegna þess hversu Lesa meira
Er Jón lengur í VG?
EyjanÞingmenn geta hlaupið út undan sér í ýmsum málum – og flokksagi er auðvitað misjafn. Þannig kemur ekki sérlega á óvart að Jón Bjarnason skuli standa að áliti um að slíta aðildarviðræðum við ESB í utanríkismálanefnd. Þetta fellur meira að segja vel í kramið hjá sumum í VG. Hjálpar jafnvel flokknum – hann getur þá Lesa meira
Höft til frambúðar
EyjanÞað hafa verið uppi miklar heitstreingingar um afnám gjaldeyrishafta. Í lögum stendur að þau skuli hverfa fyrir árslok 2013. Viðskiptaráð var með vinnuhóp sem taldi að ekkert mál yrði að afnema höftin á einu ári, þar sátu ýmsir stórlaxar úr viðskiptalífinu. Forstjóri Kauphallar Íslands hefur margsinnis talað um að léttur leikur væri að losna við Lesa meira
Bandalag stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingar
EyjanAthyglisverðasta blaðagrein dagsins er eftir Bjarna Jónsson, stjórnarformann fyrirtækis sem nefnist Nordic Store. Greinin birtist í Fréttablaðinu. Bjarni skrifar um bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja, sem hann segir að sé „óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir“ Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt þetta bandalag, segir hann. Eðli bandalagsins er að greidd eru laun sem eru langt undir því Lesa meira
Þýski hneykslisbankinn
EyjanÞetta er forsíða nýjasta heftis þýska tímaritsins Der Spiegel. Það er fjallað um stærstu fjármálastofnun Þýskalands, Deutsche Bank, og segir að hann hafi eyðilagt orðspor sitt. Þýski hneykslisbankinn er hann nefndur í greininni. Þess má geta að það var Deutsche Bank sem lánaði hinum trylltu íslensku fjármálamönnum hvað mest fé á árunum fyrir hrun. Hér Lesa meira
Hvað verður um ESB-umsóknina eftir kosningar?
EyjanÉg skrifaði greinarkorn í fyrradag þar sem ég sagði að ESB væri óseljanleg vara á Íslandi eins og hinn pólitíski veruleiki er – bæði hér heima og í Evrópu. Ég hygg að sé ekkert ofmælt í þessu sambandi. Aðeins tveir stjórnmálaflokkar fara í næstu kosningar sem beinlínis eru hlynntir aðild, Samfylkingin og Björt framtíð. Flokkarnir Lesa meira
Ofsóknaræði stórveldis og íslenskar hafnir
EyjanForráðamenn Eimskipafélagsins eru mjög æstir vegna öryggisgæslu í íslenskum höfnum – í Fréttablaðinu í dag segir forstjóri félagsins að við verðum sett í flokk með Sýrlendingum ef ekki verður bætt þarna úr. Ástæðan er sögð vera óánægja bandarískra yfirvalda – þá væntanlega svokallaðs heimavarnaráðuneytis – með að einn og einn laumufarþegi hefur reynt að komast Lesa meira
Limrur, Lýður læknir, Síðasta freisting Krists og stór skammtur af gagnrýni
EyjanSíðasta Kiljan fyrir jól er á dagskrá í kvöld. Í þættinum er tvöfaldur skammtur af gagnrýni líkt og í síðustu Kilju. Við fjöllum um eftirtaldar bækur: Skáld eftir Einar Kárason, Bjarna-Dísu eftir Kristínu Steinsdóttur, Gísla á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, Íslendingablokk eftir Pétur Gunnarsson, Fjarveruna eftir Braga Ólafsson, Töfrahöllina eftir Böðvar Guðmundsson og Millu eftir Lesa meira
ESB er óseljanleg vara
EyjanÁlyktun utanríkismálanefndar staðfestir það sem reyndar hefur lengi legið fyrir – að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er í raun farin út um þúfur. Það breytir ekki miklu þótt Jón Bjarnason og Ragnheiður Elín Árnadóttir séu á leið í prófkjör, það kann vel að vera skýringin á þessari atburðarás en það er ekkert aðalatriði. Í dag Lesa meira
Rammaáætlun er bullandi pólitík
EyjanUmræðan um rammáaætlun er einkennileg. Það er sagt að hún eigi að vera fagleg og ópólitísk – og að í henni eigi að felast sátt. En það getur hún auðvitað aldrei orðið. Sumir stjórnmálaflokkar vilja helst virkja hverja sprænu og hvern hver – í því sambandi eru meira að segja notuð rök eins og sum Lesa meira