Ukip og hjónabönd samkynhneigðra
EyjanMenn gera nokkuð úr auknum stuðningi við Ukip, Sjálfstæðisflokk Bretlands, í umræðu hér á landi. Ukip er aðallega þekktur fyrir að vera á móti Evrópusambandinu. Leiðtogi hans, Nigel Farage, situr á Evrópuþinginu, tekur reyndar lítinn þátt í þingstörfum, fyrir utan að þiggja kaupið og hæðast að öllu sem þar fer fram. Það er auðvitað viss Lesa meira
Sannleikur og sannlíki
EyjanHvernig á að bregðast við því þegar kvikmyndir verða hin opinbera útgáfa af veruleikanum? Við sáum þetta til dæmis í The Social Network, myndinni sem fjallaði um Facebook og stofnanda þess, Mark Zuckerberg. Hún var full af villum og vitleysu – sem hefur orðið að einhvers konar sannlíki. Nú er nýkomin út mynd sem fjallar Lesa meira
Manndómur Piers Morgan
EyjanÞegar fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan var í Bretlandi varð hann ein af táknmyndum hins illa fjölmiðlaveldis Murdochs. Hann var ritstjóri sorpblaða eins og News of the World og The Sun. Hann er sagður hafa átt þátt í hlerunahneykslinu sem hefur skekið Murdoch-fjölmiðlana í Bretlandi. En nú er hann kominn til Ameríku og starfar sem þáttastjórnandi á Lesa meira
Góð jólasaga
EyjanSagan um bóndann sem tók á móti strokufanganum um hánótt er jólasagan í ár. Strokufanginn fékk hangikjöt, súpu og jólaköku. Maður dáist að æðruleysi bóndans og dóttur hans. Þetta hefði getað endað illa. Strokufanginn hefur hlotið hermennskuþjálfun og hann var vopnum búinn. Hefði til dæmis orðið umsátur hefði einhver getað látið lífið. Bóndinn, Sigurður Páll Lesa meira
Jólakveðjur
EyjanHér eru þrjár jólakveðjur sem mér hafa borist síðustu daga, þær eru skemmtilegar hver á sinn hátt. Þessi er frá borgarstjóranum í Reykjavík og sýnir fólk á skautum á Tjörninni. Það kemur ekki fram hvenær myndin er tekin, en hún er líklega margra áratuga gömul eins og sjá má á klæðnaðinum, reiðhjólinu á myndinni Lesa meira
Og allir komu þeir aftur
EyjanJón Ásgeir Jóhannesson rekur stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins – og er byrjaður í matvörubransanum að nýju. Björgólfur Thor Björgólfsson á símafyrirtækið sem mestur vöxtur er í. Og Hannes Smárason er aftur farinn að veita ráðgjöf um fjármál Íslenskrar erfðagreiningar.
Uppgjöf Lilju
EyjanFramboð Lilju Mósesdóttur var með um tuttugu prósenta fylgi samkvæmt skoðanakönnun í febrúar. Þetta hefði mátt teljast fljúgandi start, en svo hallaði fljótt undan fæti. Varaformaður flokksins sem hún stofnaði, Samstöðu, lét sig hverfa stuttu eftir stofnun hans. Fleiri hafa tínst burt – til dæmis fólk sem kom til Lilju úr Framsókn. Það er farið Lesa meira
Gamlir – og fremur nýir jólasiðir
EyjanÞað er dálítið gaman að spá í hefðir – uppruna þeirra og hversu gamlar þær eru. Oft kemur á óvart hvað þær eru í raun ungar. Það er til dæmis skötuát á jólum. Þegar ég var að alast upp stundaði nokkuð fámennur hópur skötuát – það var aðallega fólk sem var ættað að vestan. Nú Lesa meira
Tími mannanna verka og tími fjallsins
EyjanÞetta er falleg og dálítið jólaleg mynd sem kemur frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Hún er líklega tekin um eða rétt fyrir aldamótin 1900, hún er semsagt rúmlega hundrað ára gömul. En breytingarnar eru miklar. Þarna er horft norður Lækjargötu, húsið sem er næst stendur enn, það er á horninu við Skólabrú. Aðrar byggingar á myndinni eru Lesa meira
Ósmekkleg völvuspá
EyjanÉg verð að viðurkenna að af öllu heimskulegu efni sem birtist í fjölmiðlum er mér hvað mest í nöp við svonefndar „völvuspár“. Ég veit ekki hverjir semja svona vitleysu, en auðvitað eru það ritstjórnir blaða sem bera ábyrgð á efninu. Yfirleitt hefur maður verið laus við svona efni í stærstu fjölmiðlunum, en í gær birti Lesa meira