fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

Silfuregils

Var það þess virði fyrir VG?

Var það þess virði fyrir VG?

Eyjan
09.01.2013

Það er ekki nýtt að flokkar sem eru minni aðilinn í ríkisstjórnum lendi í hremmingum. Framsókn þjáðist ákaflega í stjórninni með Sjálfstæðisflokknum undir það síðasta. Alþýðuflokkurinn þurrkaðist næstum út í viðreisn. En maður hefur sjaldan séð flokk lenda jafn illa í því og Vinstri græna. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur 2009, það var ekki óvænt – Lesa meira

Listabókstafurinn A

Listabókstafurinn A

Eyjan
08.01.2013

Björt framtíð fær listabókstafinn A. B-ið er náttúrlega upptekið. Sumir segja að þetta sé ísmeygilegt – A var stafur Alþýðuflokksins. Björt framtíð gæti höfðað til kjósenda hans. Og A er fyrsti stafurinn í stafrófinu.

Langstærsta fiskihöfnin

Langstærsta fiskihöfnin

Eyjan
08.01.2013

Líklega verður að endurskoða fullyrðingar um að í Reykjavík sé lattelepjandi kaffihúsalið sem leggur ekkert til þjóðarbúsins. Samkvæmt þessari frétt á vef Fiskistofu var 90 þúsund tonnum af botnfiski landað í Reykjavík í fyrra – það er aðeins minna en tveimur árum áður. Grindavík kemur næst með 40 þúsund tonn. Það er einnig merkilegt að Lesa meira

Hvernig evran bjargaðist

Hvernig evran bjargaðist

Eyjan
07.01.2013

Evrópuritstjóri The Economist, John Peet, útskýrir hvernig evran bjargaðist á síðasta ári. Hann nefnir þrjá hluti – og segir að útlitið sé mun bjartara en á horfðist um mitt árið. Í fyrsta lagi er það aðeins meiri stöðugleiki í Grikklandi og sú staðreynd að Grikkir vilja halda í evruna, eins og birtist í síðustu kosningunum Lesa meira

Við háborðið

Við háborðið

Eyjan
07.01.2013

Einar Kárason rithöfundur setti þessa færslu inn á Facebook-síðu sína, hann fullyrðir að sagan sé sönn: „Ég heyrði þessa sögu frá manni sem var viðstaddur smóking-síðkjóla-áramótaboð með öllum helstu auðmönnum landsins nú fyrir fáum dögum; 2012/13. ÓRG var að sjálfsögðu við háborðið, en líka einn flokksleiðtogi: Bjarni Ben. Óli er kynntur inn við standandi fögnuð Lesa meira

Iðnskólabíó sem aldrei varð

Iðnskólabíó sem aldrei varð

Eyjan
07.01.2013

Björn Jón Bragason, sem hefur umsjón með síðunni 101Reykjavík, sendi mér upplýsingarnar sem þessi pistill er byggður á eftir að ég birti greinarkorn þar sem minnst var á Trípolíbíó. Bíóið opnaði 1947 í bragga sem hafði verið notaður undir leik- og kvikmyndasýningar á stríðsárunum. Það var Tónlistarfélagið í Reykjavík sem sá um bíóreksturinn og fékk Lesa meira

Depardieu og deilurnar um ofurskattana í Frakklandi

Depardieu og deilurnar um ofurskattana í Frakklandi

Eyjan
06.01.2013

Skatturinn sem deilt er um í Frakklandi átti að leggjast á tekjur umfram eina milljón evrur á ári – þ..e. um 170 milljón íslenskar krónur. Nú hefur stjórnlagadómstóll ákvarðað að þessar fyrirætlanir standist ekki lög. Um þetta hefur verið fjallað frá ýmsum hliðum, sumir segja að þarna sé á ferðinni ríkisstjórn sem sé haldin einhvers Lesa meira

Flugdólgurinn og fjölmiðlaveruleikinn

Flugdólgurinn og fjölmiðlaveruleikinn

Eyjan
05.01.2013

Hinir nýju samskiptamiðlar breyta ýmsu í fjölmiðlun. Maður missir stjórn á sér í flugvél, hann er bundinn og keflaður. Aðrir farþegar taka mynd af honum og setja á Facebook. Myndin berst loks út um allan heim, kemur í erlend stórblöð. Maðurinn er nafngreindur – hann verður upp frá þessu flugdólgurninn með stóru F-i. Fyrir fáum Lesa meira

Uppákomur um áramót

Uppákomur um áramót

Eyjan
04.01.2013

Það verða ýmsar merkilegar uppákomur á Íslandi um áramót. Ein er sú að eftir að margar ríkisstjórnir hafa trassað að leggja fé til tækjakaupa á Landspítalanum, ætla menn að fara að útvista verkefninu til þjóðkirkjunnar. Önnur var á ríkisráðsfundi um áramótin. Það er löng hefð að halda þessa ríkisráðsfundi, einungis formsins vegna. En Ólafur Ragnar Lesa meira

Áhyggjur Steingríms af ESB

Áhyggjur Steingríms af ESB

Eyjan
04.01.2013

Það eru erfiðir dagar hjá Vinstri grænum sem nú horfa á Bjarta framtíð sigla framhjá sér í fylgi. Vinstri grænir eru flokkur sem er andsnúinn Evrópusambandinu, Björt framtíð er Evrópuflokkur – en VG er í raun ábekingur Evrópusambandsumsóknarinnar. Steingrímur J. Sigfússon gerist áhyggjufullur og segir í ávarpi til flokksmanna að óumflýjanlegt sé að endurmeta stöðu Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af