Í ruslið
EyjanÉg skrifaði grein um Lance Armstrong í vetur og talaði um að orðstír hans væri í ræsinu. Það hefur nú verið rækilega staðfest. Allir íþróttasigrar hans voru byggðir á lygum – og hann viðurkennir það sjálfur eftir mikið japl, jaml og fuður Það sem ég er hugsi yfir eru viðbrögðin sem ég fékk við greininni. Lesa meira
Landkönnuður og svindlari?
EyjanÉg, líkt og fleiri Íslendingar, var alinn upp við að Vilhjálmur Stefánsson væri mikilmenni. Það var meira að segja lagt til á sínum tíma að hann yrði gerður að forseta á Ísland. Nafni hans er enn haldið á lofti á Íslandi – hér starfar til dæmis stofnun í heimskautafræðum sem er kennd við hann. En Lesa meira
Straumurinn frá Samfylkingu til BF
EyjanFólk á vinstri væng virðist gefa sér að fylgi Sjálfstæðisflokksins minnki mjög þegar talið verður upp úr kjörkössum – miðað við það sem er í skoðanakönnunum. Það er ákveðin reynsla fyrir því að það sé minna í kosningum en í könnunum. En er víst að svo sé? Til dæmis verður ekki séð, ólíkt því sem Lesa meira
Myndir sem fá og fá ekki verðlaun
EyjanÞað er talsvert af forvitnilegum kvikmyndum sem hafa verið gerðar síðasta árið – og sumar eru tilnefndar til Óskarsverðlauna. Ég hef séð sumar, aðrar hef ég lesið eða heyrt um. Argo, sem vann Golden Globe verðlaunin, fannst mér reyndar hálfgert þunnildi. Mér skilst fólk fari að hágráta yfir allri tilfinningaseminni í Les Misérables. Jú, Victor Lesa meira
Straumurinn inn í miðborgirnar
EyjanJón Gnarr segist vilja fá kaupmanninn á horninu aftur. Þetta er kannski ekki svo fjarlægur draumur. Hvarvetna á Vesturlöndum er þróunin sú að ungt og vel menntað fólk vill búa inni í borgum. Afleiðingin er sú að húsnæðisverð þar fer hækkandi – og í kreppuástandi helst það hátt, meðan húsnæðisverð á jaðrinum lækkar. Þetta fólk Lesa meira
Að takmarka vald fjármálaaflanna – og láta þau hlíta lögum
EyjanStundum er hollt að horfa á hlutina í víðara samhengi. Við búum í heimi þar sem fjármálaöfl hafa sífellt meiri völd – sumpart hafa þau tekið völdin af ríkisstjórnum. Og það hafa verið þróaðir ýmsir flóknir fjármálagjörningar, sem stundum eru á mörkum hins löglega. Geysilegt fé er í skattaparadísum. Ein eins og oft er eru Lesa meira
Tónlist bönnuð í Malí
EyjanSkelfilegur er fúndamentalismi sem stefnir að því að þurrka út allt sem áður var. Þetta var þráður í ýmsum útgáfum kommúnismans. Bolsévíkar rifu kirkjur, rauðu varðliðarnir í Kína hötuðust við menntun og menningu, í Kambódíu var allt fólkið rekið út í sveitir og sagt að nú væri árið núll. Þetta er líka þráður í íslamskri Lesa meira
Klausturlíf í Kiljunni
EyjanFyrsta Kilja ársins er í sjónvarpinu í kvöld. Aðalefni þáttarins er ferð austur á Skriðuklaustur. Þar fjöllum við um hinn merka fornleifauppgröft sem er efni bókar Steinunnar Kristjánsdóttur, en hún nefnist Sagan af klaustrinu á Skriðu. Uppgröfturinn gefur mjög heillega mynd af klausturlífi á miðöldum, en að auki var í klaustrinu starfræktur spítali. Bein úr Lesa meira
Rödd meistarans þagnar
EyjanVerslanakeðjan HMV, eða His Master´s Voice, í Bretlandi er komin í gjaldþrotameðferð. Merki þessa fyrirtækis, hundurinn og lúðrahátalarinn, er afar vel þekkt – það á uppruna sinn í árdaga plötuútgáfu, árið 1899. Fyrsta búðin undir þessu nafni opnaði 1921, á hátindinum 1996 voru 200 HMV verslanir í heiminum. Á síðari árum hefur HMV aðallega selt Lesa meira
Stjórnarslit og viðræðuhlé – fríverslunarsamingur við Kína
EyjanMenn velta því fyrir sér hvað hafi gengið á í stjórnarliðinu til að fá Samfylkinguna til að setja viðræðurnar við Evrópusamband á ís – því eins og blasið við er óvíst að þær verði nokkurn tíma teknar úr frystinum aftur. Vísbendingu er að finna í orðaskiptum Hrannars Björns Arnarsonar, aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðardóttur, og Baldurs Þórhallssonar Lesa meira