fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

Silfuregils

Ótrúlegt auraleysi auðmanna, allt tekið að láni

Ótrúlegt auraleysi auðmanna, allt tekið að láni

Eyjan
26.01.2013

Sá skarpi samfélagsrýnir, Marinó G. Njálsson, rifjar upp þriggja ára gamla bloggfærslu á vef sínum. Hann vekur athygli á henni í framhaldi af fréttum um Skipti, móðurfélag Símans, og endalausa fjárhagsörðugleika þess. Í aðfaraorðum að gömlu bloggfærslunni – sem á svo vel við enn – segir Marinó: „Fyrir nánast þremur árum birti ég færsluna sem Lesa meira

Kannski hefði mátt leiðrétta Jón?

Kannski hefði mátt leiðrétta Jón?

Eyjan
26.01.2013

Það held ég að fæstum myndi detta í hug að ganga svo langt að líkja fólki við kvislinga í siðaðri umræðu. Kvislingar voru fylgismenn Vidkuns Quisling, en hann er einn þekktasti föðurlandssvikari allra tíma. Quisling gerðist ríkisstjóri í Noregi í umboði þýskra nasista á stríðsárunum. Hann var tekinn af lífi eftir stríðið – og þótti Lesa meira

Sjónarspil í kringum Símann

Sjónarspil í kringum Símann

Eyjan
25.01.2013

Nú birtast fréttir um „fjárhagslega endurskipulagningu“ Skipta, félagsins sem á Símann. Það er ekki launungamál að skuldirnar hafa lengi verið gjörsamlega að sliga þetta félag. Það koma inn nýir stjórnarmenn, til dæmis Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Athyglisvert er í því sambandið að núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sem fer með hlut lífeyrissjóða í mörgum fyrirtækjum, Lesa meira

Tarantino í góðu stuði

Tarantino í góðu stuði

Eyjan
25.01.2013

Tarantino er býsna hress í Django Unchained. Eins og endranær er hann að leika sér með alls kyns klisjur, já, og minni úr b-kvikmyndum. Hann leitar ekki alltaf fanga í því sem hefur verið talið vandað og viðurkennt. Allt er dregið mjög sterkum dráttum. Áhrif frá spaghettivestrum leyna sér heldur ekki. Og hann dansar á Lesa meira

Cameron, ESB og nútímavæðingin

Cameron, ESB og nútímavæðingin

Eyjan
24.01.2013

Sú ákvörðun Davids Cameron að segjast ætla að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB árið 2017 er að mörgu leyti skringileg. Forsætisráðherrann kaupir með þessu frið til skamms tíma innan flokks síns. Mestu Evrópuandstæðingarnir þar hefðu þó viljað sjá atkvæðagreiðsluna mun fyrr. En þeir klöppuðu fyrir honum í þinginu í gær – og það gerist ekki Lesa meira

Ögmundur í Silfrinu

Ögmundur í Silfrinu

Eyjan
24.01.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra verður gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Það er ýmislegt að ræða við Ögmund, nú þegar þrír mánuðir eru til kosninga, til dæmis átök innan Vinstri grænna, stöðu ríkisstjórnarinnar, Evrópusambandið, flóttamannamál, jú, og hugmyndir um að takmarka aðgang að klámi á netinu.  

Ísland, Noregur og Sviss

Ísland, Noregur og Sviss

Eyjan
24.01.2013

Þórður Snær Júlíusson skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag. Sumt í honum er samhljóða við grein sem birtist hér á vefnum í gær þar sem sagði að Ísland væri kannski ekki sérstök fyrirmynd í efnahagsmálum og að Ísland væri ekki sérstaklega sambærilegt við Noreg og Sviss. Þetta er náttúrlega í framhaldi af því sem forseti Lesa meira

Mátulega gott dæmi

Mátulega gott dæmi

Eyjan
23.01.2013

Það er kannski ekki alveg rétt hjá forseta vorum að Ísland sé gott dæmi um hvernig er að standa utan Evrópusambandsins og njóta velgengni. Það getur verið að það henti Íslendingum að vera utan ESB, en við erum varla nein fyrirmynd þótt tekist hafi að rétta aðeins úr efnahagslífinu hér eftir fáránlega óstjórn og hrun. Lesa meira

Ólafur Elíasson: Staðreyndir sem þarf að benda á

Ólafur Elíasson: Staðreyndir sem þarf að benda á

Eyjan
23.01.2013

Ólafur Elíasson, félagi í InDefence hópnum, sendi þetta bréf. — — — Sæll Egill. Von er á niðurstöðu EFTA-dómsins vegna kæru Eftirlitsstofnunar Evrópusambandsins á næstu dögum vegna meints brot íslenskra stjórnvalda á gagnvart tilskipun ESB um innistæðutryggingar. Íslendingar eru nú kærðir fyrir að hafa ekki fylgt tilskipun Evrópusambandsins um lámarkstryggingu á Icesave innistæðum. Kaldhæðnin í Lesa meira

Gosið í Eyjum, Stasiland og Ayn Rand

Gosið í Eyjum, Stasiland og Ayn Rand

Eyjan
23.01.2013

Efni Kiljunnar í kvöld er býsna fjölbreytt. Við minnumst þess að fjörutíu ár eru liðin frá Vestmannaeyjagosinu, fáum í þáttinn Sigurð Guðmundsson (Sigga frá Háeyri) en hann er höfundur nýútkomnar bókar sem nefnist Undir hraun. Sigurður missti sjálfur húsið sitt undir hraunið. Bókin hefur að geyma frásagnir hans og ljósmyndir sem margar hafa ekki birst Lesa meira

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Ekki missa af