fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Silfuregils

Marx hafði rétt fyrir sér

Marx hafði rétt fyrir sér

Eyjan
13.12.2016

Eina efnahagslíkanið sem getur útskýrt það sem er að gerast í dag er marxismi. Þetta hefur Jyllandsposten eftir Steen Jakobsen, aðalhagfræðingi Saxo fjárfestingarbankans í Danmörku. Blaðið segir að hann hafi fremur verið talinn frjálshyggjumaður. En Jakobsen segir: Hagfræðin sem byggir á því að stafla upp kampavínsglösum, hella í það efsta og reikna með að vökvinn Lesa meira

Fjölmenningin og jólin

Fjölmenningin og jólin

Eyjan
13.12.2016

Þessi texti er settur saman af Matthíasi Kristiansen, kennara, þýðanda og tónlistarmanni. Þetta er ágætis áminning þegar renna upp jól á umbrotasömu ári. Sennilega einkennist engin hátíð manna jafn mikið af fjölmenningu og jólin. Við höldum upp á fæðingu barns foreldra á ferðalagi í Austurlöndum nær með því að draga inn í hús grenitré að Lesa meira

Nú getum við farið að tala um stjórnarkreppu

Nú getum við farið að tala um stjórnarkreppu

Eyjan
12.12.2016

Eftir að viðræður flokkanna fimm sigldu í strand getum við farið að tala um stjórnarkreppu í alvörunni. Eini möguleikinn sem virðist nokkurn veginn ókannaður er stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. Samkvæmt þeirri aðferð sem Guðni Th. Jóhannesson hefur unnið eftir ætti að vera komið að Framsóknarflokki að fá stjórnarmyndunarumboðið. Það er ekkert sérlega líklegt að Lesa meira

Sögulegt næmi á afmælishátíð Framsóknar

Sögulegt næmi á afmælishátíð Framsóknar

Eyjan
12.12.2016

Það er rætt um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á afmælishátíð Framsóknarflokksins í Þjóðleikhúsinu næsta föstudag. Menn greinir á hvort þetta hafi pólitíska þýðingu, til dæmis skrifar Helgi Hrafn Gunnarsson pírati um það langan pistil á Facebook þar sem hann ber blak af Sigmundi Hitt er víst að afmælishátíð þessi er þrungin táknrænni pólitískri merkingu – Lesa meira

Enginn vill slíta viðræðum – störukeppni

Enginn vill slíta viðræðum – störukeppni

Eyjan
12.12.2016

Píratar hafa verið með nokkuð stórar yfirlýsingar um hversu vel gangi að mynda fimm flokka stjórn – þeir hafa ennþá stjórnarmyndunarumboðið þótt málið hafi reyndar enn ekki komist á stig formlegra viðræðna. Birgitta Jónsdóttir talaði um 90 prósenta líkur á stjórn, Smári McCarthy um yfirgnæfandi líkur. Það mun vera nokkuð ofmælt. Hins vegar er sagt Lesa meira

Austurstræti um jól – í kringum 1970

Austurstræti um jól – í kringum 1970

Eyjan
11.12.2016

Þessi jólalega ljósmynd er tekin í Austurstræti í kringum 1970. Gatan er ansi mikið breytt síðan þá. Fremst á myndinni til hægri er hús Ísafoldar sem síðar var flutt í Aðalstræti. En þarna var bókabúð á þessum tíma, við sjáum auglýsingu fyrir skáldsöguna Hnefaleikarann eftir Jack London sem kom út 1969. Ég verð að viðurkenna Lesa meira

Mætir Sigmundur ekki í afmælið?

Mætir Sigmundur ekki í afmælið?

Eyjan
11.12.2016

1916 er merkilegt ár í íslenskri stjórnmálasögu – þar má greina eitt upphaf nútímastjórnmála á Íslandi. Bæði Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir á þessu ári. Hugmynd Jónasar frá Hriflu, sem hafði hönd í bagga með stofnun beggja flokkanna, var að þeir ynnu saman – Alþýðuflokkurinn sem flokkur alþýðufólks í bæjum, Framsóknarflokkurinn sem flokkur bænda. Alþýðuflokkurinn Lesa meira

Handan við staðreyndir og skynsemi

Handan við staðreyndir og skynsemi

Eyjan
10.12.2016

Þetta er afar dapurlegt. Forseti Bandaríkjanna kemst á valdastól með aðstoð Rússa og fyrir tilstilli undirferlis sem á upptök sín í rússneskri undirróðursstarfsemi. Dálítið er þetta farið að minna á frægan kaldastríðsþriller sem kallast The Manchurian Candidate. Hann vinnur í raun ekki kosningarnar. Andstæðingurinn fékk 2,7 milljón fleiri atkvæði. Þetta er dæmi um fornfálegt kosningakerfi Lesa meira

Íslensk hagfræði

Íslensk hagfræði

Eyjan
10.12.2016

Friðrik Jónsson er hagfróður maður sem stundum skrifar greinar hér á Eyjuna. Hann ritar athugasemd við frétt á vefsíðunni Kjarnanum þar sem haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að ekki sé tími til að hækka ríkisútgjöld. Viðbrögð Friðriks er þessi skilgreining á íslenskri hagfræði: Íslensk hagfræði: – Það er Lesa meira

Misskilningur um Pisa-próf

Misskilningur um Pisa-próf

Eyjan
09.12.2016

Það er vont ef maður er farinn að dreifa röngum eða fölskum fréttum sem eru sannarlega plága á internetinu. Ég birti fyrr í dag texta sem var sagður vera kominn úr Pisa-prófi. Marga hnykkti við þegar þeir sáu þessa málleysu. Staðreyndin mun vera sú, eins og segir á vef Menntamálastofnunar, að textinn mun vera kominn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af