Stórar afskriftir hjá Gift
EyjanÞessi mynd birtist í DV í gær. Hún sýnir stjórn VÍS árið 2007, en í henni voru nokkrir aðalleikarar í bankahruninu – og stjórnarmenn í hinu dularfulla félagi Gift. Nú er skýrt frá því að 57 milljarðar hafi verið afskrifaðir af Gift, en félagið var upphaflega stofnað til að fara með hluti í eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga, Lesa meira
Pólitísk áhrif Icesave
EyjanHvaða áhrif hefur Icesavedómurinn á pólitíkina? Í raun ætti hann að hafa þá þýðingu að kröfur um beint lýðræði styrkist. Það er þó kannski ekki að fara að gerast svo stuttu fyrir kosningar, þegar deilt er um stjórnarskrá. Og þess er reyndar að gæta að hugsanlegt er að samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs yrði mál eins og Lesa meira
Eftir Icesave – nóg af verkefnum
EyjanÞað má búast við að þráttað verði um Icesave út vikuna. Ýmislegar merkilegar vendingar eru í þessu, til dæmis virðast feðgarnir sem settu Landsbankann á hausinn, notuðu hann sem einhvers konar hraðbanka fyrir sjálfan sig og ollu Íslendingum ómældum erfiðleikum og álitshnekki halda að þeir hafi fengið einhvers konar uppreisn æru. Og stjórnmálamenn sem komu Lesa meira
Fáeinir varnaglar vegna Icesave
EyjanÞað er allt í lagi að slá varnagla vegna Icesave. Sigurinn er ánægjuefni, en þetta hefur aldrei verið einfalt mál. Skúli Magnússon, fyrrverandi ritari EFTA-dómstólsis gerir það til dæmis. Hann segir að dómurinn hafi komið á óvart og ekki eigi að tala um sigur af einhverri léttúð. Í frétt Ríkisútvarpsins segir: „Innstæðueigendur í Bretlandi og Lesa meira
Sigur forsetans – og beina lýðræðisins
EyjanÞað er gleðidagur að Icesave-málið skuli vera úr sögunni – eða það sýnist manni. Íslendingar hrósa sigri í þessari langvinnu, slítandi og leiðinlegu deilu. En menn eru náttúrlega misjafnlega miklir sigurvegarar á þessum degi. Ólafur Ragnar Grímsson er kannski stærsti sigurvegarinn. Hann sendi Icesave í tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, „stóð með þjóðinni“ eins og var sagt. Ólafur Lesa meira
Icesave – upprifjun
EyjanHér er fyrsti hluti Silfurs Egils frá því í janúarbyrjun 2010. Þar var fjallað um Icesave frá ýmsum hliðum. Þátturinn byrjar á viðtali við konu sem heldur betur reyndist Íslendingum vel í málinu með því að skýra málstað okkar og skrifa um hann í erlenda fjölmiðla, Evu Joly.
Upphaf Icesave – hinir furðulegu íslensku fjársýslumenn
EyjanIcesave-dómur hefur verið felldur. Það er ánægjulegt að Ísland vinnur málið, eða svo virðist við fyrstu sýn. En það er þarft að rifja upp hvert upphaf málsins var – óráðsía íslenskra fjármálamanna sem leiddu yfir okkur þessa skelfingu. Þetta er forsíða Icesave-netbankans. Í framhaldi af þessu má nefna mál sem DV fjallar um í dag, Lesa meira
Sigurvegarar og taparar í prófkjörum helgarinnar
EyjanKristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Elín Árnadóttir styrkja stöðu sína mikið með stórum sigrum í prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokknum. Eftir þetta eru þau bæði komin framarlega í röð ráðherraefna flokksins. Hvorugt þeirra hefur verið sérstaklega í náðinni hjá innsta kjarnanum í Valhöll, Ragnheiður Elín var sett af sem þingflokksformaður – hún studdi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Lesa meira
Ólafur Ragnar í Davos
EyjanHér eru klippt saman viðtöl við Ólaf Ragnar Grímsson frá ráðstefnunni í Davos. Þarna talar hann um hversu Íslandi gengur vel efnahagslega, um Gordon Brown og um Evrópusambandið. Viðtölin koma af Bloomberg, AlJazeera og Sky. Það er Lára Hanna sem hefur sett þau á YouTube.
Varúð: Þegar sýklalyfin hætta að virka
EyjanFramfarir í læknavísindum eru kannski stærstu tíðindi síðustu alda. Við lifum lengur og betur og erum hraustari. Til eru lyf sem lækna kvilla sem áður drógu fólk til dauða. Nú finnst okkur þetta sjálfsagt mál, við getum tæplega hugsað okkur heim þar sem verður afturför í lækningum. En það er þó möguleiki. Lífeindafræðingurinn Heather Fairhead Lesa meira