fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

Silfuregils

EES og leiðinn, fríverslun ESB og BNA og meint mikilvægi Íslands

EES og leiðinn, fríverslun ESB og BNA og meint mikilvægi Íslands

Eyjan
14.02.2013

Það er margt skrafað um Evrópusambandið. Össur Skarphéðinsson segir að það sé orðið dauðleitt á EES – það er ábyggilega margt til í því að áhuginn á þessum samningi innan ESB sé litill. Og það má kannski til sanns vegar færa að þegar bankabandalag Evrópu – sem við myndum væntanlega þurfa að taka þátt í Lesa meira

Skrautleg saga úr íslensku viðskiptalífi – og næstum ótrúleg

Skrautleg saga úr íslensku viðskiptalífi – og næstum ótrúleg

Eyjan
13.02.2013

Það kom verulega á óvart þegar fyrrverandi Exista/Skipta-maðurinn Brynjólfur Bjarnason var gerður að framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands. Framtakssjóðurinn er líklega valdamesti aðilinn í íslensku viðskiptalífi þessa dagana og fer með hlut í mörgum stórfyrirtækjum. Eða kannski kom það ekkert á óvart – þetta var máski eftir öðru á Íslandi. Úr fáu hafa íslenskir lífeyrissjóðir farið verr Lesa meira

Fjöður verður að hænsnakofa

Fjöður verður að hænsnakofa

Eyjan
13.02.2013

Það má endurskrifa söguna með ýmsum hætti. Nú beinist endurritunin ekki síst að Hallgrími Helgasyni. Það er fjallað um þegar hann sló í bíl Geirs Haarde eftir hrunið. Kannski hefði hann átt að láta það ógert, auðvitað var þetta honum ekkert sérstaklega til framdráttar, en útgáfurnar sem maður sér á netinu eru orðnar býsna fjölbreytilegar. Lesa meira

Feneyjanefndin um forsetaembættið

Feneyjanefndin um forsetaembættið

Eyjan
13.02.2013

Álit Feneyjanefndarinnar virðist fremur rugla umræðuna um stjórnarskrána en hitt. Einna mikilvægustu athugasemdir nefndarinnar lúta nefnilega að því sem er í bæði núgildandi stjórnarskrá og tillögum Stjórnlagaráðs. Nefnilega um forseta Íslands. Nefndinni finnst embættið vera ruglingslegt – og það er spurt hvort ekki væri eðlilegra að þingið kysi forsetann, í ljósi þess hvað hann hefur Lesa meira

Náttúruvá, Spassían, Ugluspegill og uppáhaldsbækur Auðar Övu

Náttúruvá, Spassían, Ugluspegill og uppáhaldsbækur Auðar Övu

Eyjan
12.02.2013

Efni Kiljunnar á miðvikudagskvöld er býsna fjölbreytt. Við fjöllum um hið mikla rit Náttúruvá á Ísland. Það er nýkomið út í ritstjórn Júlíusar Sólnes og inniheldur margháttaðan fróðleik um ógnir náttúrunnar í nútíð, fortíð og framtíð. Við segjum frá menningartímariti sem nefnist Spássían og ræðum við ritstjóra þess, Auði Aðalsteinsdóttur og Ástu Gísladóttur. Og við Lesa meira

Umdeildur Hallgrímur – og rithöfundalaun

Umdeildur Hallgrímur – og rithöfundalaun

Eyjan
12.02.2013

Hallgrímur Helgason rithöfundur virðist fara einstaklega mikið í taugarnar á ákveðnum hópi fólks þessa dagana. Þetta nær langt aftur, en batnaði ekki þegar hann flutti þessa drápu á útifundi á laugardaginn:   Þessa auglýsingu hefur Sjálfstæðisflélagið í Grafarvogi sett saman, það verður að segjast eins og er að það ríkir almennt mikil reiði gagnvart þeim Lesa meira

Feneyjanefndin, túlkanir á þriðjudagsmorgni

Feneyjanefndin, túlkanir á þriðjudagsmorgni

Eyjan
12.02.2013

Í blöðunum í morgun má sjá upptaktinn fyrir lokabaráttuna um stjórnarskrána. Fréttablaðið, inni í blaði: Engin sprengja í Feneyjaskýrslu, skýrsla Feneyjanefndar um stjórnarskrána komin en bíður þýðingar. Morgunblaðið, stór forsíðufrétt: Hætta á þrátefli og óstöðugleika, í drögum að áliti Feneyjanefndar eru gerðar fjölmargar athugasemdir við ákvæði í nýrri stjórnarskrá.  

Er tími landsbyggðarinnar kominn?

Er tími landsbyggðarinnar kominn?

Eyjan
11.02.2013

Fjölgar enn í flokkaflórunni – eða hvað? Hér er það nýjasta –Landsbyggðarflokkurinn. Frambjóðendurnir eiga að vera „af landsbyggðinni“ og svo er skrifað að „tími landsbyggðarinnar“ sé kominn. Segir ekki hverjir standa fyrir framtakinu, en mörg stefnumálin eru athyglisverð, til dæmis hvað varðar fiskveiðistjórnun og aukið frelsi í landbúnaði.

Mest lesið

Ekki missa af