fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Silfuregils

Lúin timburhús og lúðaúlpur

Lúin timburhús og lúðaúlpur

Eyjan
20.12.2016

Þessar ljósmyndir eru teknar í Miðbænum í Reykjavík 1. maí 1974. Þarna fer kröfuganga frá Hlemmi og niður á Lækjartorg og má sjá ýmis slagorð á borðum og spjöldum, sum gætu jafnvel átt við enn þann dag í dag. En ég ætla ekki að fjalla um það, heldur um tíðarandann og tískuna sem birtist í Lesa meira

Árás á hina frjálsu borg Berlín

Árás á hina frjálsu borg Berlín

Eyjan
19.12.2016

Berlín sem borg er tákn frelsis, frjálslyndis og umburðarlyndis. En þetta er líka borg þar sem er að finna í hnotskurn hræðilega sögu tuttugustu aldarinnar. Vitundin um frelsið verður einmitt skarpari vegna þess að hið sögulega baksvið er kúgun og hatur. Þarna grasseraði hernaðarstefnan sem fæddi af sér fyrri heimsstyrjöldina. Svo tók við listræn tilraunamennska Lesa meira

Varla von á jólaríkisstjórn

Varla von á jólaríkisstjórn

Eyjan
19.12.2016

Ég skrifaði um það strax í sumar að stefndi í stórnarkreppu eftir kosningar – ég talaði líka um að haldnar yrðu kosningar en í þeim yrði í raun enginn sigurvegari. Þetta hefur gengið eftir. Nú er staðan svo treg í stjórnarmyndunum að engar fréttir hafa verið af þeim í marga daga, engum þreifingum eða hugmyndum Lesa meira

Mjög eðlileg fréttamennska

Mjög eðlileg fréttamennska

Eyjan
18.12.2016

Það er einkennileg hugmynd að fréttamaður RÚV hefði ekki átt að spyrja Sigmund Davíð Gunnlaussonar um þingstörf hans í boði sem hann hélt Norðanlands vegna afmælis Framsóknarflokksins. Þetta skiptir þvert á móti heilmiklu máli eins og staðan er í pólitíkinni – og spurningarnar verða ef eitthvað er magnaðri á 100 ára afmæli þessa merka stjórnmálflokks, Lesa meira

Auðmannastjórn í Bandaríkjunum, ólígarkar í Rússlandi

Auðmannastjórn í Bandaríkjunum, ólígarkar í Rússlandi

Eyjan
16.12.2016

Það kann að vera að sauðsvartur almúginn hafi kosið Trump sem forseta, en þess sér ekki merki í vali hans á ráðherrum og samstarfsfólki. Í þessari frétt sem birtist á mbl.is segir að sautján ráðherrar og yfirmenn stofnana sem Trump hefur skipað í embætti eigi meiri auð samanlagt en þriðjungur bandarísku þjóðarinnar. Þetta verður semsagt Lesa meira

Nokkrar jólagjafahugmyndir

Nokkrar jólagjafahugmyndir

Eyjan
16.12.2016

Til er saga af manni sem gaf konunni sinni keðjur undir bílinn í jólagjöf, n.b. keðjur undir bílinn sinn. Þetta hef ég heyrt haft fyrir satt. En hérna eru dæmi um jólagjafahugmyndir frá fyrri tíð.   Sú fyrsta er frá Siglufirði.   Og þessi er af Suðurnesjum. Nonni og Bubbi voru víst þekkt ljúfmenni.   Lesa meira

Hvernig væri hægt að boða til nýrra kosninga?

Hvernig væri hægt að boða til nýrra kosninga?

Eyjan
15.12.2016

Nú heyrist ekki hósti eða stuna frá forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Eru þeir búnir að gefast upp á að mynda stjórn? Farnir að undirbúa jólin? Eða eru einhverjar þreifingar í gangi? Eins og staðan er finnst manni líklegt að ekki verði nein stjórn fyrr en á nýju ári. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks situr enn. Hún getur varla Lesa meira

Verðlaun bóksalanna

Verðlaun bóksalanna

Eyjan
15.12.2016

Verðlaun bóksalanna voru kynnt í Kiljunni í gærkvöldi, en það er orðinn árviss atburður. Bóksalar um allt land greiða atkvæði um nýútkomnar bækur og eru birtar niðurstöðurnar fyrir þrjú efstu sætin í mismunandi flokkum. Þær eru svona.  

Sigmundi er dálítið skemmt – vandræðalegt fyrir flokkana

Sigmundi er dálítið skemmt – vandræðalegt fyrir flokkana

Eyjan
14.12.2016

Kosningarnar í október voru boðaðar vegna Panamaskjalanna og falls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr stóli forsætisráðherra. Því er varla furða að Sigmundur geri sér mat úr því að ekki takist að mynda ríkisstjórn og kalli kosningarnar dómadagsvitleysu. Í þessu ljósi er auðvitað nokkuð vandræðalegt að stjórnmálaflokkunum virðist lífsins ómögulegt að koma saman stjórn. Fátt gleðilegt hefur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af