Nýju framboðin hirða fylgið af stjórnarflokkunum
EyjanÁ meðan það er Framsóknarflokkurinn sem er að taka til sín mikið af fylginu frá Sjálfstæðisflokknum, eru það ný framboð sem eru að rústa stjórnarflokkunum. Samkvæmt síðustu könnun voru Samfylkingin og Vinstri gænir búnir að missa meira en tvoþriðjuhluta fylgisins frá þvi í síðustu kosningum. Það er aðallega Björt framtíð sem tekur fylgi, sumir segja Lesa meira
Benedikt Jóh: Skuggi ræðunnar sem hvílir yfir Bjarna Ben
EyjanBenedikt Jóhannesson, dyggur sjálfstæðismaður og evrópusinni af Engeyjarætt, skrifar mikla hugvekju um vanda Sjálfstæðisflokksins á vefinn heimur.is. Benedikt rekur atburðarásina aftur til falls stjórnar Geirs Haarde og landsfundarins þar sem Bjarni Benediktsson tók við sem formaður, hann fjallar meðal annars um tvær skýrslur sem þá lágu fyrir, önnur um evrópumál og hin frá endurreisnarnefnd flokksins: Lesa meira
Kosningarnar snúast um Framsókn
EyjanUm fátt annað er rætt á þessum morgni en skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þar vantar Framsóknarflokkinn aðeins einn þingmann til að fá hreinan meirihluta á Alþingi. Á sama tíma birtist stórkemmtilegt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Fréttatímanum undir yfirskriftinni Næsti forsætisráðherra? Og jú, fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann verði það. Þetta er Lesa meira
Íslandslán eða lán Íslendinga
EyjanOrð dagsins er Íslandslán. Ég sá það í fyrsta sinn í morgun, í Viðskiptablaðinu. Hagfræðingur hafði notað orðið á ráðstefnu. Þarna er átt við þessi klassísku verðtryggðu lán til fjörutíu ára sem við Íslendingar höfum. Seinna um daginn var orðið svo farið að festast í tungunni. Þá var haft eftir Bjarna Benediktssyni að hann vildi Lesa meira
Hulu lyft af einu helsta böli samtímans
EyjanICIJ, The International Consortium of Investigative Journalists, birtir ásamt fjölmiðlum eins og The Guardian, Panorama á BBC, The Washington Post, Le Monde og CBC í Kanada leyniskýrslur um reikninga fyrirtækja og einstaklinga í skattaskjólum á borð við Bresku Jómfrúreyjar – þar er meðal annars Tortóla. Þetta er umfangsmesta blaðamennskurannsókn sem um getur, stærri en birting Lesa meira
Björt framtíð, Samfylkingin og baráttulögin
EyjanHeiða Kristín Helgadóttir, önnur aðalsprautan bak við Bjarta framtíð, segir að munurinn á flokki hennar og Samfylkingunni sé að fólk í Samfylkingunni tali sænsku og syngi Maístjörnuna. Þetta er dæmi um að Björt framtíð veit ekki hvort hún á að vera fyndin eða ekki – kannski hefur hún sæst á að vera hálf-fyndin. Óræðari flokkur Lesa meira
Fer Sjálfstæðisflokkurinn þá ekki í stjórn?
EyjanÞað eru merkileg skilaboð sem berast frá Elínu Hirst, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórn ef útkoma hans verður eins og skoðanakannanir sýna. Nú vill svo til að fylgið í skoðanakönnunum liggur mjög nærri fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Því má spyrja – hvar liggja mörkin, hversu miklu fylgi þarf Sjálfstæðisflokkurinn Lesa meira
Glatað tækifæri Pírata
EyjanPíratarnir kunna að hafa misst af gullna tækifærinu í gær. Birgitta Jónsdóttir var mikið búin að tala um að hún yrði ef til vill handtekin þegar hún kæmi til New York – vegna tengsla við WikiLeaks. En hún fór í gegnum landamærahliðin eins og ekkert væri og sendi svo eftirfarandi smáskilaboð: „Ekkert vesen,“ Þetta eru Lesa meira
Osborne, Thatcher og bótaþegarnir
EyjanMikið er deilt í Bretlandi um breytingar á velferðarkerfinu. Í grófustu útgáfunni segir að þarna séu ríkir yfirstéttarmenn að ráðast gegn fátæku fólki. Það væri miklu nær að taka peninga af bankamönnum – eða öllu því moldríka fólki sem flykkist til Lundúna og sest þar að. George Osborne fjármálaráðherra hefur svarað fyrir sig og sagt Lesa meira
Framsókn og kosningaloforðin
EyjanÞað er alls ekki víst að fólk trúi kosningaloforðum Framsóknarflokksins. Ekki einu sinni þeir sem segjast ætla að kjósa hann. Andrúmsloftið í kosningunum er frekar eitthvað á þessa leið: Framsóknarflokkurinn er þó að lofa einhverju, við trúum ekki endilega að hann standi við loforðin, en það sakar ekki að tékka á því. Þetta er svolítið Lesa meira