fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Silfuregils

Gikkir í veiðistöð – græðgi og ábyrgðarleysi ferðaþjónustuaðila

Gikkir í veiðistöð – græðgi og ábyrgðarleysi ferðaþjónustuaðila

Eyjan
07.01.2017

Það er satt að segja dálítið langt gengið hjá eiganda ferðaþjónustufyrirtækis, sem stofnaði lífi ferðamanna í hættu upp á jökli, að kenna ferðamönnunum sjálfum um. Þetta er fólk sem er algjörlega óvant í jöklaferðum og kann örugglega lítt að varast hversu veður eru válynd á íslenska hálendinu. Auðvitað er það ferðaþjónustuaðilinn sem ber ábyrgð. Við Lesa meira

Lokum internetinu!

Lokum internetinu!

Eyjan
06.01.2017

Af Facebook síðu sem nefnist Close the internet – lokum internetinu. Unglingar framan við frægt málverk eftir Rembrandt, Næturvaktina, sem er að finna í Ríkislistasafninu í Amsterdam.     En svo er aðeins snúið upp á þetta. Verður dálítið heimspekilegt fyrir vikið.  

Nokkrir molar um Engey plús Proppé

Nokkrir molar um Engey plús Proppé

Eyjan
05.01.2017

Það er ýmislegt sögulegt við myndun ríkisstjórnarinnar sem væntanlega lítur dagsins ljós eftir helgina, Engeyjarstjórnina eins og farið er að kalla hana – plús Proppé. Nefna má að þetta er fyrsta ríkisstjórnin síðan 1989-1991 að með er stjórnmálaflokkur sem ekki telst til hins hefðbundna fjórflokks. Bæði Viðreisn og Björt framtíð eru utan þeirrar skilgreiningar. Þá Lesa meira

Trump, Pútín og Assange

Trump, Pútín og Assange

Eyjan
05.01.2017

Það er biluð staða þegar verðandi forseti Bandaríkjanna leggur meiri trúnað á orð Vladimirs Pútíns og Julians Assange en á samanlagðar leyni- og öryggisþjónustur ríkisins. Nú lýsir James Clapper, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, því yfir að hann muni birta meiri gögn um tölvuárásir Rússa í bandarísku kosninganna og að vitneskjan um þær hafi náð í efstu Lesa meira

Bjarni hefur alla þræði í hendi sér

Bjarni hefur alla þræði í hendi sér

Eyjan
04.01.2017

Bjarni Benediktsson virðist hafa alla þræði í höndum sér varðandi stjórnarmyndun. Allar hugmyndir um vinstri stjórn eru horfnar út í veður og vind og þá er í raun engin ríkisstjórn í kortunum nema Sjálfstæðisflokkurinn sé í henni – og Bjarni forsætisráðherra. Bjarni situr nú á fundum með Benedikt Jóhannessyni og Óttarri Proppé, flest bendir til Lesa meira

Vélarnar taka yfir og störfin hverfa

Vélarnar taka yfir og störfin hverfa

Eyjan
03.01.2017

Það þarf mikla trú á mannkyninu – og litla þekkingu á sögu þess – til að álykta að afrakstri hinnar miklu tæknibyltingar sem stendur yfir verði dreift jafnt og réttlátlega. Raunin verður nær örugglega önnur, „eigendurnir“ munu raka til sín ágóðanum, mynda fámenna yfirstétt, það mun ekki gerast nema með harmkvælum að einhverju af arðinum Lesa meira

Ástandið í ESB og hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi

Ástandið í ESB og hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi

Eyjan
02.01.2017

Öfgaöfl sækja víða á í Evrópu, á þessu ári verða afdrifaríkar kosningar bæði í Frakklandi og Þýskalandi. Fyrirkomulagið á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verður líklega ákveðið á árinu. Löndin í Suður-Evrópu hafa langt í frá náð sér eftir kreppuna sem hófst 2008, í Grikklandi er heilbrigðiskerfið gersamlega að hrynja vegna stanslaus niðurskurðar, á Ítalíu horfum Lesa meira

Katrín stígur aftur inn á sviðið og nú er Sigurður Ingi með

Katrín stígur aftur inn á sviðið og nú er Sigurður Ingi með

Eyjan
02.01.2017

Það eru tíðindi ef satt er að Vinstri græn og Framsókn hafi átt í viðræðum um stjórnarmyndun. Í Morgunblaðinu segir að Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson hafi farið yfir málin og „sett punkta á blað sem væru grundvöllur viðræðna“. Ennfremur segir að Bjarna Benediktssyni sé kunnugt um þessar viðræður og að eitt af því Lesa meira

Óeirðir og skrílslæti á gamlárskvöld í Reykjavík

Óeirðir og skrílslæti á gamlárskvöld í Reykjavík

Eyjan
01.01.2017

Það er ekki alveg einhlítt að heimur fari versnandi – í sumum tilfellum þvert á móti. Ég furðaði mig á mannfjöldanum í miðborginni í gærkvöldi, það var nánast eins og á Þorláksmessu, nema flestallt fólkið var útlendingar. Það streymdi um göturnar í þúsundatali, maður sá að margir lögðu leið sína upp á Skólavörðuholt til að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af