fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Silfuregils

Öruggt að stjórn DBV mun ekki beygja sig undir úrskurð EFTA-dómstólsins

Öruggt að stjórn DBV mun ekki beygja sig undir úrskurð EFTA-dómstólsins

Eyjan
14.11.2017

Það er líklegt að eitt fyrsta verkefni ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna – ef hún kemst á koppinn – verði að ráðslaga um þann úrskurð EFTA-dómstólsins að íslenskar reglur um influtning á kjöti, eggjum og mjólk samræmist ekki EES samningnum. Þetta er mál sem er búið að fara fyrir Héraðsdóm  – álit EFTA-dómstólsins er Lesa meira

Stjórnarandstaða sem gæti orðið ansi sundurleit

Stjórnarandstaða sem gæti orðið ansi sundurleit

Eyjan
14.11.2017

Eins og staðan er virðast meiri líkur á því en minni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verði mynduð á næstu dögum með Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Það er nokkuð sögulegt, yfirlýstur sósíalisti í forystu ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr. Hefði eitt sinn verið óhugsandi. Það virðist líka vera einfaldlega svo að aðrir stjórnarmyndunarkostir Lesa meira

Það þarf ekkert umboð

Það þarf ekkert umboð

Eyjan
13.11.2017

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru að hefjast. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segist verða ánægður ef þær taka viku. Í Þýskalandi eru Kristilegir, Frjálslyndir og Græningjar enn að reyna að koma saman málefnasamingi þegar næstum tveir mánuðir eru liðnir frá kosningum. Það  er ekki hundrað í hættunni þótt menn taki tímann sinn Lesa meira

Gleðilega páska!

Gleðilega páska!

Eyjan
16.04.2017

Gleðilega páska, allir lesendur síðunnar – nær og fjær! Og nei, þetta er ekki komið frá gyðjunni Ishtar, sbr. Easter, eins og gengur ljósum logum á Facebook. Það er nafnið á hátíðinni á ensku og þýsku. En það voru ekki heimstungumál í fornöld. Páskahátíðin er haldin í gyðingdómi og heitir þar Pesah, en á grísku Lesa meira

Andstaða við áfengisfrumvarp úr höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins

Andstaða við áfengisfrumvarp úr höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins

Eyjan
22.02.2017

Það hefur verið sagt að Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi geti sett kartöflupoka í framboð en samt unnið kosningar þar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf stjórnað á Nesinu – og mun sennilega alltaf stjórna á Nesinu. Fátt getur hnikað því. En það vekur athygli þegar sjálf bæjarstjórnin á Seltjarnarnesi ályktar gegn áfengisfrumvarpi sem lagt er fram meðal annars af Lesa meira

Bókmenntalegar götur í bænum

Bókmenntalegar götur í bænum

Eyjan
22.02.2017

Strax og menn tóku að nefna götur í Reykjavík með skipulögðum hætti leituðu þeir fanga í bókmenntum þjóðarinnar. Við erum jú bókaþjóð. Grettisgata og Njálsgata fá nöfn um aldamótin 1900. Á því svæði urðu til fleiri götur með nöfnum fornsagnapersóna. Stuttu seinna fer að byggjast svonefnt Goðahverfi í suður- og vesturhlíðum Skólavörðuholts. Þar er elst Lesa meira

Svíagrýlan númer tvö

Svíagrýlan númer tvö

Eyjan
21.02.2017

Þegar ég var yngri var mikið talað um Svíagrýluna. Meiningin var að Svíþjóð væri í rauninni eins konar laumu kommúnista- og alræðisríki. Þetta rímaði reyndar ekki alveg við raunveruleikann, sænska velferðarkerfið var vissulega nokkuð alltumlykjandi en einkaframtakið blómstraði líka í Svíþjóð í líki kapítalískra fyrirtækja sem mörg störfuðu líka á alþjóðavettvangi og náðu miklum árangri. Lesa meira

Sjávarútvegurinn ekki lengur aðal?

Sjávarútvegurinn ekki lengur aðal?

Eyjan
21.02.2017

Þröstur Ólafsson hagfræðingur birtir athyglisvert sjónarhorn um lok sjómannaverkfallsins. Hann segir að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í málinu og ekki látið stilla sér upp við vegg Niðurstaða sjómannadeilunnar er merkileg fyrir ýmsar sakir. Ég hef ekki séð eða kynnt mér samninginn sjálfan, enda er það aukaatriði í því samhengi sem ég ætla að ræða. Lesa meira

Fleiri morð á staðnum þar sem Trump talaði en í allri Svíþjóð

Fleiri morð á staðnum þar sem Trump talaði en í allri Svíþjóð

Eyjan
20.02.2017

Ætli megi ekki segja að Carl Bildt, fyrrverandi forsætis og -utanríkisráðherra Svíþjóðar, komist að kjarna málsins varðandi ummæli Donalds Trump um Svíþjóð? Í Bandaríkjunum er miklu meira ofbeldi en nokkurn tíma í Evrópu og ofbeldið kemur innan. Það berst ekki yfir nein landamæri. En í öllu því sjónarpspili sem er bandarísk pólitík er ekkert gert Lesa meira

Undarlegar framkvæmdir – og aðeins meira um lundakofa

Undarlegar framkvæmdir – og aðeins meira um lundakofa

Eyjan
20.02.2017

Einar Benediktsson hefur verið maður einstaklega forvitri. Hann sá fyrir að Íslendingar myndu selja norðurljós og ef til vill líka lundabúðir í Miðbænum. Í grein sem ég skrifaði um helgina sagði ég að Páll Líndal skrifaði um það í verki sínu Reykjavík, sögustaður við Sund, að Einar færi háðulegum orðum um byggð við Laugaveginn og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af