Séra Árni og Ásta Sig
EyjanÍ Kiljunni annað kvöld sýnum við innslag sem ég er svolítið ánægður með – undir liðnum Bækur og staðir. Við fórum vestur á Snæfellsnes, innst á nesið, þetta er handan við Eldborg, við Löngufjörur. Þarna bjó á bæ sem kallast Stóra-Hraun séra Árni Þórarinsson. Það var sá mikli sögumaður sem sat lengi á tali við Lesa meira
Eyþór og flokkurinn stilla upp á lista
EyjanEf marka má Fréttablaðið standa hreinsanir nú fyrir dyrum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Nýi oddvitinn, Eyþór Arnalds, virðist eiga að fá að móta hópinn eftir sínu höfði. Þetta þýðir, samkvæmt Fréttablaðinu, að borgarfulltúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, sem voru númer tvö og þrjú í leiðtogaprófkjörinu, verða færð neðar á lista. Kannski svo neðarlega að þau Lesa meira
Innflytjendur sem inflúensa og flóttamannastraumurinn frá Ungó 1956
EyjanFyrir nokkru eyddi ég kvöldstund með einum nánasta pólitíska ráðgjafa Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Orbán er núorðið nær einráður í landinu – hann hefur þaggað niður í fjölmiðlum sem hafa uppi gagnrýni. Og þegar hann stígur fram og heldur ræður er það aðallega tvennt sem hann beinir spjótum sínum að – innflytjendur og George Soros. Lesa meira
Frekir karlar í fréttunum – en líka vottur af von
EyjanUngverskur forsætisráðherra líkir innflytjendum við inflúensu. Forseti Bandaríkjanna finnur sér skálkaskjól í því að lögregla í landinu hafi verið of upptekin við að rannsaka hann til að taka eftir fjöldamorðingja í Flórida. Pólskur ráðherra segir að gyðingum sé líka sjálfum um að kenna að þeir voru myrtir í helförinni. Silvio Berlusconi er aftur kominn á Lesa meira
Umskurðarfrumvarpið verður svæft í þinginu
EyjanGuardian birtir grein um íslenska frumvarpið um bann við umskurð drengja. Greinin hefur þann kost að hún setur hlutina í alþjóðlegt samhengi. Hins vegar ber hún þess vott að greinarhöfundur þekkir ekki aðstæður á Íslandi. Frumvarpið er flutt af þingmönnum. Hér á landi er algjörlega undir hælinn lagt hvort slík frumvörp komast yfirleitt á dagskrá Lesa meira
Frá vínskömmtun til kampavínsmökkunar
EyjanFrjálsræði í áfengisverslun hefur aukist mikið á Íslandi, þótt enn sé ekki heimilt að selja það í kjörbúðum. En áfengi er út um allt, og í raun upplifum við tíma mikillar áfengisdýrkunar, ólíkt því með tóbak sem má ekki lengur sjást í búðum. Tóbaksbúðir með ilmi af píputóbaki eru horfnar, en vín er eiginlega alls Lesa meira
Hruninn húsnæðismarkaður fyrir ungt fólk í Bretlandi
EyjanMöguleikar ungs fólks á miðlungstekjum á því að eignast húsnæði í Bretlandi hafa minnkað um meira en helming á síðustu tveimur áratugum. Þetta er niðurstaða úttektar stofnunar sem nefnist Institute for Fiscal Studies. Guardian birtir frétt um þetta í morgun. Skýringin er sú að verð húsnæðis hefur hækkað miklu meira en laun. Fyrir fólk sem Lesa meira
Ef hefðu verið átta hryðjuverkaárásir á þessu ári…
EyjanByssuárásin í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Florida var sú áttunda í röðinni á þessu ári. Það eru liðnir 45 dagar af árinu. Ég endurtek, sú áttunda á skóla. Börn og ungmenni í Bandaríkjunum þurfa að sæta því að fara á stöðugar æfingar þar sem er farið yfir viðbrögð við byssumönnum sem ráðast Lesa meira
Nei, þetta snýst ekki um borg á móti sveit
EyjanÞað er náttúrlega gömul brella sem Ásmundur Friðriksson notaði í Kastljósinu í kvöld að stilla upp akstursmálum sínum og viðbrögðum við þeim sem einhvers konar togstreitu milli borgar- og landsbyggðar. Þegar málin eru komin í þann farveg er hægt að fara að þrasa endalaust um aukaatriði. Borg á móti sveit. Og annað kunnuglegt bragð er Lesa meira
Drottningarmaðurinn með fölsku greifanafnbótina
EyjanNú er Hinrik prins, drottningarmaðurinn í Danmörku, horfinn á vit feðra sinna. Einu sinni vissum við Íslendingar allt um ráðahag Margrétar Þórhildar og Hinriks. Það var þegar við fylgdumst stöðugt með frægðarfólkinu í Danmörku í gegnum dönsku blöðin. Þetta voru vikublöð eins og Hjemmet, Familje Journal og Alt for damerne. Mig minnir að þau hafi Lesa meira