Sigurður enn í kröppum dansi fyrir dómstólum – 245 milljón króna sekt, skilorðbundið árs fangelsi og atvinnurekstrarbann
FréttirSigurður Ragnar Kristinsson var í dag dæmdur til greiðslu 245 milljón króna sektar til ríkissjóðs og 12 mánaða skilorðsbundins fangelsis. Greiðslu á helmingi sektarinnar, eða 122.500.000 krónum, er frestað í þrjú ár frá birtingu dómsins haldi Sigurður almennt skilorð, en helminginn ber honum að greiða innan fjögurra vikna frá birtingu dóms Héraðsdóms Reykjaness sem féll Lesa meira
Sigurður úr Skáksambandsmálinu aftur í klípu í stærsta kristal metamfetamín-máli Íslandssögunnar
FréttirLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á tæplega 6 kíló af metamfetamíni, fíkniefni sem er frægara undir enska nafni sínu, crystal meth. Efnin fundust í síðustu viku og voru sex handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í þágu málsins. Fimm þeirra voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 6. nóvember. Einum þeirra handteknu hefur verið sleppt Lesa meira
Sigurður Ragnar var fluttur á gjörgæslu úr fangelsi – Var að smygla róandi lyfjum innvortis
FréttirFanginn sem fluttur var með hraði á sjúkrahús úr fangelsinu á Hólmsheiði heitir Sigurður Ragnar Kristinsson. Sigurður afplánar nú þriggja og hálfs árs fangelsisdóm vegna aðildar að Skáksambandsmálinu svokallaða. Í málinu gerði Sigurður ásamt tveim öðrum tilraun til þess að smygla fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar árið 2017. Fíkniefnafundur í Lesa meira
20 milljónir fengust upp í gjaldþrot SS húsa
FréttirGjaldþrotaskiptum á þrotabúi verktakafyrirtækisins SS húsa lauk síðastliðinn föstudag, þann 27.mars. Eigandi félagsins er Sigurður Kristinsson sem komst í fréttirnar í byrjun árs 2018 bæði vegna Skáksambandsmálsins svokallaða og einnig í tengslum við alvarlegt slys fyrrum eiginkonu sinnar, Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Skáksambandsmálið kom fyrst upp á yfirborðið í byrjun árs 2018 þegar sérsveit lögreglunnar braust Lesa meira
Sigurður dæmdur fyrir Skáksambandsmálið
FréttirSigurður Kristinsson hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi vegna Skáksambandsmálsins svokallaða. Hann var dæmdur fyrir að smygla um fimm kílóum af amfetamíni til landsins í upphafi síðasta árs. Auk Sigurðar voru Hákon Örn Bergmann og Jóhann Axel Viðarsson dæmdir í fangelsisvist. Hákon hlaut tólf mánaða dóm meðan Jóhann Axel var dæmdur í Lesa meira
Sigurður dæmdur í tuttugu mánaða skilorð
FréttirSigurður Ragnar Kristinsson hefur verið dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Honum er jafnframt gert að greiða um 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Sigurður var dæmdur fyrir að hafa staðið skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum í störfum sínum fyrir félagið. Vísir greinir frá þessu en Lesa meira
Fíkniefnunum í Skáksambandsmálinu eytt áður en málið kom fyrir dóm
FréttirNú standa réttarhöld yfir í hinu svokallaða Skáksambandsmáli þar sem þrír eru ákærðir fyrir innflutning á miklu magni fíkniefna. Meðal þeirra er Sigurður Ragnar Kristinsson sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni. Sigurður játaði sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. Lesa meira
Sigurður Ragnar og Hákon neita sök í Skáksambandsmálinu
FréttirSigurður Ragnar Kristinsson og Hákon Örn Bergmann neituðu sök í Skáksambandsmálinu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn sem er ákærður í málinu, Jóhann Axel Viðarsson, játaði atvikin en neitað að hafa vitað að um fíkniefni hafi verið að ræða. Þeim er öllum gefið að sök að hafa staðið að Lesa meira
Sigurður laus en úrskurðaður í farbann
FréttirSigurður Kristinsson var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbannn, eða til 18. maí næstkomandi, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu fíkniefnamáli, Skáksmyglsmálinu svokallaða. Skáksmyglsmálið hófst þegar torkennilegur pakki var sendur til skrifstofu Skáksambands Íslands frá Spáni í byrjun árs. Reyndist pakkinn innihalda um 8 kíló Lesa meira