Orðið á götunni: Holan í veginum er arfleifð Framsóknar eftir sjö ár – Egill Helgason sér vandann
EyjanDV birtir í dag áhugaverða frásögn af upplifun fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar um ástand vega á Íslandi. Fyrir fram mátti ætla að Egill færi helst ekki út fyrir 101 Reykjavík en hann hefur sjálfur oft skilgreint sig sem „miðbæjarrottu“. Nú lagði hann hins vegar land undir fót og ók vestur í Dali, til Keflavíkur, á Selfoss Lesa meira
Össur lætur Sigurð Inga finna fyrir því eftir Kastljósið í gær – Kallar hann þrautreyndan smjörklípumann
FréttirÖssur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, sendir Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanni og formanni Framsóknarflokksins, væna pillu eftir að hann mætti í Kastljós í gær til að ræða breytingar á veiðigjöldum. Sigurður Ingi og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mættust í beinni útsendingu þar sem Sigurður Ingi fann yfirvofandi breytingum flest til foráttu. Meistaraleg spurning Össur skrifaði færslu á Lesa meira
Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“
FréttirGuðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sendir Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi formanni flokksins, skýr skilaboð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nauðsynlegt að endurreisa flokkinn sem sé í raun á líknardeildinni og viti ekki hvort hann sé að koma eða fara. „Í 109 ára farsælli sögu sinni hlaut Framsóknarflokkurinn sína verstu kosningu hinn Lesa meira
Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
EyjanLengi hefur ljóst verið að vegakerfið á Íslandi hefur legið undir skemmdum hin síðari ár og er nú að hruni komið eins og glöggt kom fram í Kastljósi RÚV í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson var samgönguráðherra og innviðaráðherra lengst af síðustu sjö árin og þannig hefur vegakerfið dalað og nánast hrunið á vakt hans. Þetta Lesa meira
Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
FréttirTöluvert uppnám varð við upphaf þingfundar á Alþingi í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður og formaður Framsóknarflokksins brást við ummælum Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfisráðherra í umræðum í gærkvöldi um stefnuræðu forsætisráðherra. Var Sigurður Ingi afar ósáttur við ummælin og sagði Jóhann Pál hafa sakað sig ranglega um lygar og krafðist þess að ráðherrann myndi Lesa meira
Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
FréttirLilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, er gestur Dagmála á mbl.is ásamt Óla Birni Kárasyni, fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Í þættinum er meðal annars rætt um ákvörðun Bjarna Benediktssonar að láta af þingmennsku og formennsku í Sjálfstæðisflokknum og stöðu Framsóknarflokksins eftir kosningar. Framsókn fór úr þrettán þingmönnum fyrir kosningar niður í fimm og þá féllu allir ráðherrar flokksins af þingi Lesa meira
Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanRaunalegt er að fylgjast með framkomu þeirra stjórnmálamanna sem töpuðu kosningunum en komu þó fulltrúum inn á Alþingi. Eftir að þeir þurftu að horfast í augu við þá staðreynd að stjórnarandstöðuflokkunum tókst að mynda ríkisstjórn fyrir síðustu jól hefur talsmáti þeirra einkennst af svekkelsi, jafnvægisleysi og reiði. Nú blasir við þeim sjálfum að sitja í Lesa meira
Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
EyjanÍ nýjum Dagfarapistli á Hringbraut veltir Ólafur Arnarson því fyrir sér hvort stjórnarandstöðuflokkarnir þrír muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Nú blasi við Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki að sitja næstu fjögur til átta ár í valdalausri stjórnarandstöðu. Miðflokkurinn hafi að sönnu unnið kosningasigur, ólíkt flokkunum tveimur sem sátu í síðustu ríkisstjórn, en afgerandi afstaða Lesa meira
Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?
EyjanFramsóknarflokkurinn fékk sinn skerf af því afhroði sem fráfarandi ríkisstjórn galt í alþingiskosningunum þann 30. nóvember sl. Framsókn slapp þó betur úr vistinni hjá Sjálfstæðisflokknum en félagar þeirra í Vinstri grænum sem þurrkuðust út af þingi og hafa jafnvel kvatt íslensk stjórnmál endanlega. Framsókn náði einungis 7,8 prósent fylgi og missti 9,5 prósentustig frá prýðilegri Lesa meira
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið
FréttirBeiðni um endurtalningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi kom frá Framsóknarmönnum í kjördæminu. Litlu munaði að oddviti þeirra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, næði inn á þing. Willum datt út eftir að lokatölur voru kynntar og formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson komst inn. Sigurður segir mikilvægt að leikreglum lýðræðisins sé fylgt. Greint var frá því í fréttum í gær að óskað Lesa meira