Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
FréttirLilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, er gestur Dagmála á mbl.is ásamt Óla Birni Kárasyni, fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Í þættinum er meðal annars rætt um ákvörðun Bjarna Benediktssonar að láta af þingmennsku og formennsku í Sjálfstæðisflokknum og stöðu Framsóknarflokksins eftir kosningar. Framsókn fór úr þrettán þingmönnum fyrir kosningar niður í fimm og þá féllu allir ráðherrar flokksins af þingi Lesa meira
Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanRaunalegt er að fylgjast með framkomu þeirra stjórnmálamanna sem töpuðu kosningunum en komu þó fulltrúum inn á Alþingi. Eftir að þeir þurftu að horfast í augu við þá staðreynd að stjórnarandstöðuflokkunum tókst að mynda ríkisstjórn fyrir síðustu jól hefur talsmáti þeirra einkennst af svekkelsi, jafnvægisleysi og reiði. Nú blasir við þeim sjálfum að sitja í Lesa meira
Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
EyjanÍ nýjum Dagfarapistli á Hringbraut veltir Ólafur Arnarson því fyrir sér hvort stjórnarandstöðuflokkarnir þrír muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Nú blasi við Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki að sitja næstu fjögur til átta ár í valdalausri stjórnarandstöðu. Miðflokkurinn hafi að sönnu unnið kosningasigur, ólíkt flokkunum tveimur sem sátu í síðustu ríkisstjórn, en afgerandi afstaða Lesa meira
Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?
EyjanFramsóknarflokkurinn fékk sinn skerf af því afhroði sem fráfarandi ríkisstjórn galt í alþingiskosningunum þann 30. nóvember sl. Framsókn slapp þó betur úr vistinni hjá Sjálfstæðisflokknum en félagar þeirra í Vinstri grænum sem þurrkuðust út af þingi og hafa jafnvel kvatt íslensk stjórnmál endanlega. Framsókn náði einungis 7,8 prósent fylgi og missti 9,5 prósentustig frá prýðilegri Lesa meira
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið
FréttirBeiðni um endurtalningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi kom frá Framsóknarmönnum í kjördæminu. Litlu munaði að oddviti þeirra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, næði inn á þing. Willum datt út eftir að lokatölur voru kynntar og formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson komst inn. Sigurður segir mikilvægt að leikreglum lýðræðisins sé fylgt. Greint var frá því í fréttum í gær að óskað Lesa meira
Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
EyjanMeðal helstu tíðinda kosningabaráttunnar er að nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, stigið fram eftir sjö ára hljóða og prúða samleið með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum og ráðist gegn samstarfsmönnum sínum með beittri gagnrýni. Þetta vekur athygli vegna þess að Framsókn hefur látið flest yfir sig ganga í þessu samstarfi á vettvangi vinstri stjórnar Lesa meira
Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
EyjanFramsóknarflokkurinn birtir á bæði Facebook-síðu sinni og síðu sinni á Instagram brot úr um 40 mínútna löngu myndbandi, sem er í heild sinni á Youtube-síðu flokksins. Myndbandið ber titilinn Eldhússpjall með Sigurði Inga. Í brotinu sem flokkurinn gerir á þennan hátt sérstaklega hátt undir höfði gagnrýnir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins harðlega framgöngu Sjálfstæðisflokksins í Lesa meira
Orðið á götunni: Flokkur liðinna tíma brýst um
EyjanÁ miðopnu Morgunblaðsins í gær birtist grein eftir Guðna Ágústsson til stuðnings hans gamla valdaflokki, Framsóknarflokknum, sem nú mælist með 5,8 prósenta fylgi og fjóra þingmenn í þremur skoðanakönnunum Morgunblaðsins í röð. Sú var tíð að Framsóknarflokkurinn náði fylgi fjórðungs kjósenda og hafði mikil áhrif í landsstjórninni. Það var á þeim tímum þegar Guðni var Lesa meira
Orðið á götunni – Tengdadóttirin send til Reykjavíkur í kjördæmarúllettu Framsóknarflokksins
EyjanÞessa dagana er rykið að setjast eftir glysmiklar listakynningar stjórnmálaflokkana og skýrari mynd að teiknast af úrvali frambjóðenda sem munu prýða kjörseðlana í komandi kosningum. Víðast hvar komust færri að en vildu á listum stjórnmálaflokkana. Hart var barist um sæti hjá Viðreisn, Sjálfstæðismönnum og Samfylkingunni, sem dæmi. Hjá sósíalistum var þessu þó öfugt farið, en Lesa meira
Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
FréttirRæða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fjármála- og innviðaráðherra, um útlendingamál, í umræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna á RÚV síðastliðinn föstudag, hefur vakið mikla athygli. Hefur þessi ræða verið kölluð eldræða. Sigurður Ingi talaði fyrir mannúð í útlendingamálum og sagði málaflokkinn ekki vera stórt vandamál á Íslandi. Í viðtali við hlaðvarpið Ein pæling sem birt var Lesa meira